13.8.2017 | 12:35
Herkví hagsmuna?
er fyrirskrift á síðu Gústa frænda(Ágústar H. Bjarnason rafmagnsverkfræðings og sólspekings.
Hann segir:
"- Framleiðendur eldsneytis, svo sem olíu og kola, vilja auðvitað selja sem mest. Þeir hafa hagsmuni af því, að gera sem minnst úr hættunni af auknu magni koltvísýrings.
- Tugþúsundir manna starfa við rannsóknir á áhrifum koltvísýrings á lofthjúpinn. Þeir vilja auðvitað hafa sem mest að gera áfram sem hingað til. Þeir hafa hagsmuni af því að viðhalda kenningunni um hættuleg áhrif koltvísýrings á veðurfar.
- Við tæknilegar lausnir á eyðingu CO2 starfa þúsundir manna, sem vilja einnig hafa nóg að starfa í framtíðinni. Fjárfesting í tæknilegum lausnum verður einnig að skila arði. Þeir menn hafa hagsmuni af því að viðhalda kenningunni um hættuleg áhrif koltvísýrings á veðurfar.
- Nú er að hefjast nýtt tímabil og kolsýrukvóti gengur kaupum og sölum. Kolsýrugreifar ætla að græða vel. Þeir hafa hagsmuni af því að viðhalda hæfilegum hræðsluáróðri.
Ekki er að undra þó málið sé funheitt. Stór orð fjúka á fundum, málefni eru einfaldlega afgreidd með orðum eins og "bull" eða "nonsense". Mönnum er borið á brýn, að þeir séu á mála hjá voldugum olíufélögum. Hugsanleg hagsmunatengsl gera menn tortryggilega. Það hlýtur einnig að gilda um þá sem hafa hag af því að viðhalda kenningunni um gróðurhúsaáhrif.
Nú er að verða breyting á, því margir málsmetandi vísindamenn eru farnir að þora að hafa skoðun á klæðaburði keisarans.
Í nýlegri grein í Morgunblaðinu ("RANNSÓKNIR Í HERKVÍ HAGSMUNA?" 31.10.'98) segir veðurstofustjóri meðal annars:
..."Síðustu tvo áratugina hafa umræður um svokallaða gróðurhúsaupphitun jarðarinnar orðið æ fyrirferðarmeiri, bæði hér á landi og annars staðar. Meðal vísindamanna voru og eru skiptar skoðanir á þessu máli, bæði hvort um sé að ræða raunverulega og varanlega upphitun jarðarinnar af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda (aðalega koltvísýrings), hvernig hún dreifist yfir jörðina og hvort hugsanleg upphitun væri sá hnattræni vandi sem látið er í veðri vaka."
..."Er nú svo komið, að pólitísk nauðsyn, og oft stórfelldir efnahagslegir hagsmunir stórfyrirtækja og heilu samfélaganna, allt að því krefjast þess, að þetta sé einhver mesti umhverfisvandi heimsins. Og þegar einstaklingar, fyrirtæki eða þjóðir eiga orðið verðmæta koltvísýringskvóta verða efasemdir um upphitunarvandann barðar niður með alþekktum aðferðum skoðanakúgunar."
Í lok þessarar ágætu greinar Magnúsar Jónssonar, sem reyndar fjallar bæði um gróðurhúsavandann og ofveiðivandann, segir: "...Í öðru lagi veldur mér áhyggjum sú vaxandi tilhneiging þeirra, sem hafa efnahagslega hagsmuni af því að koma á útblásturskvótakerfi, til að gera lítið úr skoðunum efasemdarmanna og berja þannig niður akademíska hugsun og skoðanaskipti í þessu flókna og tiltölulega lítt þekkta máli".
Ofangreind orð Magnúsar Jónssonar veðurstofustjóra, eru dæmigerð fyrir áhyggjur virtra vísinda- og fræðimanna um þessar mundir. Í erlendum blöðum og vísindaritum er mikið fjallað um þessi mál. Magnús er gott dæmi um þá sem nú eru að ríða á vaðið, og munu vafalaust margir fylgja á eftir. Vonandi verða íslenskir vísindamenn ekki eftirbátar erlendra í þessum efnum.
§ 4. Hvað segja erlendir vísindamenn...
Við getum skipt vísindamönnum í tvo hópa; þá sem hafa gagnrýnt keninguna um hnatthitun af völdum CO2, og þá sem aðhyllast hana.
Fyrst skulum við gefa nokkrum gagnrýnendum orðið. Þetta eru allt vel þekktir vísindamenn, hver á sínu sviði. Þeir eru tilbúnir að leggja vísindamannsheiður sinn að veði:
Dr. Sallie Baliunas . Stjarneðlisfræðingur við Harvard University og Mount Wilson Observatory. Einn þekktasti stjarneðlisfræðingur Bandaríkjanna, með rannsóknir á eðli sólar sem sérgrein.
Dr. Patrick J. Michaels , Prófessor í umhverfisfræðum við University of Virginia.
Dr. Richard S. Lindzen . Prófessor í veðurfræði við Massachusetts Institute of Technology.
Dr. Theodor Landscheidt. Schroeter Institute for Research in Cycles of Solar Activity
Dr. Frederick Seitz. Fyrrverandi forseti bandarísku vísindaakademíunnar. (U.S. National Academy of Sciences) .
Dr. Roy Spencer. Sér ásamt fleirum um mælingar á hita andrúmsloftsins með gervihnöttum. "Is Earth's Temperature Up or Down or Both?"
Dr. John R. Christy. Prófessor í loftslagsfræðum við University of Alabama. Einn af höfundum IPCC skýrslunnar Climate Change 95. Viðtal við "The Times" 20. febrúar 2001.
Ofangreindir vísindmenn tilheyra þeim hópi sem kalla mætti "efasemdarmenn um hnatthitun", eða "global warming sceptics". Margir þessara vísindamanna telja að náttúrulegar sveiflur í sólinni, sem er eini hitagjafinn, skýri að mestu hitabreytingar í lofthjúpnum á undanförnum öldum, og álíta að kenna megi þessum sömu áhrifum um helming þeirrar hækkunar hitastigs sem menn telja sig hafa mælt á síðustu öld. Ýmsir telja áhrifin enn meiri. Þessi áhrif gera mat á raunverulegri hækkun erfitt, flækja málið og villa mönnum sýn.
---
Hvað segja fylgjendur kenningarinnar um hnatthitun af völdum CO2?
Síðastliðin 10 ár eða svo hefur hækkun hitastigs á jörðinni verið mikið á dagskrá. Alþjóðlegar ráðstefnur hafa verið haldnar og eru þekktastar ráðstefnurnar í Rio 1992 og Kyoto 1997. Í lok síðasta árs var haldin ráðstefna í Buenos Aires.
Á vegum Sameinuðu þjóðanna er starfandi nefnd sem kallast IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change). Fjölmargir vísindamenn standa að baki skýrslu um hnatthitun, "Climate Change", sem síðast kom út 1995. Þessi skýrsla er mikil og metnaðarfull, en hefur verið mikið gagnrýnd fyrir að gefa einhliða og einfaldaða mynd af vandamálinu. Til hennar er oft vitnað af fylgismönnum hnatthitunar af völdum koltvíildis, og trúa margir blint og gagnrýnislaust á innihald hennar. Margt hefur gerst í heimi vísindanna síðan skýrslan kom út, og er því sjálfsagt að taka hana með nokkrum fyrirvara. Neðar á þessari síðu er skýrt frá nokkrum nýlegum niðurstöðum rannsókna, sem birst hafa í virtum tímaritum. Þessar rannsóknir gefa til kynna, að ekki sé allt sem sýnist í þessum fræðum...
Einn höfunda skýrslu IPCC hefur nýlega skipt nokkuð um skoðun. Hinn vel þekkti loftslagsfræðingur og hermilíkansmiður James Hansen segir m.a. í grein í Proceedings of the National Academy of Sciences (1998),að ekki sé hægt að spá fyrir um loftslagsbreytingar, þar sem áhrifavaldar séu ekki nægilega vel þekktir. Hann segir einnig, að náttúruleg áhrif sólar á veðurfar geti vegið þyngra en áhrif losunar gróðurhúsalofttegunda.
Þetta þykja mikil tíðindi, því það var Hansen sem kom öllu af stað þegar hann gerði þingnefnd Bandaríkjaþings óttaslegna með fullyrðingum um yfirvofandi hnatthitun 1988!
Áður en lengra er haldið er rétt að benda á, að spádómar IPCC um hækkun hitastigs vegna gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum til ársins 2100 hafa verið eins og myndin sýnir. Spádómarnir hafa farið lækkandi, en skyldi vera von á meiri lækkun eftir því sem þekking manna eykst? Menn bíða spenntir eftir næstu skýrslu frá IPCC, sem kemur út árið 2001."
Dr. Judith Curry fjallar um þessi mál á YouTube. Þar lýsir hún því hvenig efasemdarmenn um hnattræna hlýnun sæta atvinnuofsóknum og einelti þannig að þeir þori ekki að láta skoðanir sínar í ljós.
Minna má á hvernig Al Gore hefur grætt 180 milljónir dollara á brölti sínu í kring um þessi loftslagsmál og er farinn að fjárfesta i olíuiðnaðnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Áhugavert þetta.
Mér datt í hug að gúgla Gore og upp kom grein sem tekur á hræsninni í málflutningi hans.
Hræsni er semsagt að breyta öðruvísi en maður boðar.
Aðeins ber á þessu hjá íslenskum talsmönnum sjónarmiða Gores, þeirra að jörðin sé að hitna aðalega vegna notkunar jarðefnaeldsneytis.
Skemst er að minnast hópferðar til Parísarráðstefnu um vandamálið hvar ófáir steinolíudroparnir brunnu út í andrúmsloftið.
En þá er nú jafnan stutt í "special pleading" eins og minnst er á í greininni.
(Vil taka fram að aumur ég hef ekki tekið einhverja endanlega afstöðu með eða móti hversu mikil sök jarðefnaeldsneytis er í hnattrænni hlýnun)
http://oilprice.com/Energy/Energy-General/Al-Gores-Hipocrisy-The-Climate-Crusader-Profits-from-Fossil-Fuels.html
Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 13.8.2017 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.