13.8.2017 | 16:04
Fjöldi Framsóknarhnífa
stendur nú í baki Sveinbjargar Sigurjónsdóttur. Þar á meðal einn stór frá Guðfinnu sem hún dró með sér í Borgarstjórn í síðustu kosningum.
Svo skrifar Jón Magnússon um þessa atburði:
"Fyrir rúmum 80 árum var talað um nótt hinna löngu hnífa, þegar forusta þýska þjóðernissósíalistaflokksins lét taka af lífi helstu forustumenn vígsveita flokksins.
Fyrir rúmum 10 árum kvartaði þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins Guðjón Jónsson yfir því að bakið á honum væri alsett hnífum eftir bakstungur fjandvinar síns í Framsóknarflokknum hann lifið það þó af þó pólitískt líf hans yrði ekki lengra.
Nú hafa Framsóknarmenn dregið hnífana úr baki Guðjóns og nota þá óspart á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa og gengur þar hart fram sá borgarfulltrúi Framsóknar sem er hinn fulltrúi þessa litla flokks í borgarstjórn Reykjavíkur.
Aðrir fylgja á eftir, en þó verður ekki séð hvort þeir gera það tilneydir.
Eftir að Sveinbjörg Birna benti réttilega á annmarka á skólakerfinu, sem veldur því að það gagnast í mörgum tilvikum hvorki íslenskum börnum né börnum hælisleitenda og kostar of fjár, fór fjölmiðlaelíltan úr öllum límingum einkum þeir sem þiggja laun sín frá skattgreiðendum, en með í för var einnig liðtækur sporgöngumaður, eiginmaður aðstoðarkonu forsætisráðherra.
Fréttin um ummæli Sveinbjargar varð helsta ekki fréttin alla verslunarmannahelgina og fréttaelítan á RÚV var með þessa ekki frétt í öllum fréttatímum nema e.t.v. í einhverjum morgunfréttatímum kl. 6 á morgnana.
Fréttamenn RÚV drógu fram hvern forustumann Framsóknar af öðrum til að fá þá til að fjalla um og fordæma ummæli Sveinbjargar og gerðu þeir það svikalaust með mismiklum þunga samt. Nú síðast ályktaði stjórn ungra Framsóknarmanna um málið. Kom það nokkuð á óvart, þar sem þjóðin hafði ekki vitað af tilvist þeirra.
Atgangur ríkisfréttamanna var slíkur að það minnti á þekkt kvæði eftir Stein Steinar um Jón Kristófer og samneyti hans við Hjálpræðisherinn en þar orti Steinn;
"Jón Kristófer kadett í hernum
í kvöld verður samkundan háð
og lautinant Valgerður vitnar
um veginn að Drottins náð
Og svo verður sungið og spilað
á sítar og mandólín tvö
ó komdu og höndlaðu herrann
það hefst klukkan rúmlega sjö"
Eins og í kvæðinu vitnaði fréttaelítan með sama hætti og lautinant Valgerður í kvæðinu um veginn að Drottins náð og sungu á sinn sítar og mandólín tvö þangað til að flokksforusta Framsónar áttaði sig á hvað þyrfti til að höndla herrann og brást við eins og fréttaelítan vildi.
Eftir situr framsóknarmaddaman Sveinbjörg Birna óverðskuldað með mörg hnífasett í bakinu og ekki sú fyrsta af forustufólki Framsóknar sem öðlast það hlutskipti."
Framsóknarmenn virðast hafa sérstakt lag á að myrða yndin sín. Þeir brugðust sigursælum foringja sínum Sigmundi Davíð hrapallega og fögnuðu vandræðum hans. Þeir sameinuðust um sinn lægsta samefmara og þann líklega mest óintresserandi formann, hugsanlega að bensínsalanum frátöldum, sem hægt var að uppdrífa. Og sá stefnir auðvitað lóðbeint niður á við með fylgi maddömunnar að því að best verður séð.
Framsóknarmenn væru betur komnir með Sveinbjörgu í formannsstóli ef þeir ætla sér framhaldslíf heldur en hestageldinn sem engin samstaða né stemning er fyrir.
Sá flokkur þarf að átta sig á því að menn verða einhverntímann að taka afstöðu ef kjósendur eiga að taka hann alvarlega. Og jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að velta þeim málum fyrir sér líka fyrir Landsfundinn í nóvember hvað varðar hælisleitendur, Schengen og framhald EES. Hvort flokkurinn ætlar að láta Brussel teyma sig úr hverju virkinu á fætur öðru með blindandi samþykktum fyrirmæla heldur en að spyrna við klaufum þess í stað.
Framsókn þarf að slíðra hnífana frekar en að fjölga þeim í bök síns besta fólks með elítu-og kratasnobbi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
-Minnist eins nýbakaðs Bé-þingmanns sem talaði með heilt ´grænt´ hnífasett í bakinu úr ræðupúltinu í Alþingi en ´bé´-beit á jaxlinn og kveinkaði sér ekki par ! ;)
Örnólfur Hall (IP-tala skráð) 13.8.2017 kl. 19:44
Þegar lögð er til aðgerð þar sem svívirðilega er komið fram við börn fyrir utan það að vera fjárhagslega slæm þá er eðlilegt að menn fordæmi slíkt. Ef Framsóknarflokkurinn losar sig ekki við Sveinbjörgu af framboðslista flokksins fyrir næstu kosningar þá losna þeier seint við rasistastimpilinn enda eiga þeir hann þá skilið svo ekki sé talað um ef þeir færu að gera hana að formann.
Staðreyndin er sú að það er mun ódýrair og gaglegri leið til að sinna börnum hælisleitenda að setja þau inn í almenna skóla og auka á sama tíma það fé sem þeir hafa til sérkennslu heldur en að stofna sérsakan skóla fyrir þessi börn. Það að setja þau í sérstakan skóla veldur þvi líka að þau verða félaglega einangraðri og eignast síður íslenska vini og gengur þar með verr að læra íslensku. Þeir kennarar sem hafa haft börn hælisleitenda í bekk hjá sér og hafa tjáð sig opinberlega um málið hafa mótmælt því að það bitni á íslenskum nemendum í skólunum og hafa meira að segja sagt að íslensku börnin læri mikið af því að kynnast þessum börnum.
En hugsanlega er þessi hugmynd einmitt hugsuð til að gera börnin félaglega einangraðri og þannig með færri íslenska vini og lakari íslenskukunnáttu. Þá verður nefnilega auðveldara að reka þau úr landi því þegar börnin eiga marga vini og eru þar að auki farin að geta bjargað sér á íslensku þá verða svo mikil mótmæli þegar það á að reka þau úr landi. Það að banna heimsóknir til hælisleitenda og setja þá lengst upp í sveit virðist vera gert með sama markmið í huga.
Sigurður M Grétarsson, 13.8.2017 kl. 20:18
Alltaf samur við sig Sigurður M. Grétarsson. Ef til er ömurlegur málstaður þá ert þú mættur.
Halldór Jónsson, 13.8.2017 kl. 21:09
Sveinbjörg og hennar fylgjendur nota sömu rök, sömu góðvild og umhyggju og rasistar héldu fram fyrir aðskilnaði svartra og hvítra. Töldu rökrétt og skynsamlegt og undrast það að allt eðlilega hugsandi fólk skuli gagnrýna málflutninginn. Þetta sprettur reglulega upp gegn hinum ýmsu þjóðfélagshópum hjá fólki sem illa getur falið fordóma og fávisku sína.
Gústi (IP-tala skráð) 13.8.2017 kl. 21:45
Já þegar menn eru mættir til að dreifa ömurlegum málstað þá er ég mættur til að tala gegn honum. Hatur sumra gegn hælisleitendum er svo sannarlega ömurlegur málstaður.
Sigurður M Grétarsson, 13.8.2017 kl. 21:54
Sigurður, þið Gústi eruð dæmi um ömurlegar jaðarhugsanir ofstækismanna sem eru brátt komnir í algeran minnihluta á vesturlöndum.
Halldór Jónsson, 13.8.2017 kl. 22:37
Er ég eitthvað að misskilja Sveinbjörgu þegar hún talar um að veita elrlendum börnum sérkenslu í íslensku til þess að þau komist sem fyrst inn í námið.
Arabi sem er 10 - 12 ára, sem kann ekki einu sinni stafrófið, hefur ekkert að gera í kennslustund með íslenskum börnum nema til að tefja alla kennslu. Sveinbjörg talar ekki neinstaðar um að veita ekki þessum börnum kennslu í öðrum námsefnum.
Ég verð að fá einhvern til að leiðrétta mig ef ég hef rangt fyrir mér.
Þekki kennara til magra ára í Svíþjóð, sem sagði að grunnskólakerfið þar hrundi um leið og flóttabörn frá Kósavo og öðrum múslímskum löndum komu inn í landið og reyndar miklu fyrr. Í raun og veru fór allt til andskotans því útlensku börnin voru sett í tíma með heimabörnum um leið og þau komu til landsins.Þessi kennari var sossi (krati) og fannst sjálfsagt að setja börnin strax í tíma. En það var dálítið annað upplitið á kennaranum eftir árið. Ég get ekki haft eftir orðbragðið sem viðkomandi lét út úr sér um þessi börn og því síður foreldrana eftir árs kynni.
Og þetta, eins og Sigurður M. gerir að blanda saman vegabréfslausum aröbum, sem þykjast vera börn og ljúga um alla sína tilvist, við skólakerfið er fráleitt og sýnir veruleikafyrringu af verstu gerð.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 13.8.2017 kl. 22:53
Hérna getur fólk séð hvernig vegabréfslausu "einstæðu börnin milli 20-30 ára" frá Afganistan haga sér í Svíaparadísinni.
Ekki veit ég hvernig þau komust til vesturlanda, nema landráðamaðurinn George Soros geti svarað því.
http://avpixlat.info/2017/08/11/vi-tanker-inte-ga-harifran-forran-utvisningarna-till-afghanistan-stoppas/
Eins og búast mátti við frá þessum kúltúr er frekjan yfirgengileg og okkur vesturlandabúum óskiljanleg.
valdimar jóhannssonv (IP-tala skráð) 13.8.2017 kl. 23:15
Auðvita veltir maður fyrir sér hvort Sigurður M Grétarsson hefði ekki þurft í þannig bekk sem Sveinbjörg nefnir, til að auka skilning á íslensku máli og færni til að átta sig á hvað er í gangi.
Ég læt aftur fylgja með ágæta færslu frá Ágústi H Bjarnasyni fyrir SMG til að fara yfir í rólegheitum og í þeirri trú að hann átti sig á hvað Sveinbjörg var að fara án þess ekki detta í gamalkunnan samsærisgírinn snúnningalast og halda að RÚV hafi gætt fyllsta hlutleysis við vinnslu fréttarinnar.
"Mér finnst einhvern vegin að fáir sem tjá sig hafi hlustað á viðtalið sem fer fyrir brjóstið á mörgum.
Hér fyrir neðan er úrklippa úr þeim hluta sem málið snýst um. Ætti að vera auðskilið flestum:
Væri ekki börnunum fyrir bestu að tekið sé tímabundið á móti þeim í sérskóla þar sem þau fengju fulla athygli og kennslu?
---
" ...Kennarar og félagsráðgjafar sem ég hef rætt við að þeir hafa talað um hversu vandmeðfarið og hversu mikill kostnaður fylgir því að taka á móti börnum sem eru í leit að alþjóðlegri vernd og styðja þá auðvitað til að læra íslensku og komast af stað í námi. Þetta er mismunandi eftir því hvort þetta séu stelpur eða strákar, vegna þess að svo eru þau kannski farin eftir 6 mánuði, 12 mánuði, 1 ár 2 ár þegar búið er að vísa fjölskyldunum úr landi, þá er þetta að einhverju leyti sokkinn kostnaður hjá Reykjavíkurborg.
-
...En þegar þau eru sett inn í bekki vegna þess að við erum með stefnu skóla án aðgreiningar, að þá verður mjög mikill fókus af þessum hópi inni í bekknum sem þarf stuðning, mjög margir sem eru á einhverfurófi, eru með athyglisbrest eða þurfa sérstaka aðstoð í námi sem að fá hana kannski ekki vegna þess að fókusinn er á öðru. Þess vegna hefur þeirri hugmynd skotið upp hvort það sé eðlilegt að það sé bara sérskóli stofnaður sem taki við þessum börnum sem eru að koma með foreldrum í leit að alþjóðlegri vernd. Síðan þegar fjölskyldan er komin með dvalarleyfi á Íslandi, þá fari þau inn í skólana. ...""
Benedikt V. Warén, 14.8.2017 kl. 17:37
Gústi.
Reyndu að þroskast og lesa það sem þú gerir að umræðuefni þínu.
Það er morgunljóst að þú hefur ekki hundsvit á hvað Sveinbjörg var að meina og hefur ekki nokkra nennu að kynna þér heldur.
Betra er að vera talinn hálviti, en að blogga og staðfesta það sem aðrir halda.
Benedikt V. Warén, 14.8.2017 kl. 17:41
Sennilega sækir IKEA nýjustu hnífalínuna sína til Framsóknarflokksins, þá er næsti vörulisti verður gefinn út. Hönnun framsóknarhnífanna hentar öllum tækifærum.: Allt frá smjördreifingu, sem og úrbeiningar og vinastungna, að ógleymdum samherjastungunum landsfrægu. Gott ef ekki er hægt að flá heilt þjóðfélag með Framsóknarkutunum. Aneiða það í strimla og steikja síðan yfir hægum eldi fjölmiðlafárs, með "dassi" af "góða og gáfaðafólksfjölmiðlakryddinu".
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 15.8.2017 kl. 04:14
Enginn kuti getur flakað, sneitt, stungið eða skorið kjána eins og Sigurð M., eða Gústa, enda ólseigir leðurhausar, sem ekkert sker, sökum þvermóðsku og lélegs þankagangs og rætinnar hugsunar. Sennilega hliðarspor af misheppnuðu ræktunarátaki krataræksnisþjóðflokks, báðir tveir. Inn í þá aumu hausa og þeirra langlegnu letibök, komast engir hnífar, aðrir en þeir sem ekkert gera gagn, enda hannaðir til lítils annars en væls og gráturs.....altso Gústi og Sigurður M. Þeir munu aldrei komast í bækling hjá IKEA, nema ef þeim bregði fyrir í mynd af fólki í mötuneytinu, í auglýsingu.(Óafvitandi)
Hnífar af öllu gerðum geta hinsvegar gert margt gagn, nema í Framsókn. Þar ætti hreinlega að banna þá!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 15.8.2017 kl. 04:30
Góður, Halldór Egill.
Benedikt V. Warén, 15.8.2017 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.