Leita í fréttum mbl.is

Jón Kristinn Snæhólm

stjórnmálafræðingur var í síðdegisþætti hjá Pétri Gunnlaugssyni þann 31 ágúst.

Jón var aðstoðarmaður Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar  Borgarstjóra á sínum tíma og gjörþekkir stjórnmálin í Reykjavík frá fyrstu hendi.

Jón fór yfir þá sem nefndir hafa verið til sögunnar sem leiðtogaefni Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum svo og helstu andstæðingana. Hann sagði Dag B. Eggertsson vera mikinn stjórnmálamann með mikla reynslu að baki sem ekki væri auðveldur viðfangs, Hann sagðist hafa beðið Halldór Halldórsson að stíga til hliðar vegna þess að flokkurinn hefði ekki náð vopnum sínum undir hans forystu. Jón kvaðst vera fylgjandi almennum prófkjörum en ef ætti aðeins að vera leiðtogaprófkjör, þá  skyldi hann fara yfir listann með Pétri.

Páll Magnússon væri öflugur stjórnmálamaður en hann væri utanbæjarmaður sem myndi eiga við þá ímynd að glíma hvað sem hans miklu hæfileikum liði.

Hann nefndi Eyþór Arnalds sem stungið hefði verið upp á. Hann sagði ljóst að það færi ekki saman að vera aðalhluthafi Árvakurs og Borgarstjóraefni svo að Eyþór væri ekki líklegur kandídat. Eyþór hefði vissulega unnið stjórnmálaafrek í Árborg í skugga persónulegs áfalls sem hann hefði unnið úr með því að stíga fram fyrir þjóðina í auðmýkt.Hann hefði sigrað í kjölfarið og gert mikla hluti í Árborg.

Hann nefndi Kjartan Magnússon sem sigurstranglegan og mikilhæfan Borgarfulltrúa sem hefði allt til að bera til að geta fengist við Dag.B. með sína mjög miklu þekkingu og reynslu í Borgarmálum og líka nauðsynlegan húmor.

Hann taldi Mörtu mikilhæfan Borgarfulltrúa en hann sæi ekki að hún væri að leiða listann og líklega Áslaug Friðriks ekki heldur. Svanhildur Hólm sagði hann hafa heyrt eftir henni haft að heldur myndi hún bryðja gler heldur en að bjóða sig fram í forystusætið og Borgar væri heldur ekki á leið í hlutverkið úr aðstoðarmannsembætti sínu.

Davíð Oddsson hefði verið alveg einstakur leiðtogi og Ingibjörg Sólrún hefði haldið út svo lengi sem hún gerði af því að hún lærði af Davíð hvernig maður ætti að gera sem Borgarstjóri.  Hver sem ætlaði að fara fram til forystu ætti að fara upp í Hádegismóa með svefnpoka til að læra af Davíð hvernig ætti að bera sig til.

Ég hafði áður látið mér detta í hug í öllum svona spekúlasjónum að stinga upp á Gunnari Birgissyni til að fara fram í leiðtogaprófkjörið. En því var ekki vel tekið norðan heiða enda Gunnar þrælupptekinn við að gera góða hluti í bæjunum sínum Ólafs-og Siglufirði þar sem kallinn er heldur betur búinn að hrista upp í hlutunum á þremur árum.

Niðurstaðan úr spjalli þessara heiðursmanna var eiginlega sú að maður varð engu nær um mögulegt leiðtogaefni.

Þá fór ég nú að hugsa með sjálfum mér eigin hugdettu. Hvað er með Jón Kristinn sjálfan? Maður með yfirburða stjórnmálaþekkingu. Nýr maður algjörrar reglusemi eins og Eyþór. Húmoristi eins og Kjartan. Reynslubolti í pólitík með söguna á hreinu eins og Davíð. Mælskur baráttumaður. Fyrrum aðstoðarmaður Borgarstjóra. Konsúll. Afburða skemmtilegur kall.

En kannski er Jón bara kominn í viðskipti eins og Eyþór. Og kannski langar hann ekki sjálfan frekar en hann. En hann gæti það alveg hæfileikanna vegna er ég viss um.

Jæja, ég á ekki að vera að bulla svona um hluti sem mér koma ekki við. Það var allavega gaman að hlusta á þessa menn á Sögu þar sem menn geta hlustað á þáttinn ef menn vilja og ég mæli með því menn geri það þar sem þátturinn er bráðskemmtilegur. 

Fyrir dyrum stendur að leitað er að leiðtogaefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ég er þeirrar skoðunar að það fyrirkomulag sé meingallað miðað við að bjóða Reykvíkingum að kjósa sjálfum í opnu prófkjöri og tilkynna fyrirfram að hvorki formanni flokksins né öðrum yrði leyft af fitla við niðurstöðurnar hvað sem kynjahlutfalli liði. Ég held að þetta væri eina færa leiðin fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík til að vinna nægilegan sigur í komandi kosningum.

En auðvitað hef ég ekki mest vit á þessu frekar en öðru í pólitík.

Jón Kristinn Snæhólm myndi vita meira um þetta en  ég. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór.

Það er engu líkara en einhver hluti
af Jesú Kristi og Maríu Mey búi innan
sálarmusteris Dags B. Eggertssonar.

Hann stýrir liði sínu sem snjall hershöfðingi;
menn eru í takti en skrokkskjóðast ekki um
allar koppagrundir.

Dagur hefur aga á sínu liði meðan allt logar stafna
á milli innan Framsóknarflokks og reyndar
Sjálfstæðisflokks líka sbr. ákall Hvatar um prófkjör
en niðurstaðan er leiðtogakjör svo sem allir vita
og enginn veit hverjum skal etja á foraðið.

Var þetta svo könnun eða hönnun sem bitist nýlega?

Ég er ekki viss um að það dugi gegn gæfu
Dags og hans félaga!

Húsari. (IP-tala skráð) 2.9.2017 kl. 15:57

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Kristinn er að vísu utanbæjarmaður eins og Páll, en gjörþekkir borgarapparatið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.9.2017 kl. 19:03

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

Næst síðasta setningin hjá þér var swú eina af viti í dag

Kristmann Magnússon, 3.9.2017 kl. 08:43

4 identicon

Halldór, ég tek þessu komplimenti þínu sem vingjarnlegu gamni og þakka þér fyrir það. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.9.2017 kl. 12:01

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hörður, það sem ég meinti að atrhugasemdin við færsluna hér á undan var skynsamleg og þér finnst sjálfsagt merkilegt að akkert annað lýsingarorð fylgi með í ljósi fyrri samskipta?

Halldór Jónsson, 3.9.2017 kl. 12:09

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Mannsi, þú ert glöggur mannvitsstólpi ap vanda pólitískt fáum líkur eins og aðrir Mýrarbísar úr Grænuborg.

Halldór Jónsson, 3.9.2017 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband