Leita í fréttum mbl.is

Þingmanna þversagnir

er fyrirsögn á síðu íslensku þjóðfylkingarinnar. Svo segir þar í framhaldi:

" Kolbeini Proppé virðist þykja í lagi að ríkið borgi 20 milljóna gjald­þrot fyrir hann,* en að sumir Íslend­ingar verði að búa í tjaldi; á sama tíma vill hann láta moka 5500 milljónum í hælis­leit­endur bara á þessu ári - og meira síðar!

Svo segja þessir bullukollar að það þurfi að loka göngu­deild fyrir krabba­meins­sjúka á Land­spítalanum í sumar af því að það vanti 3 milljónir!!!

Það er augljóst hvað þessir óþjóðhollu menn hafa í forgangi: sína "gráu theoríu" (Goethe): pólitíska kreddu innflutta frá evrópskum vinstrimönnum.

* http://www.dv.is/folk/2016/7/1/kolbeinn-proppe-mer-var-radlagt-ad-gefast-upp/ "

Þessi ágæti og hreinskilni  maður Kolbeinn Proppé á vissulega virðingu skilið fyrir að taka opinberlega á sínum málum. En þarf hann ekki að gæta að tæknilegum hliðum þegar hann er einnig sagður vera  væntanlegt þingmannsefni fyrir þjóðina?

Það er mikið notað tískuhugtakið forgangsröðun þegar kemur að ráðstöfun opinbers fjár. Víða virðist krónum vera kastað en aurar sparaðir. Það eru augljósar ýmsar þversagnir í þjóðlífinu um þessar mundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er vissulega virðingarvert þegar fólk kemur hreint fram, eins og KÓP gerir þarna og enn virðingarverðara þegar slíkt er gert fyrir kosningar.

Hins vegar gæti ég aldrei kosið mann til ábyrgðarstarfa sem ekki hefur haft stjórn á sínu einkalífi, hvort heldur er fjárhagslega eða öðru.

Það er því vart við Kolbein að saka, hann sagði frá sinni fortíð fyrir kosningar og að enn ætti eftir að vinna úr hluta þeirrar fortíðar. Þeir kjósendur sem hann kusu ættu hins vegar að skammast sín.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 14.8.2017 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband