24.7.2017 | 15:38
Gjaldtaka af umferðinni
er bráðnauðsynleg.
Verkefnin sem við blasa í innviðamálum okkar lands eru svo risavaxin að við ráðum ekkert við þau með venjulegum smáskammtalækningum og skæklatogi þingmanna milli kjördæma. Það er miklu nær að menn greiði sanngjarnt gjald fyrir afnot mannvirkja eins og jarðgangna.
Eins og Hvalfjarðargöngin hafa sannað sig með því að þau eru núna uppgreidd. Þá er viðhaldið og reksturinn og endurnýjunin eftir. Af hverju á nýr borgari landsins allt í einu að fá að keyra þau frítt? Það finnst mér bara grundvallarskekkja, svona álíka eins og að gefa krötum leyfi til að selja landið í erlendar hendur ESB eða gefa það til hælisleitenda og flóttamanna.
Verkefnin í innviðum landsins eru svo hrikaleg að við getum aldrei framkvæmt þau með bara fjárlögum.Ég styð því hugmyndir Jóns Gunnarssonar ráðherra eindregið um að notendur greiði um leið og þeir nota og njóta alls staðar sem því verður við komið. Já útlendingar mega gjarnan greiða meira en innfæddir ef út í það er farið.
Það er ofarlega í mörgum að mega ekki heyra minnst á veggjöld öðruvísi en að rjúka upp í fússi og segja að það sé búið að stela svo og svo miklu af okkur af skattfénu sem átti að renna í vegina en endaði í niðurgreiðslum af lambaketi. Það er allt rétt.
En við af minni kynslóð sem erum búnir að borga allan þennan tíma erum bráðum dauðir. Það er komið nýtt fólk sem hefur ekki borgað neitt. Af hverju á það að fá allt frítt núna?
Hversvegna á ekki að láta það borga fyrir alla notkun en ekki vera með þennan gamla söng um peningana sem var stolið af okkur þeim gömlu úr framkvæmdunum sem létu okkur hossast í holunum allt okkar blómaskeið?
Þess vegna vil ég fá að borga strax í öll jarðgöng á Íslandi sanngjarnt gjald í hvert sinn sem ég nota þau. Annað er bara virðingarleysi við gengnar kynslóðir sem lögðu á sig að byggja þau. Og það er bara skömm fyrir þá sveitavargaþingmenn sem misnotuðu aðstöðu sína til að þeirra atvæði kæmust hjá að borga eins og Vestfjarðagöngin og Héðinsfjarðargöngin eru góð dæmi um.
Sjáum Hvalfjarðargöngin sem dæmi. Hversvegna á 17 ára krakki sem er nýbúinn að fá bíl og bílpróf að fara að keyra þau frítt af því að einhver lán séu uppgreidd? Er ekki réttara að hann greiði eins og við erum búin að gera í tuttugu ár? Og gröfum þá jafnvel önnur göng samsíða fyrir aurinn? Og göng í gegn um Reynisfjall og Fjarðarheiði með sömu aðferð.
Hættum þessu væli um liðinn tíma og tökum gjald af umferðinni án þess að stela því í annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hættum þessu væli um liðinn tíma og látum alla greiða allt í topp. Hættum að taka af unga fólkinu fyrir framfærslu og sjúkrakostnaði ellilífeyrisþega. Það er liðinn tími að gamlingjarnir eigi eitthvað inni og að við skuldum þeim eitthvað. Enginn skrifaði undir það skuldabréf. Hættum þessu væli um liðinn tíma. Nýjir tímar með nýju fólki og nýjum viðmiðum. Eitt skal yfir alla ganga. Þeir borgi sem nota og hver sér um sig.
Er það ekki eitthvað svona sem þú ert að kalla eftir? Eða er gjaldtaka aðeins réttlætanleg í þínum augum ef einhver annar en þú borgar?
Gústi (IP-tala skráð) 24.7.2017 kl. 17:19
Þú skilur hvorki upp né niður Gústi frekar en fyrri daginn
Halldór Jónsson, 24.7.2017 kl. 18:05
Að keyra frítt.
Enginn Íslendingur hefur ekið ökutæki sínu frítt. Eigendur ökutækja hafa verið skattlagðir í eldsneytisverði,í margföldum sköttum af ökutækjum sínum í hærra hlutfalli en þekkist meðal þjóða í okkar heimshluta.
Þeir sem kalla nú eftir aukinni skattheimtu á ökutæki með veggjöldum eru skoðanasystkin vinstri manna sem sífellt kalla eftir skattahækkunum og aukinni samneyslu, og stækkun báknins. Vinstra liðinu hefur nú bæst liðsauki. Einn ráðherra Skattmann, Jón Gunnarsson yfirgnæfir hróp vinstri manna og heimtar aukna skatta. Víst er að Hjálmar á hjólinu, S.Björn Blöndal, Finnur Árnason gleðjast nú yfir liðsaukanum.
Skattar og gjöld af umferðinni eru talin 60-70 miljarðar en nú er lagt til vegamála 12-15 miljarðar meðtalin þar Vaðlaheiðagöng. Mismunur gengur til vaxandi bákns.
Ungir ökumenn koma ekki til með að aka frítt meðan báknið er látið vaxa stjórnlaust.
Fyrirrennarar núverandi og nýjasta skattmanns kölluðu, " Báknið burt "
Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 24.7.2017 kl. 19:45
Eddi lögga
auðvita á að byrja að skila þessu þýfi. En ég er samt fastur í að láta þá borga sem nota til viðbótar. Þú ert ekki búinn að borga allt.
Halldór Jónsson, 25.7.2017 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.