Leita í fréttum mbl.is

Fagnaðartíðindi

eru það að vændi hefur stóraukist á Íslandi.

Það þarf að draga skýra línur á milli mansalsviðbjóðsins og heiðarlegs vændis.Alþjóðastofnanir hafa átalið Íslendinga fyrir að vinna ekki skarpar gegn mansali. Það er best gert með því að lögvernda vændi.Hið síðarnefnda vinnur gegn hinu fyrrnefnda.

Þegar ég kom til Þýskalands sem ungur maður rak ég upp stór augu að sjá að bærinn rak virðulegt hóruhús við hliðina á ráðhúsinu og áfast við lögreglustöð miðbæjarins. Þjóðverjar útskýrðu fyrir mér að þetta væri nauðsynlegt til að draga úr kynferðisglæpum Þarna unnu fögur fljóð flestar ungar. Alger regla ríkti og kurteisi enda stutt í lögregluna.Þegar ég kom síðast til Stuttgart fyrir mörgum árum var þessi stofnun á sínum stað og greinilega bæjarprýði.

Já, ég einhver nettröll munu rjúka upp og kalla mig melludólg, nasista, rasista og hvaðeina en mér er slétt sama. Á minni tíð gerðu stúdentar sér ekki tíðförult á þessa stofnun af þeim ástæðum að slíkt kostaði margra daga mataruppihald.Og þá eins og núna voru vinkonur líka æskilegri fyrir þá sem ekki voru svo krumpaðir að geta ekki útvegað sér slíkt. Allt þetta gekk sinn gang. Auðvitað voru kynferðisglæpir á forsíðu Bild en Þjóðverjar vissu og vita enn að líklegt er að löglegt vændi dragi úr kynferðisglæpum.

Íslendingar gera rétt í að lögleiða þessa elstu atvinnugrein heimsins og fer vel á því að næstelsta atvinnugreinin, skv. skilgreiningu Ronalds Reagan,-stjórnmálastéttin-, geri skyldu sína og útrýni mansali með þeirri aðgerð.

Það yrðu fagnaðartíðindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvorug þessara stétta er meðal elztu stétta mannkyns. Veiðimennska, ávaxtatínsla, búfjárrækt, barnauppeldi o.fl. er þar ofar á listanum. Alveg óþarfi að vera að vitna alltaf í þessa gömlu, meðvirku klisju.

En meira vændi er nú stundað hér á landi en nokkru sinni fyrr skv. niðurstöðum rannsókna bandaríska utanríkisráðuneytisins og að sögn Morgunblaðsins.

Ég tek undir með Birni Bjarnasyni, að "þetta er alvarlegt mál ekki aðeins vegna vændisins heldur allrar skipulögðu glæpastarfseminnar sem þrífst í kringum það. Til að brjóta málið til mergjar verða umræður um útlendingamál á opinberum vettvangi að taka á sig annan svip en til þessa," segir hann.

Hann rifjar upp, að "eitt fyrsta málið sem meirihlutinn að baki ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar náði fram á vorþinginu 2009 var innleiðing á svonefndri „sænskri leið“ til að sigrast á vændi. Við flokksbræðurnir Jón Magnússon og Kjartan Ólafsson greiddum atkvæði gegn frumvarpinu. Ég var sannfærður um að lagabreytingin yrði haldlaus í baráttunni gegn vændi. Sýnist mér það hafa sannast."

Rétt athugað hjá Birni. Og það er ekki að ástæðulausu né ósekju, að nú í hádegisfréttum Rúv er mansal einmitt talið tíðkast hér og jafnvel í stórum stíl. Það er ekkert verið að búa þetta til sem gervifrétt, þótt ekki hafi verið nein mansalsmál í dómskerfinu í 6 ár. Vandinn er ekki sízt fáliðuð lögregla og skammarlegur niðurskurður á framlögum til lögreglumála á fjárlögum -- nokkurð sem ENN er í gangi! foot-in-mouthfrown

Björn enn: "Væri rannsóknarefni að fara ofan í umræður um þetta mál hér á sínum tíma auk þess að kanna örlög „sænsku leiðarinnar“ almennt." --Ég tek undir þá hvatningu hans, enda hef ég oft gagnrýnt þessa "sænsku leið" með rökum.

Jón Valur Jensson, 28.6.2017 kl. 12:34

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón minn Valur, þú dettur í sömu norrænu gryfjuna:

Ég tek undir með Birni Bjarnasyni, að "þetta er alvarlegt mál ekki aðeins vegna vændisins heldur allrar skipulögðu glæpastarfseminnar sem þrífst í kringum það. Til að brjóta málið til mergjar verða umræður um útlendingamál á opinberum vettvangi að taka á sig annan svip en til þessa," segir hann

Það þrífst engin glæpastarfsemi í kringm þetta og hætt að kjafta um þetta með þessari norrænu helgislepju og farin þýska leiðin. Lögleiða vændi og veita vændiskonum lagavernd og heilbrigðisþjónustu, lífeyrsissjóðsþjónustu, tryggingavernd því þetta er áhættusamur atvinnuvegur ef fullnægjandi aðstað er ekki fyrir hendi,

Halldór Jónsson, 28.6.2017 kl. 13:29

3 Smámynd: Ómar Geirsson

" Lögleiða vændi og veita vændiskonum lagavernd og heilbrigðisþjónustu, lífeyrissjóðsþjónustu, tryggingavernd því þetta er áhættusamur atvinnuvegur ef fullnægjandi aðstaða er ekki fyrir hendi,".

Og málið dautt.

Það er allavega rökþrot Halldór að hafa uppi gífuryrði um þig, eins og það sé enginn málstaður til að verja.

Það eru mörg sjónarmið í þessu máli, og því miður er það ekki þannig að dólgurinn eða mansalið hverfi við lögleiðingu.

En ég hef alltaf haldið því fram að nútíma femínistinn sem fordæmir þessa tekjuleið kynsystra sinna, að hún sé rekin áfram að hvötinni að vilja fá ódýrt vinnuafl til að þrífa skítinn, á meðan hún er útivinnandi.

Því hvað gerir sá ómenntaði þegar aðeins þrælavinna á þrælalaunum er í boði?

Það er margt flókið í þessu, en upphrópanir og frasar leysa engan vanda.

Og þegar allt er glæpur, þá fyrst þrífast glæpamennirnir.

Takk fyrir kjarkinn Halldór, flottur pistill.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2017 kl. 17:38

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þennan stuðning Ómar. Auðvitað er fátæktin grunnur að því að ýta fólki til að gera ógeðfellda hluti. En þegar í boði eru góð laun og mannsæmandi og ekki annað í boði þá eru alltaf til kjarkaðir einstaklingar sem ganga í verkinþ 

Það eru mörg dæmi þess að konur rífi sig upp efnalega á svona starfsemi einhvern tíma, hefji síðan nýtt líf og eðlilegra. Líka dæmi um það að ekki sé auðveldlega aftur snúið.

Mannlífið er margbreytilegt. En það er rangt að rækta upp glæpastarfsemi með þvi að ofstjórna með boðum og bönum eins og þú bendir á.

Halldór Jónsson, 28.6.2017 kl. 18:09

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekki í neinni "norrænni gryfju", Halldór. Ég er kristinn og hafna vændi af siðferðisástæðum, og það er fjarri því að vera jafn-slétt og fellt fyrirbæri og þú vilt vera láta, enda engin regla, að vændishús séu við hliðina á lögreglustöð!

Fátækt er ekki eini "grunnur" að því að ýta fólki út í vændi, ýmsar þýzkar konur spara sér t.d. að taka námslán með því að stunda vændi fáeina daga mánaðarlega í annarri borg, "þar sem enginn þekkir mann". Aðrar nýta þetta til að fá há laun og háan lífstandard eignalega, þótt það sé á kostnað eigin sjálfsvirðingar. Svo lenda þær í bæði sýkingum og ofbeldi, ef þær stunda þetta mikið -- og vita sem er, að þær eru smitleiðir fyrir marga aðra og valda m.a. saklausum eiginkonum kynsjúkdómum gegnum karlana þeirra, og hrun hjónabanda og sársauki barna er meðal afleiðinganna.

Svo geta þær orðið óléttar, og þá ýtir þetta mikið á þá ljótu freistingu að láta drepa fóstrið.

Í alla staði er þetta syndsamlegt og tengt ógeði og ekki slétt og felld og ljúf atvinnugrein!

Jón Valur Jensson, 28.6.2017 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband