Leita í fréttum mbl.is

Til hvers?

á fólk að kjósa V.G?

Þessi furðuflokkur hélt landsfund fyrir helgina.

Svo segir í fréttum:

" Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn ætli sér stærri hlut í sveitarstjórnarkosningunum í vor, enda hafi ekki gengið eins vel þar og á landsvísu. Katrín gagnrýndi samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í ræðu sinni á flokksráðsfundi Vinstri grænna í morgun.

 Á fundinum, sem haldinn er í Logalandi í Borgarfirði, er starf flokksins í vetur undirbúið og þá sérstaklega fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. En fundurinn hófst að vanda á ræðu formannsins, Katrínar Jakobsdóttur, og þar var ríkisstjórnin gagnrýnd harðlega á margan hátt. Hún, og síðasta ríkisstjórn, hafi dregið úr jöfnuði í samfélaginu, til að mynda með niðurskurði til framhaldsskóla og háskóla.

„Sama má segja um þær skattbreytingar sem hafa verið gerðar sem eru til þess fallnar að auka misskiptingu og ójöfnuð í samfélaginu. Þetta er nokkuð sem við teljum að leiði ekki til betra samfélags fyrir heildina og við viljum sjá gagngera stefnubreytingu á þessum sviðum,“ segir Katrín.

Þá geri ríkisfjármálaáætlun ekki ráð fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja, sem þó sé brýn þörf á. Katrín gagnrýnir þar sérstaklega samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins - Viðreisn og Bjarta framtíð. „Við auðvitað horfum til þess að þeir flokkar sem töluðu fyrir kerfisbreytingum sitja nú í ríkisstjórn sem virðist snúast um að standa vörð um óbreytt kerfi hvort sem litið er til þessara málaflokka sem ég nefndi áðan eða annarra málaflokka, og þar hafa athafnir svo sannarlega ekki fylgt orðum.“

Katrín hefur einnig áhyggjur af vaxandi óróa í alþjóðasamfélaginu. Þar séu Íslendingar ekki undanskyldir og til að mynda sé verði að stilla fátæku fólki og hælisleitendum upp sem andstæðum, sem sé ekki í boði. En flokksráðsfundurinn snýst að stórum hluta um að undirbúa sveitarstjórnarkosningarnar í vor, þar sem flokkurinn hyggst styrkja stöðu sína. „Þar höfum við ekki náð jafn góðum árangri og á landsvísu en við lítum svo á að þar eigum við óplægðan akur og hyggjumst leggja mikið á okkur til að plægja þann akur.“

Hvað akur ætlar þessi flokkur að plægja? Sýndi hann sig ekki í því að þora ekki að mynda ríkisstjórn vegna persónulegrar ólystar formannsins á Sjálfstæðisflokknum? Ekki til þess að leysa verkefni fyrir landsmenn og kjósendur flokksins? Ekki til þess að hafa áhrif á þá málaflokka sem hún sendir núna vanefndaskeytin til ríkisstjórnarinnar?

Hvaða erindi á svona flokkur með svona formann yfirleitt í stjórnmál? Til hvers ættu menn að kjósa flokk sem þorir ekki í stjórn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Björn Bjarnason fer í sauman á ræðu katrínar á flokksþinginu í Borgarnesi:

"Katrín Jakobsdóttir sagði í ræðu sinni að aukin misskipting stafaði af því efnahagskerfi sem við búum við og þeim stjórnamálaöflum sem hafa verið ráðandi undanfarna áratugi. Um þetta skrifar Björn:

Hvað felst í þessum orðum? Hvaða efnahagskerfi vill flokksformaðurinn? Kerfið í Venezúela? Þar er skýrasta dæmið um örlög þjóðar sem lýtur stjórn manna sem risu gegn „því efnahagskerfi og þeim pólitísku stefnum sem hafa verið ráðandi undanfarna áratugi“.

Í Venezúela hefur Sameinaði sósíalistaflokkurinn (Sameiningarflokkur alþýðu, sósíalistaflokkurinn?) verið við völd í 18 ár með hörmulegum afleiðingum. Flokkurinn komst til valda með þau orð á vörunum að hann mundi vinna gegn misskiptingu og ójöfnuði.

Nú hefur Nicolãs Maduro, einræðisherra Venezúela, svipt þjóðþing landsins völdum í krafti þess að komið hafi verið á fót stjórnlagaþingi. Minnast má þess að meðal fyrstu verka ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms J. eftir að Norðmaður hafði verið gerður að seðlabankastjóra var að reyna að koma hér á fót stjórnlagaþingi til að svipta alþingi völdum. Steingrímur J. notaði bankahrunið sem skálkaskjól til að innleiða sósíalískt skattakerfi. Festa átti þjóðina í skuldafjötra með ICESAVE-samkomulaginu og framselja fullveldið með aðild að ESB.

Aðförin gegn alþingi misheppnaðist. Már Guðmundsson tók við af Norðmanninum í seðlabankanum og situr enn og ekki hefur verið gert róttækt uppgjör á skattaæði Steingríms J. Samt kvartar Katrín Jakobsdóttir yfir misskiptingunni."

Er hín með jarðsamband yfirleitt þessi kona?

Halldór Jónsson, 20.8.2017 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband