Leita í fréttum mbl.is

Lággengið

er heiti á bók eftir Jón Þorláksson verkfræðing, formann og stofnanda Sjálfstæðisflokksins  og forsætisráðherra. Fjölfræðingur sem hann var velti hann fyrir sér eðli peninga og skrifaði þessa bók sér til skilningsauka.  Hann taldi hollt að halda gengi krónunnar uppi og styrkja það. Um framhaldið hefur verið deilt og víst er að útflutningsatvinnuvegir urðu að fá gengisfall til að geta borgað innlendan kostnað.

Því aldrei má lækka kaup á Íslandi heldur bara hækka það þegar vel gengur. Og svo fer bara allt á hausinn í heilagri kjarabaráttunni sem er drifin af þvílíkum vitleysingum að þeir skilja ekki að gengisfall er bara sama og kauplækkun. Jafnvel ráðherra skilur það ekki heldur.

Og víst er að við Íslendingar höfum verið duglegri að fella gengið allar götur síðan en að hækka það. En þó gerðist það fyrst á Davíðstímanum að gengið stórhækkaði og dollarinn féll í verði eftir að hafa snarfallið í alþjóðlegum erfiðleikatímum.  Davíð benti þá á að efnahagsfasi Íslands væri allt annar en Evrópu og gengi krónu og Evru. Það skilja núorðið margir stjórnmálamenn en langt í frá íslenskir Kratar og ýmislegt undirmálsfólk. 

Nú hefur það gerst aftur í minna mæli þó. Dollarinn lækkaði í verði í íslenskum krónum með tilheyrandi lífskjarabót fyrir allan almenning. Þá rjúka upp allskyns spekingar, jafnvel stjórnmálaforingjar og heimta krónuna dauða. Hún sé þjóðarböl sem verði að tortíma og taka upp Evru. Ferðamannabændur óskapast yfir því að ferðamenn vilji ekki borga það sem upp er sett í krónum sem gefi nægilega marga dollara í skiptum.

Einn vinur minn sagði mér frá því að hann fór til Akureyrar og gisti á einu aðalhóteli bæjarins í ca. 16 m2 herbergi. Það kostaði 560 dollara nóttin. Hann fór út að éta á næstu sjoppu og þar borgaði hann 45 dollara fyrir plokkfisk og sneið af rúgbrauði með.

Hann var nýbúinn að vera í Berlín og þar gisti hann á Hilton í 50 m2 herbergi sem kostaði 260 dollara nóttin. Þar fékkst ekki plokkfiskur en hann fékk að éta vel og bjór með fyrir 30 dollara.

Getur ekki verið að íslenskir ferðaþjónustugreifar og jafnvel ráðherrar  þurfi að fara að lesa bók Jóns Þorlákssonar til að átta sig á gengismálum? Getur ekki eitthvað annað komið til í efnahagslífinu eða mannlegri hegðan en gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum?

Er Lággengið verra en Hágengið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband