Leita í fréttum mbl.is

Sögu íslenskra stórlaxa

lauk þegar Laxeldisstöð Ríkisins var stofnuð í Kollafirði.

Þá hófst skipulögð ræktun á smálaxi sagði einn gamall og vís laxveiðimaður við mig.

Hann sagðist muna þá tíð í Andakíl að hann var að sækja lax í gildrur í sjónum. Hann var þá sjálfur um 20-40 kíló og þurfti að slást við laxana sem oftlega höfðu hann undir þegar hann var að reyna að poka þá. Hann man eftir mynd þar sem einn er sporðbundinn á aktygjabogann á Molda gamla og hausinn dregst við jörð í 90 gráðu horni. Ég þekkti sjálfur hann Molda sem var traustur vagnhestur sem kunni tölt og rak upp rassinn og jós ef við slógum í hann. Góður hestur hann Moldi og enginn smáhestur, sem dró snúnings- og rakstrarvélar allan daginn án þess að kvarta þangað til að vélaöldin gekk algerlega í garð í Borgarfirðinum.

Elli á Kvíum blessaður sagði mér eftirfarandi sögu í Kjarrá:

" Í þá daga voru laxarnir stórir sjáðu til. Hann setti í hann uppi í Kodda og barðist við hann alla leið niður eftir en missti hann loks í Wilson sem svo heitir síðan eftir hinu enska veiðimanni. Fleiri kílómetra leið."

" Nú veiðast ekki nema puttar í íslenskum laxveiðiám. Tuttugu og fjögra punda fiskar þykja stórir. Í gamla daga voru þeir oft helmingi stærri. Það er búíð að rækta þá úr stofninum sagði veiðimaðurinn gamli að lokum".

Þetta er býsna hlálegt í þeirri umræðum sem oft heyrist núna um erfðablöndun laxins úr kvíaeldi. Skaðinn er nefnilega löngu skeður og sögu íslenskra stórlaxa er löngu lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Venjulega eru norsku eldislaxarnir stærri en meðal-laxar;

þess vegna eru þeir notaðir í eldi af því að það er búið að kynbæta þá með sama hætti og kindur eru kynbættar;

=Að sterkustu og heilbrigðustu einstaklingarnir eru paraðir saman með skipulögðum hætti= Það eru kallaðar kynbætur á jákvæðan hátt.

Þess vegna gæti það að vera kostur fyrir íslenska laxastofninn að fá ný gen í sinn stofn úr kynbættum stórum löxum; að einhverju leiti.

Jón Þórhallsson, 3.9.2017 kl. 17:12

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það getur alveg eins stafað meiri hætta fyrir laxastofn í á ef að þangað kæmu aldrei neinir flökkulaxar með ný gen í stofninn.

=Hvað myndi t.d. gerast ef að það kæmu aldrei nýjir makar út í Hrísey með ný gen?

Jón Þórhallsson, 3.9.2017 kl. 17:18

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Erum við ekki alltaf að fá fréttir af stórlöxum í öllum íslenskum veiðiám?

Jón Þórhallsson, 3.9.2017 kl. 18:03

4 identicon

Þegar stórlaxinn í Langá á Mýrum var að hverfa vegna ofveiði, var farið út í það að setja laxaseyði í ána. Þetta er fyrir mögum árum síðan,
En það var ekkert í boði nema svokallaður Elliðaárlax, sem ræktaður var í Kollfirðinum og við Elliðaár í Reykjavík. Allir sem veiða lax vita að þessi lax er um 8 pund að meðalstærð og því algjörir tittir miðað við frumstofninn í Langá, sem hafði sína sérstöku lögun og lit.
Það hljóp illu blóð í marga þekkta veiðimenn við þennan gjörning og fékk veiðimálastjóri að finna fyrir  því óþvegið.
Betra hefði verið að friða ána og bíða í nokkur ár og leyfa frumstofninum að ná sér.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 3.9.2017 kl. 19:51

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þekkirðu Ella í Kvíum, þann væna dugnaðarmann.

Ég var í sveit hjá Ólafi föður hans og (næsta sumar) hjá Geira bróður Ella (Þorgeiri). Nú býr Þorsteinn sonur Ella í Kvíum.

Jón Valur Jensson, 3.9.2017 kl. 20:01

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jón Valur

Mikill ágætismaður hann Elli og skemmtilegur sagnaþulur.

Já Valdimar, þetta rennir stoðum undir þessar sögur af fyrri tíðar stórlöxum rins og Elli sagði frá og veiðimaðurinn úr Andakílsgildrunum.

Meinið er að mannleg inngrip hafa truflað náttúrvalið hans Darwins.

Halldór Jónsson, 3.9.2017 kl. 20:51

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hafa kynbætur á hrossum til reiðmennsku ekki orðið til góðs á allan hátt?

Jón Þórhallsson, 3.9.2017 kl. 21:47

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Það hafa ekki verið fluttir inn aðrir hrossastofnar. Laxinn kom úr hafinu, ýmsir stofnar. Það er talsvert annað að einrækta eitt afbrigði og láta þeu taka yfir.

Halldór Jónsson, 4.9.2017 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband