18.8.2017 | 15:02
Hvöt heimtar prófkjör
til framboðslista fyrir Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík að vori.
Fréttablaðið birtir eftirfarandi tilkynningu frá Hvöt:
"Um öll Vesturlönd verður sú krafa sífellt háværari að auka beina aðkomu almennings að stjórnmálum. Þeir flokkar sem verða ekki við þeirri kröfu eru í mikilli hættu, þeir fjarlægjast fólkið, einangrast og missa af samtíma sínum.
Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari þróun, stjórnmálin eru í mikilli deiglu þessa dagana, fylgið á hreyfingu, nýir flokkar hafa sprottið upp og krafa um breytt stjórnmál er hávær.
Við þessu þarf Sjálfstæðisflokkurinn að bregðast eins og aðrir hefðbundnir flokkar. Flokkar sem þróast ekki með samtíma sínum og tíðaranda eru í mikilli hættu, alveg óháð mikilvægi þeirrar stefnu og hugmyndafræði sem þeir standa fyrir. Það er ekki nóg að hafa góða stefnu ef enginn vill hlusta.
Við þessar aðstæður má það furðulegt heita að fámennur hópur í Valhöll ætlar nú að þrengja aðkomu almennra flokksmanna að vali á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Verði tillögur umrædds hóps samþykktar fá flokksmenn einungis að velja hver það verður sem leiðir lista flokksins, í önnur sæti ætlar fámennur hópur að velja vini sína á fundi í lokuðu herbergi.
Þessi tillaga færir Sjálfstæðisflokkinn áratugi aftur í tímann, frá fólkinu í átt að klíku- og fámennisstjórnmálum. Í stað þess að efla fólkið í Sjálfstæðisflokknum og treysta því til að velja frambjóðendur flokksins á að taka upp vinnubrögð löngu liðins tíma, vinnubrögð sem endurspegluðu allt annað þjóðfélag en það sem við búum við í dag.
Þessi tillögugerð er því fráleit í ljósi þeirrar þróunar sem nú stendur yfir í stjórnmálum og hún er til þess fallin að skaða Sjálfstæðisflokkinn í bráð og lengd. Aukin aðkoma almennings og aukið lýðræði eru lykilhugtök í stjórnmálum þessa dagana. Hin furðulega tillaga meirihluta stjórnar Varðar gengur þvert á slík sjónarmið og í raun vandræðalegt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að fylgjast með fulltrúum þessa hóps reyna að rökstyðja hana á opinberum vettvangi.
Þar til viðhlítandi rök hafa verið færð fyrir nauðsyn þess að draga úr áhrifum almennra flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum hljótum við að sameinast um að tryggja að þessi tillaga verði ekki samþykkt. Þvert á móti eigum við að kappkosta að Sjálfstæðisflokkurinn sýni í verki að hann treysti eigin flokksmönnum til að velja frambjóðendur sína.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir ekki eigin félagsmönnum, fólkinu sem myndar Sjálfstæðisflokkinn, hversu líklegt er þá að almenningur treysti Sjálfstæðisflokknum?"
Svo mörg voru þau orð.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum áratugum einn haft þann styrkleika meðal stjórnmálaflokka að bjóða almenningi að velja framboðslista flokksins. Ég hef alltaf orðið var við það hinsvegar að það eru alltaf valdamenn innan flokksins sem treysta ekki dómi fólksins. Treysta ekki flokksmönnum og telja sig vita betur.
Nýlegt dæmi er þegar formaður flokksins kom til fundar Kjördæmisráðs Suðvesturkjördæmis þegar hann átti að vera byrjaður og krafðist þess að fá að breyta listanum sem stjórni ætlaði að leggja fram og sem kom út úr prófkjörinu.Fundarmenn voru látnir bíða meðan hann frekjaðist í því að færa þingmenn niður og troða sínum gæðingi inn á milli. Þeir voru allir svo miklir ræflar að láta formanninn kúga sig til verksins og mættu svo eins og barðir hundar á fundinn klukkutíma síðar og kysstu allir á vöndinn. Ekki fannst mér þeir rísa hátt við þetta tækifæri þó að vesalingur minn lyppaðist líka niður fyrir ofbeldinu.
Það vildi nú svo seinna til að sá sem greinilega átti mestar líkur á að missa þingsæti sitt hélt því samt þrátt fyrir þetta vegna óvæntrar fylgisaukningar flokksins sem auðvitað var ekki vitað fyrirfram. Auðvitað geta allir skýrt slíkt sér í hag og þakkað sér án þess að í móti verði mælt.
Nú bíða menn hvað þessi sami formaður gerir á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ætlar hann að treysta flokksmönnum til að velja í embætti eða ætlar hann að stjórna flestu sjálfur? Maður bara bíður eftir því hvað óróasveit unglinganna dettur í hug eins og síðast þegar Áslaug Arna velti Gulla og skrílslæti þeirra og Unnar Brár komu í veg fyrir vitrænar umræður um málefni flóttamanna og hælisleitenda í fundarlok.
Eftir svona flokkslegar uppákomur geta menn svo sem efast um það hvort eigi yfirleitt að halda þessi prófkjör af því að sé niðurstaða ekki einhverjum þóknanleg eða tæknilega bindandi, þá megi breyta henni? Menn geta þá líka spurt sig til hvers einhver kjördæmisráð eða skipulagsreglur séu yfirleitt þegar hægt er að breyta öllu eftir smekk einstakra manna.
Mín reynsla er sú að það hafur alltaf leitt til verri vegar í kosningum fyrir Sjálfstæðisflokkinn ef fitlað er við niðurstöður prófkjara, hversu óánægður maður er með niðurstöðuna. Og mín reynsla er orðin talsvert löng þó vitlaus sé.
En maður er yfirleitt alltaf óánægður í pólitík því auðvitað veit maður sjálfur alltaf best og betur en þessir kjósendaasnar. En svona er þetta bara. Það er nefnilega móðgun við þá flokksmenn og stuðningsmenn sem lögðu á sig að mæta og kjósa, að segja við þá þið eruð fífl sem ég ætla að hafa vit fyrir af því að ég er svo sniðugur. Auðvitað geta prófkjör mistekist en yfirleitt bara ekki ef kjörsóknin er í lagi. Yfirleitt vinnur nefnilega besta fólkið.
Þetta held ég að Hvatarkonur sjái talsvert skýrar en þessi stjórn Varðar sem viðrað hefur hugmyndir um handval frambjóðenda eins og var tíðkað hér áður fyrr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór
Auðvitað er galið að bjóða kjósendum upp á prófkjör og fikta síðan í niðurstöðum þess. Annað hvort er prófkjör eða uppstilling!
Vandi Sjálfstæðisflokks í Reykjavík er þó ekki hvort farið er í prófkjör eða uppstillingu, vandinn þar á bæ er skortur á frambærilegu fólki.
Nú hefur Halldór Halldórsson ákveðið að víkja og er það vonandi flokknum til hagsbóta. Nokkrir hafa verið nefndir sem arftakar og sumir jafnvel boðið sig fram. Enn sem komið er hefur þó enginn sem hefur getu og kjark stigið fram né verið nefndur. Þetta fólk sem nefnt hefur verið er auðvitað allt hið ágætasta fólk, svona eins og Halldór Halldórsson. En það fer þó ekki alltaf saman gæði og staðfesta.
Það er magnað að sá stjórnmálaflokkur sem ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka, skuli ekki finna sér frambjóðendur við hæfi, frambjóðendur sem eru tilbúnir að standa á sinni sannfæringu og gildum síns flokks. Auðvitað er slíkt fólk til innan flokksins og jafnvel innan borgarmarka Reykjavíkur. Meir heyrist þó til slíkra einstaklinga utan borgarmarkanna.
Það er á kristaltæru að ef flokkurinn finnur ekki frambjóðanda sem hefur kjark og þor til að standa á stefnu flokksins og þá persónutöfra sem til þarf að sannfæra kjósendur, munu vinstri afturhaldsöflin halda velli í höfuðborg okkar landsmanna.
kveðja
Gunnar Heiðarsson, 18.8.2017 kl. 21:15
Sæll Halldór.
Kann að vera að sá texti sem þú birtir hér
sé skoðun formanns Hvatar en ekki tilkynning
frá Hvöt ?
Ekki svo að skilja að hvatarkonur geti ekki hamið
hvatir sínar á ritvellinum öllu heldur
að rétt skuli vera rétt.
Húsari. (IP-tala skráð) 19.8.2017 kl. 10:02
Já Gunnar Heiðarsson
Þú hefur líklega lög að mæla sem oftar í hinni stóru mynd. Ég er hræddur um að eitthvað mikið þurfi að gerast í framboðsmáli flokksins ef breyting eigi að verða á. Það verða að koma til persónutöfrar og sannfæring hjá þeim leiðtoga sem tekur verkið að sér, ef einhver virkilega hæfur finnst.Því miður hefur enginn enn bent mér á þann líklegan kandidat sem býr yfir nægilega ferskum og söluvænum hæfileikum til þessa verkefnis. Kandidatinn verður líka að vilja sjálfur en ekki láta nauðugur undan þrýstingi.
Halldór Jónsson, 19.8.2017 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.