8.7.2017 | 11:22
Jón Gunnarsson
er með nýjar og ferskar hugmyndir í samgöngumálum sem stinga óneitanlega í stúf við stefnu Borgarstjórnarmeirihlutans. Jón hugsar skiljanlega um lausnir fyrir landið allt og eyðir því ekki tíma sínum í skýjaborgir og microlausnir heldur hugsar heildstætt fyrir land og þjóð sem vera ber af ráðherra.
Í samgöngumálum landsins er framtíðarmyndin ekki sérlega uppörvandi. Brýn verkefni á suðvesturhorninu, til að mæta álagi og draga úr slysahættu, kosta um 100 milljarða. En á ríkisfjármálaáætlun séu aðeins 10 milljarðar á ári merktir vegamálum. Og þannig verður það næstu árin. Jón skilur því við hvað er að fást og dettur ekki í hug að tími einkabílsins sé liðinn eða nauðsyn akbrauta um landið allt. En það er að mörgu að hyggja fyrir landsmenn í vegakerfinu, bæði á sviði nýbygginga og endurnýjun.
Þá eigum við eftir Teigsskóg sem kostar 6 milljarða, Dýrafjarðargöngin sem kosta 9 milljarða, Dynjandisheiði sem kostar sennilega 4 milljarða. Við eigum eftir Skógarströndina, Dettifossveginn, Hornafjarðarfljótið, sem líklegu eru 4 milljarðar, og uppsveitir Árnessýslu og Ölfus, sem kosta okkur marga milljarða. Ráðherra samgöngu- og byggðamála minnir á að við erum fámenn þjóð í stóru landi. Vegakerfið sé risavaxið verkefni fyrir okkur. Þess vegna vill hann að við fetum okkur inn á braut vegatolla, að gjald verði tekið af ferðamönnum sem fara um tiltekna vegi. Það er algjörlega nauðsynlegt að við finnum einhverja uppsprettu fjár við hlið skattpeninganna til að fara í þetta alvöru átak. Ráðherra ætlar að kynna hugmyndir sínar í þeim efnum síðar í sumar.
Það er hinsvegar erfitt að koma með hugmyndir um að þeir borgi sem noti án þess að hávær mótmæli hefjist. Það er líkast og menn vilji heldur kyrrstöðu og aðgerðaleysi fremur en að leita lausna.
Aðgerðaleysið í Sundabrautarmálum er ekki hvað síst tilkomið vegna skemmdarverka Borgarstjórnarmeirihlutans sem eyðilagði ódýrasta kostinn vísvitandi vegna hagsmuna Sundabyggðarverkefnisins og strandaði því máli líklega um mörg ár. Og hindraði þar með uppbyggingu í Geldinganesi sem aftur framlengir húsnæðisvandann á öllu höfuðborgarsvæðinu.
Það er ástæða til að hlusta vandlega á Jón Gunnarsson og hans nýju hugmyndir í samgöngumálum landsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 3420587
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór
Þeir borga sem nota, þannig er það í dag varðandi vegakerfið. Vandinn er hins vegar sá að allt það fé sem notendur vegakerfisins borga fer að stórum hluta til annarra verkefna en vegabóta.
Bíleigendur borga til ríkisins hátt í 100 milljarða króna á þessu ári, í formi tolla og annarra gjalda við kaup á bílum, í formi skattlagningar á eldsneyti, en í dag tekur ríkið til sín stæðsta hluta af verði á eldsneyti. Í formi þungaskatts af bifreiðum auk ýmissa annarra gjalda sem bíleigendur láta af hendi til ríkissjóðs.
Af þessum nærri 100 milljörðum fara á þessu ári einungis um 14 milljarðar til samgöngumála.
Það sem þarf að gera er að nýta stærri hluta þessarar skattheimtu til samgöngumála. Auðvitað ætti allt þetta fé að falla til þeirra, en jafnvel þó einungis helmingur þess færi til vegabóta, væri fljótlegt að bæta úr. Þetta fé þarf auðvitað þá að taka frá einhverju öðru sem ríkissjóður er að greiða til, en af hverju eiga bíleigendur að greiða meira en aðrir til hítarinnar?
Þeir greiða sem nota, er vissulega réttmæt hugsun. En hvers vegna á einn hópur, í þessu tilfelli bíleigendur, að greiða nærri 7 sinnum þá upphæð sem nýtt er til þeirrar notkunar og síðan vegtoll þar ofaná?
Vandinn liggur ekki í að notendur vegakerfisins borgi ekki fyrir þá notkun, vandinn liggur í því að einhverjir aðrir eru að njóta góðs af ofurskattlagningu bíleigenda. Þann vanda þarf að kryfja, svo allir þeir skattar og gjöld sem lagt er á bíleigendur hér á landi fari til réttra nota!
Vegtollar eru víða þekktir og virka sem slíkir ágætlega. Hvergi í veröldinni (nema við Hvalfjarðargöng) eru vegtollar þó lagðir á samhliða þvílíkri skattlagningu bílaflotans sem hér þekkist. Vel má hugsa sér að skipta yfir í slíkt kerfi hér á landi, en frumforsenda þess er að þá verði önnur gjöld lækkuð. Að öðrum kosti er þetta hrein skattahækkun ofaná ofurskattlagða einstaklinga, bíleigendur.
Það er sárt að sjá ráðherra Sjálfstæðisflokks leggja til slíka skattpíningu og ótrúlegt að núverandi og fyrrverandi sjálfstæðismenn taka undir slíkan málflutning.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 8.7.2017 kl. 12:12
Gunnar, aldrei þessu vant er ég ekki sammála þér.
Það er valríkisins með hvaða hætti það aflar sér tekna til sameiginlegra þarf. Það hefur ekkert með skattlagninu bíla að gera að því sé varið í eitthvað annað en umferð. Aukinni skattlagningu var prakkað inn á liðið pólitískt með því að ljúga því að þetta myndi laga holurnar. En það er búið. Það má alveg leggja á sykurskatt og ráðstafa honum svo í styrk til nammikaupa skólabarna.
Þeir borgi sem nota er allt annað. Komugjöld á spítala væri slíkur skattur. Vegtollur í Hvalfirði er allt annað þar sem um skilgreint verkefni var að ræða.. Hann fór í að borga göngin. Þannig á að skattleggja.
Þannig á tollurinn að borga Vaðlaheiðargöng. En sannaðu til að fljótlega fer einhver þingmaður að væla um ósanngirni þess að Akureyringar borgi þegar Ólafsfirðingar borgi ekki neitt í Héðinsfjarðargöng eða Flateyringar í Vestfjarðagöng..
Halldór Jónsson, 8.7.2017 kl. 13:28
Grundvallarregla í skattlagningu er að peningarnir séu notaðir til sameiginlegra þarfa. Ekkert umfram það er réttlætanlegt. Ef bensínskattur er ætlaður í viðhald vega þá á að nota hann í það. Ekki annað. Það skiptir engu þótt skattlagningunni hafi verið "prakkað inn á liðið pólitískt" Það er löngu kominn tími á að ráðamenn fari eftir þessari grundvallarreglu. Ef þeir geta það ekki þá eiga þeir að fara að gera eitthvað annað. Þjóðin hefur ekkert efni á svona vitleysingum.
Jósef Smári Ásmundsson, 8.7.2017 kl. 13:43
Hvert fór viðlagagjaldið vegna Vestmannaeyjagossins Jósef. Er það ekki ennþá í söluskattinum þrátt fyrir opinber Goslok Óla Jóh?
Halldór Jónsson, 8.7.2017 kl. 18:04
Jú var þetta ekki einmitt það sem ég var að segja Halldór?
Jósef Smári Ásmundsson, 8.7.2017 kl. 20:36
Hvernig blandast viðlagagjald vegna Vestmannaeyjagossons inn í þessar fáránlegu fornaldarhugmyndir Jóns Gunnarssonar sem vildi leggja veggjald á allar inn- og útgönguleiðir til og frá Reykjavík? Svo vitskertur er sá kallangi. Þú ættir Halldór frekar en að lesa aftur það sem Gunnar Heiðarsson er að segja hér fyrir ofan í stað þess að vera með svona fáránlega útúrsnúninga. Hann hefur hárrétt fyrir sér, en hvorki Jón Gunnarsson né þú sem hafið greinilega ekkert vit á þessum málum. Reynslan hefur sýnt að þau gjöld sem lögð eru á bíleigendur og bensínnotendur í þeim tilgangi að fjármagna vegabætur renna í eitthvað allt annað en vegabæturnar. Nær væri Jóni að sjá til þess að þessi gjöld öll sem nú þegar eru álögð færu til vegamála en ekki í önnur ótengd verkefni. Þá fyrst væri hann að gera eitthvað gagn og þá fyrst væri ástæða til að hvetja hann áfram, ekki fyrr.
Kjartan Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.7.2017 kl. 20:44
Ekkert kemur á óvart með skrif Halldórs vegna pólitískra samherja. Jón Gunnarsson hagar sér nákvælega eins og Halldór á árum áður . Er freki karlinn !
Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekkert sem kemur venjulegum íslendingi vel !
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið eins og Halldór notaði hann fyrir sitt fyrirtæki !
Sjálfstæðisflokkurinn aá aldrei að vera með peninga annarra !
JR (IP-tala skráð) 9.7.2017 kl. 01:04
Eitt vandamál vardandi ferdathjónustuna. Flestar ef ekki allar rútur sem thessi fyritaeki nota, eru í stodugum skiptingum á Seydisfirdi til ad losna vid ad borga thungaskattin sem leggst á ef rútan er hér á landi lengur en 6.mánudi. Thetta er ekkert smá upphaed. Loglegt, en algjorlega sidlaust. Taka engan thátt í uppbyggingu á vegum landsins, en nota mest. En svona er leikid á kerfid.
Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 9.7.2017 kl. 05:50
Það er ekki rétt hjá þér Halldór að stjórnvöld geti ráðstafað skattlagningu að vild, að minnsta kosti ekki þegar samkvæmt lögum lagður er á skattur til ákveðinna verkefna.
Í reglugerð 494/1992 um álagningu bensíngjald er skýrt kveðið á um að sú skattlagning er til vegagerðar í landinu. Þetta gjald er í krónutölu, ekki prósentum og skerðir því eðlilegar lækkanir á eldsneyti þegar gjaldmiðill okkar styrkist, eða þegar heimsmarkaðsverð lækkar. Í dag er þessi krónutala 69,85kr/l .
Bara þessi eini gjaldstofn, sem bílnotendur greiða, gefur ríkinu um 20 milljarða króna á þessu ári, jafnvel meira þar sem umferð eykst hratt. Sú upphæð á öll að renna til vegakerfisins samkvæmt þeirri reglugerð sem áður er vitnað til.
Þá eru eftir öll önnur gjöld sem lögð eru á bílaflotann.
Þú nefnir vegtoll um Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiði sem góð dæmi. Það er löngu fyrirséð að vegtollur um Vaðlaheiðargöng munu aldrei borga þau niður. Allar forsendur fyrir þeim göngum og því sem lagt var upp með í upphafi, eru brostnar. Þá er stytting vegarins það lítil að flestir munu velja frekar að fara Víkurskarð, a.m.k. á sumrin, þegar umferðin er mest.
Hvalfjarðargöngin eru aftur dæmi sem vert er að skoða. Þar gekk allt upp varðandi framkvæmd og kostnað. Hins vegar stóðust ekki áætlanir um notkun, hún varð mun meiri en menn töldu. Því voru þau göng í raun búin að borga sig á mun styttri tíma en áætlað var. Tollkeimtunni var þó haldið áfram og mun verða til næsta árs, a.m.k.
Og hvað hefur ríkið grætt á þeim göngum? Innheimtur er vaskur af vegskattinum, sem er auðvitað brot á stjórnarskrá, þar sem ekki er heimilt að skattleggja skatt. Stæðsti gróði ríkisins er þó að ekki þurfti að fara í stórar og dýrar framkvæmdir á veginum um Hvalfjörð. Sú tala hefur aldrei verið reiknuð út, en láta má nærri að á þeim tæpu tuttugu árum sem göngin hafa verið í notkun, hafi ríkið sparað sér a.m.k. andvirði Hvalfjarðagangna, sennilega nokkrum sinnum. Í dag fara um 6.000 bílar um göngin daglega. Það sér hver maður að vegurinn fyrir Hvalfjörð gæti aldrei annað þeirri umferð, nema með miklum og dýrum endurbótum og stöðugu viðhaldi, að maður tali nú ekki um snjóhreinsun á veturna.
Næstkomandi þriðjudag, þann 11. júli, verða göngin 19 ára. Þá er eitt ár eftir af skattheimtu um göngin, samkvæmt samningi við Spöl. Hins vegar eru göngin fyrir löngu búin að borga sig, í raun borguðu þau sig strax 1996, þegar framkvæmdir hófust. Göngin kostuðu 4,6 milljarða króna og þar af ábyrgðist ríkið einungis 300 milljónir. Þetta var ábyrgð en ekki framlag. Hins vegar sparaði ríkið sér a.m.k. þessar 300 milljónir strax við upphaf framkvæmda við göngin, þar sem uppbygging vegarins um Hvalfjörð, sem staðið hafði yfir um nokkur ár, var stöðvuð og viðhaldi hans hætt að mestu tveim árum síðar!
Nú liggur fyrir að tvöfalda þarf göngin á allra næstu árum. Líkur á að það verði gert með vegskatti eru meiri en minni, sér í lagi ef tekst að hefja framkvæmdir áður en gjaldtöku líkur. Það má þó með sanni segja að sú tvöföldun sé fyrir löngu fjármögnuð í ríkissjóð, með vask af allri skattheimtu um göngin auk sparnaðar við framkvæmdir og viðhald á Hvalfjarðarvegi. Því er það í raun út í hött að framlengja þessa skatttöku um allt að 20 ár til viðbótar, vegna þeirrar tvöföldunar.
Sjálfur þarf ég nokkuð að ferðast um þessi göng og mig svíður þessi tollur. Ekki fæ ég neina niðurfellingu á bensíngjaldi þessa fimm kílómetra sem ég ek um göngin, þó ég greiði vegskattinn þar í gegn. Ekki hef ég þó raunverulegt val, vegurinn um Hvalfjörð er ekki raunhæfur kostur og allra síst á veturna, þar sem þjónusta Vegagerðarinnar við þann veg er í algjöru lágmarki.
Það er ekki oft sem við erum ósammála Halldór og vona ég að það ósætti byggi frekar á því að þú kennir kannski ekki málið nægilega. Í það minnsta ætla ég að vona, þrátt fyrir að vera genginn úr Sjálfstæðisflokki, að þú hafir ekki fært þig svo langt til vinstri að þú sjáir skatta í hyllingum.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 9.7.2017 kl. 08:28
Kjartan, Jón er aða tala um gjöld á nýframkvæmdir. AÐallega er hugsunin sú að þú veljir annaðhvort að borga eða fara aðra leið og verri. Getiur keyrt hraðbraut í stað koppagötru, keyrt fyrir Hvalfjörð ef þú vilt ekki borga i göngin.
JR , þú ert nú bara eins og nafni þinn í Dallas, hlýtur að vera ferlegur húmoristi þó að ég geti nú varla hlegið að þessari aulafyndni þinni um íhaldið og mig. En ef þér er alvara þá áttu bara bágt.
Siggi vinur, þú bendir á stóralvarlegan hlut. Ólavíus í Samskip er með svipuð trikk með sína bíla, flytur þá bara út og inn og borgar ekkert.
Halldór Jónsson, 9.7.2017 kl. 10:41
Gunnar, það eru nú ofsagt að ég sé genginn ú flokknum mínum þó að ég sé í fýlu við ýmsa forystumenn vegna kommasleikjuskapar þeirra. Þú segir auðvitað allt rétt að vanda svo nákvæmur sem þú ert. En ég vil láta borga í göngin áfram gegn þvi að það verði önnur grafin samsíða. Treysti Speli til að framkvæma það.Upphæðina má endurreikna en þó hallast ég að því að grafa strax með óbreyttu gjaldi og stytta þá gjaldstímann ef hægt er. Já Vaðalaheiðargöngin eru líklega orðin óhagkvæm með gjaldþolið.En ekki láta þá komast upp með að hafa þeu fríkeypis eins og dóttir mín kallaði það í gamla daga. Þú ert með svo mikla réttlætiskennd að þú þolir ekki að það sé svindlað á þer. En þeir svindla alltaf. Við þurfum bara að reyna að slá á puttana á þeim svo þeir fari ekki yfir strikið of mikið og of oft í minnsimerkjabyggingu yfir sjálfa sig sem þeir eru andsetnir af margir. En ég held að Jón sé ekki svoleiðis, hann er einlægur framfarasinni og vill vel, sýndi það í Landsbjörgu til dæmis.
Halldór Jónsson, 9.7.2017 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.