Leita í fréttum mbl.is

Orkuveituhúsið

er það virkilega ónýtt?

Eins og það er fallegt Vesturhúsið og bæjarprýði.

Hvernig er það, þarf mygla ekki raka til að þrífast? Getur komið mygla í þurrt hús? Kemur ekki allstaðar allstaðar mygla þar sem er raki og engin loftræsing?

Er ekki hægt að hita húsið, þurrka það upp og blása út rakanum?

Á ég að trúa því að ekkert sé hægt að gera nema fyrir milljarða? Á ekki Orkuveitan nógan hitakraft og rafmagn?  Ekki þarf hún að safna raka í einangrun í veggjunum?

Mér finnst alveg ófært að þetta fallega hús sé bara dæmt ónýtt. Þegar Dagur B. seldi það gæðingum sínum og gróðapungum alfarið með belti og axlaböndum á ábyrgð Orkuveitunnar fyrir örfáum árum, var þá ekki allt í lagi og úttekið?  Hvað breyttist svona skyndilega? Af hverju á Orkuveitan bara að borga fyrir hús sem hún á ekki? Hvaða viðskiptaséní sáu um söluna? Ekki Alfreð Þorsteinsson að minnsta kosti, svo vitlaus er hann ekki einu sinni. Þurfa þeir ekki að svara fyrir sína afleiki?

Come On. Eigum við að gleypa allt hrátt sem þetta vinstra lið segir um Orkuveituhúsið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er enginn byggingarsérfræðingur en ég tel að það sé búið að mála skrattann á vegginn kröftuglega. Trúi ekki öðru en að hægt sé að lagfæra vesturhúsið með einhverjum ráðum.Það á innan við milljarð.Bara mín trú.

Hörður (IP-tala skráð) 29.8.2017 kl. 21:55

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hörður, ég deili þeirri trú með þér fullkomlega,

Halldór Jónsson, 29.8.2017 kl. 22:01

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hörður, hvað myndu verkfræðistofur og arkitektar leggja til í eigin þágu? Brjóta niður svo hægt sé að teikna nýtt og fá meiri pening? Atvinnubætur?

Halldór Jónsson, 29.8.2017 kl. 22:02

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sama dellan og með Kársnesskóla í Kópavogi. Strýheilt hús sem þeir ætla að mölva niður spekingarnir.

Halldór Jónsson, 29.8.2017 kl. 22:03

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Veltu því fyrir þér Hörður ef öll einangrun væri tekin úr veggjunum og húsið kynt almennilega hvað myndi gerast með mygluna?

Halldór Jónsson, 30.8.2017 kl. 08:28

6 identicon

Það er verið að lagfæra blokkir um allan bæ . Þarf bara ekki að skipta um klæðningu í austurhúsinu og setja nýja einangrun ? Fá vatnsþéttari klæðningu.

Hörður (IP-tala skráð) 30.8.2017 kl. 22:36

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Enga einangrun Hörður, hún eyðileggur klæðinguna enda eiga þeir orkuna sjálfir og þurfa ekki að spara hana.Klæðningin er í lagi.

Halldór Jónsson, 31.8.2017 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband