Leita í fréttum mbl.is

Hófsemi og yfirvegun

kemur fram í bréfi Gunnars Heiðarssonar til mín. Hann skrifar:

" Það er undarleg lenska sjálfskipuðu fræðimannanna á svið loftlagsfræða, að vilja alltaf miða við hvernig loftslagið var hér á jörðu í byrjun 20 aldar, undir lok litlu ísaldar.

Vill virkilega fólk hafa slíkt veðurfar á jörðinni? Þar sem uppskerubrestur var nánast árlegur, sökum kulda og siglingaleiðir lokaðar stórann hluta árs. Vilja Íslendingar fá aftur slíkt veðurfar, þegar hægt var að fara gangandi milli Akraness og Reykjavíkur á ís?

Það er engum blöðum um að flétta að veðurfar á jörðinni hefur batnað, frá lokum litlu ísaldar. Er það svo slæmt?

Hvert hið "rétta" hitastig jarðar skuli vera hefur enginn getað svarað, enda sennilega alltaf rétt hitastig á jörðinni, bara mis hátt.

Um ástæður þess hvers vegna hitastig hefur hækkað, frá lokum litlu ísaldar eru menn hins vegar ekki sammála.

Gróðapungar halda sínu fram og hafa keypt til sín fjölda "fræðinga" til að halda upp sínum málstað. Alvöru loftlagsfræðingar halda hins vegar fram að þetta skapist af náttúrulegum orsökum, að orsakavaldurinn sé fyrst og fremst sólin.

Hvað um það, þá má maður þakka fyrir að lifa svona góðæri. Hversu lengi það varir veit enginn, en vonandi að börn manns og barnabörn fá sem lengst að njóta þessa góða loftlags. Það mun kólna aftur."

Vilja okkar loftslagsspekingar úr röðum vinstri manna, aðallega úr VG, virkilega að við fáum aftur harðindaár með grasleysi?Vilja menn fá litlu ísöldina aftur þegar Ísland var nær óbyggilegt til landsins ár eftir ár?. Vilja menn hafís á Húnaflóa og túnakal ár eftir ár eins og var upp úr 1960?

Það væri gaman að vita hvað þeir telja eðlilegt árferði kommatittirnir? Þeir þekkja víst ekki  hófsemi eða yfirvegun í loftslagsumræðum frekar en í þjóðfélagsréttlætinu, kjaramálum eða þessháttar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Íslendingar getum deilt um það, í það óendanlega, hvort loftlagsbreytingar séu af mannavöldum eða ekki, en við getum sáralitlu breytt um það.

Hins vegar er það lítið mál, ef við viljum skipta um þjóð í landinu. Það getur gerst á nokkrum áratugum.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 31.8.2017 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband