Leita í fréttum mbl.is

United Silicon

á undir högg að sækja.

Flest hefur gengið á afturfótunum hjá fyrirtækinu og því hefur tekist að lenda upp á kant við allt og alla í kring um sig. Flestir djöflast á því og svo mjög er saumað að því að við liggur að það fari barasta beint á hausinn. Hver á þá að kosta niðurrifið og hreinsunina aðrir en  fýlupokarnir sjálfir í Bæjarstjórninni?

Innlendir aðilar hafa fjárfest gríðarlega í fyrirtækinu. En framtíðarhorfur þeirra lífeyrisþega sem eiga peningana virðast ekki góðar ef því verður ekki bjargað. Enginn þorir að taka af skarið og gera það sem til þarf eigi lífeyrir flugmanna ekki að lækka stórlega í framtíðinni. 

Það er eitthvað að þarna. Hugsanlega mannlegir samskiptaerfiðleikar sem leiða svo af sér aðra erfiðleika.  Fyrirtæki sem átti að færa þeim Útnesjamönnum björg í bú liggur undir stöðugum árásum yfirvalda sem heimta því lokað. Stjórnendur virðast ekki geta svarað fyrir sig á neinn sannfærandi hátt og fýlan vex.   

Hér dugar greinilega ekkert hálfkák lengur. Er nokkuð annað í stöðunni en að einhverjir, til dæmis ÍAV og Arion, sem eiga hagsmuna að gæta, taki þetta fyrirtæki yfir, skipti um framkvæmdastjórn og andlit fyrirtækisins og komi því í gang almennilega svo það uppfylli allar kröfur? 

Mér finnst það ekki mega gerast að svona þjóðþrifafyrirtæki leggi upp laupana í fýlu og fússi þegar svona mikið er komið upp af því sem til þarf að reka þarna fyrirmyndarverksmiðju. Verða Suðurnesjamenn ekki að breyta um afstöðu, tón og takt og reyna að bjarga fyrirtækinu í stað þessa bara að rakka það svona niður með öllum tiltækum ráðum?

Segja heldur: Upp með United ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki öll nótt úti enn. Þekki fólk sem býr ekki langt frá fullorðið fólk og það hefur ekki fundið fyrir neinu . Smá brunalykt kannski . Bræðslulyktin í frá síldar og loðnubræðslum kringum landið hafa örugglega verið rammarifnyk  en þetta.Fólk var umburðarlyndara eða þorði ekki að mótmæla bræðslufýlunni. Núna þegar nóg er að gera í ferðaþjónustunni og ekki eins mikil þörf fyrir þetta fyrirtæki og 2009 fara margir að kvarta og vilja fyrirtækið burt.

Hörður (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 13:45

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, ætli sé ekki eitthvað ofsagt í þessum málum? En verður ekki að redda þessu og koma í lag? Fólksins vegna?

Halldór Jónsson, 20.8.2017 kl. 14:45

3 identicon

PCC BakkiSilicon hf. bauð í dag Húsvíkingum og nærsveitungum i heimsókn á starfsvæði fyrirtækisins á Bakka við Húsavík. Framleiðslan heft seint á þessu ári. Mér lýst mjög vel á allar framkvæmdir, enda traustir og kompetent Þjóðverjar sem eiga og reka fyrirtækið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.8.2017 kl. 16:45

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hraustlega mælt í núverandi stöðu að kalla fyrirtæki með hátt á annan milljarð í vanskil, sem urðu áður en mengunarvandræðin byrjuðu, þjóðþrifafyrirtæki. 

Ómar Ragnarsson, 20.8.2017 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband