11.7.2017 | 16:59
Sannleikurinn um viðbrögð Borgarstjórnar
við mengunarstórslysinu sem vanhönnuð skolpælustöð á Ægissíðu hefur valdið.
Morgunblaðið segir svo í leiðara í dag:(Vinstrimenn og kommatittir lesa ekki Mogga segja þeir en koma oft á þessa síðu til að skamma höfundinn fyrir heimsku sína!)
"Formaður borgarráðs Reykjavíkur tjáði sig seint og illa um viðbjóðinn sem bíað hafði út strandlengjur höfuðborgarinnar vikum saman, án þess að fólkið, borgarbúarnir, væri látið vita og gæti gætt sín og barna sinna. Fjöldi starfsmanna borgarinnar á veitusviði og heilbrigðissviði vissi um vandræðin og um ógnina sem af þeim stafaði.
Það eru sumardagar. Margir borgarbúar eru í sumarfríi og strandlengjan fagra heillar. Vikur liðu og engar aðvaranir bárust frá þeim sem ástæða var til að ætla að stæðu vaktina. Loks kvörtuðu borgarbúar í fjölmiðlana. Af hverju ekki við borgaryfiröld? Af því að þeir vissu sem var að borgaryfirvöldin hlutu að hafa vitað af þessu. Ekkert í málinu gert og vísvitandi þagað yfir því við og gjörsamlega brugðist fólkinu sem greiðir þeim launin.
Þegar formaður borgarráðs komst ekki undan að standa fyrir málinu, fyrst hvergi náðist í borgarstjórann, sem er þó endranær fjölmiðlaglaðasti maður landsins. þá kom lítið og ónýtt tíst. Hann sagðist telja að það hefði verið »heppilegra« ef borgaryfirvöld og þær mörgu stofnanir borgarinnar sem að komu hefðu látið í sér heyra. Engin iðrun, engin beiðni um forlát og fyrirgefningu. Það hefði verið »heppilegra« var orðið sem sökudólgarnir sjálfir höfðu um alvarleg afglöp sín gagnvart borgarbúum. Það hefði sjálfsagt verið »heppilegra« fyrir þá sjálfa að standa ekki berstrípaðir í áliti gagnvart borgarbúum í stórmáli eins og þessu.
Þeir sem sendir voru til svara voru ekki borgaryfirvöldin sem glenna sig meira en góðu hófi gegnir við öll önnur tækifæri. Það voru embættismenn sem enginn kannast við að hafa heyrt eða séð nokkru sinni áður sem voru látnir taka skömmustulegir við hrópandi spurningum. Þeir komust ekki vel frá því. Að mati embættismannanna voru það »verkferlar« sem brugðust vikum saman. Þessir verkferlar hafa ekki sést eða heyrst áður. En embættismennirnir sögðust búnir að gera upp við sig að skoða þessa verkferla. Hvaða óráðshjal er þetta eiginlega?
Strendur borgarinnar eru útbíaðar í saur og viðbjóði vikum saman og það eru »verkferlar« sem hafa ákveðið að almenningur sé ekki varaður við! Síðustu árin hefur stjórnkerfi borgarinnar margoft verið splundrað í allar áttir. Sífellt fleiri og óljósari »svið« hafa verið stofnuð um verk sem áður lutu ljósri ábyrgð. Málaflokkar hafa hvað eftir annað verið hlutaðir í sundur og ólíkum þáttum skeytt saman, þótt enginn ávinningur hafi verið af því. Afleiðingin er ekki aðeins sú að borgaryfirvöldin sjálf hafa tapað þræði. Þau máttu ekki við því. Eftir því sem samhengi stjórnsýslunnar hefur orðið óljósara hefur þjónustan við borgarbúa versnað jafnt og þétt um leið og kostnaður við hana hefur farið úr böndum.
Embættisheiti sem borgarbúar nauðaþekktu var fargað án skynsamlegra skýringa en tekin upp í staðinn ógagnsæ heiti þar sem verksviðið deildist á svo margar hendur að algjörlega óljóst varð hvar ábyrgðin lá í einstökum tilvikum. Þetta er uppskrift að upplausn. Þetta voru allt óþarfar breytingar, gerðar breytinganna vegna, og fúlgum fjár fórnað í vasa »ráðgjafa« sem lágu yfir hverri löngu vitleysunni af annarri. Jafnvel gömul og gróin götuheiti voru lögð af vegna tilgerðarþarfar meirihluta borgarstjórnar með tilheyrandi óhagræði og útgjöldum fyrir borgarbúa og fyrirtæki þeirra.
Í áratugi hitti borgarstjórinn tuttugu æðstu embættismenn sína, sem höfðu þræði um allt borgarkerfið, tvisvar í viku, árið um kring. Stjórnskipulag borgarinnar var öfundarefni, ekki síst fyrir ríkið. Það hefði engum embættismanni dottið í hug að láta stórmál, eins það sem hér var nefnt, ónefnt á fundi með borgarstjóra. Og þeir borgarstjórar sem tóku starf sitt alvarlega hefðu á sama fundi lagt drög að viðbragðsáætlun sem birt hefði verið ekki seinna en strax.
Núverandi borgaryfirvöld halda að borgin snúist um þá sjálfa. Reykjavíkurborg á að gæta að því umfram allt annað að veita borgarbúum fullkomna þjónustu með hagkvæmum hætti, tryggja hreinlæti, snyrtimennsku, öryggi og framtíð, svo sem með lóðaframboði og öflugri þjónustu fyrir unga sem aldna. Það tekst ekki á meðan stór hluti fjármunanna sem úr er að spila hverfur í óráðsíu og æðstu menn borgarinnar hafa ekki áhuga á öðru en gervivandamálum sem snerta ekki borgarbúa beint. Hneykslið, sem borgarbúar hafa þurft að horfa upp á og fundið fnykinn af að undanförnu er til komið vegna þess að yfirvöldin í borginni þekkja hvorki verkefni sitt né vitjunartíma og myndu ekki valda því, þótt hin einfalda mynd rynni upp fyrir þeim.
Slíka menn þarf að finna í fjöru sem fyrst. Það er ekki kræsilegt en hjá því verður ekki komist."
Í stað þess sem leiðarahöfundur lýsir um bein afskipti Borgarstjóra af tæknideildum eru komnar hjarðir af nýjum starfsmönnum á félagsmálasviði í Ráðhúsið. Eitt batteríið er Mannréttindaráð Halldór Auðars Svanssonar Pírata sem honum var mútað með til þess að samþykkja Dag Bergþóruson sem borgarstjóra.
Kannski að Mannréttindaráð gæti ályktað eitthvað um nauðsynleg sannleiksviðbrögð í neyðartilvikum mengunarslysa hugarfarsins sem lýsa sér í opinberum viðbjóði óviðkomandi almennings á klósettúrgangi með eyrnapinnum og túrtöppum í öllum fjörum höfuðborgarsvæðisins?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Allt sem thú nefnir hér ad ofan er svo satt og rétt.
Hinsvegar er thad sorglegt ad vita til thess ad thessi
stjórn kemur til med ad sitja áfram vegna handónýts
minnihluta sem gerir akkúrat ekkert. Thad er engin
forysta til ad maeta thessum Gnarr cirkus.
Einn daginn munu Reykvíkingar vakna vid thad ad borginn
theirra er farinn fjandans til og thad bara í gríni.
Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 11.7.2017 kl. 21:02
Þú kannt greinilega enn hvernig sjálfstæðisflokkurinn stjórnar
,,sem honum var mútað með til þess að samþykkja"
JR (IP-tala skráð) 12.7.2017 kl. 00:02
JR ertu að gefa í skyn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mútað píratanum til að trygg Degi B. Borgarstjórann?
Halldór Jónsson, 12.7.2017 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.