4.9.2017 | 08:51
Að hverju leitar fólk?
þegar það hugsar um framtíð sína?
Þessi spurning kemur í hugann þegar maður veltir fyrir sér stjórnmálum samtímans.
Það hefur fylgt mannkyni lengi að leita að einhverju öðru en veruleikanum til að trúa á. Ef ekki annars heims þá þessa, þar sem nýr leiðtogi leiðir fólkið til betra lífs.
Davíð Oddsson veltir þessu fyrir sér í Reykjavíkurbréfi sínu í Morgunblaðinu um helgina.
Þar segir hann m.a.:
"Bratt baráttufólk er hverjum málstað mikilvægt. En það breytist í andhverfu sína þegar tekið er að ganga freklega yfir réttindi annarra, hleypa upp fundum þar sem önnur sjónarmið en mótmælenda koma fram. Næsta stig ER svo sívaxandi ofbeldi með alvarlegri afleiðingum.
Skipuleggjendur óeirða af þessu tagi koma flestir úr vinstra litrófinu, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og ekki síst úr háskólasamfélaginu. Því spyrja margir sig hvers vegna óþol fyrir skoðunum annarra hefur vaxið svo hratt þar á síðustu árum og hart og opið gengið fram í að kæfa þær raddir sem falla ekki að viðurkenndum rétttrúnaði. Þá undrast margir að stjórnmálalegir leiðtogar réttlæta hvað eftir annað framgöngu af þessu tagi eða í það minnsta afsaka hana beint eða óbeint.
Þá var mikið í húfi
Forðum tíð sneri úlfúð og mótmæli að öðru en því sem nú er efst á blaði. Misskiptingu gæða. Fáum atvinnutækifærum og þrengri kostum stórra hópa en líðandi væri. Með öðrum orðum sjálfri lífsbaráttunni. Lífskjörum hefur fleygt fram á Vesturlöndum síðustu öld og rúmlega það. En baráttan um þessi efni átti rétt á sér og kallaði iðulega á öflugar hreyfingar, ekki síst á vinstri kanti stjórnmálanna. Á þessum árum lágu burðarflokkar vinstra megin nær róttækninni en síðar varð. Málefnalegri barátta skilaði þeim árangri að forystumenn af þessum væng fengu oftar en áður og lengur aðgang að lýðræðislegu valdi fyrir atbeina kjósenda.
Á Íslandi leituðust forystumenn á vinstri hlið stjórnmála að draga úr og síðar skera á bein tengsl við fyrirmyndarríkið í austri. Markandi atburðir voru Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakía 1968 og sífellt réttari mynd af sælunni ýtti undir þessa þróun. Róttækir vinstrimenn yfirgáfu þó fæstir sjálfan grundvöll hugmyndafræði sinnar. Það var of stór biti að kyngja.
Ekki fullreynt
Eftir því sem sovétið fjarlægðist og ryk þess varð eftir á hillum sögunnar heyrist það sjónarmið að kommúnisminn lægi enn óbættur hjá. Afbrigðið sem brúkað var eystra segði enga sögu eða brenglaða um inntak hans og eðli. Hrun Sovétríkjanna varpi aðeins skugga á þá ófullkomnu tilraunastarfsemi, sem þar var gerð, en ekki á kommúnisma sem slíkan. Hvað sem öllum áróðri leið hafi hann aldrei verið raunverulegt leiðarstef Sovétríkjanna. Ekki er mikið hald í þessari huggun.
Ekkert bendir til þess að önnur útfærsla hugsjóna kommúnisma í verki hefði farið betur en þarna fór. Einkaeignarrétturinn hvarf, kjör voru jöfnuð niður á við eins og komist varð. (Engu breytir þótt fámennur aðall flokksins byggi í felum við önnur kjör). Hitt, sem aldrei var hluti af boðun hugsjónamanna var þó óhjákvæmilegur fylgifiskur. Mölbrotið málfrelsi, allsráðandi ríkisvald, gúlag og geðveikrahæli til að halda utan um bannfærðar skoðanir. Svona útópía lifir ekki daginn án ótal öndunarvéla af þessu tagi. Það segir sig sjálft. Engin tilraun bendir á aðra útkomu. Zimbabve, Angóla, Kúba, Venesúela, Norður-Kórea eða annað slíkt afbrigði sýna að lokum sömu niðurstöðu.
Vinstrið, sem nú leitar að og finnur kannski frelsara í Corbyn, Chavez, Maduro eða Sanders er svo sannarlega ekki að boða alla þessa ömurlegu kúgun sem Sovétinu fylgdi. En óskir þeirra um stjórnarfar og endapunkt sýndarveruleikans sem það telur fólkið eiga rétt á endar því miður eins, ef þær rætast. Annars konar leikarar, flottari gervi Vestur í Bandaríkjunum er það helst vel stætt ungt fólk úr efrihluta miðstéttar sem mannar mótmæli, uppþot og óeirðir. Verkamenn, iðnaðarmenn og verksmiðjufólk, sem áður voru, með sínar lúnu hendur og bogna bak, helgar táknmyndir andófsins, láta ekki sjá sig. Sá hluti þeirra sem fer þó á kjörstað er líklegastur til að kjósa Donald Trump.
Fróðlegt væri að fá skoðað hvar bandarískir vinstrimenn fóru út af í upphafningu sinni á handhöfum rétttrúnaðarins standandi með sinn hreina gljáfægða skjöld andspænis fyrirlitlega undirmálsliðinu (the deplorables) ..."
Frelsarar
Þess eldri sem maður verður þeim mun meir andvara hefur maður á sér varðandi upptendrað hugsjónafólk sem segist geta frelsað heiminn. Í okkar samfélagi er fjöldi fólks á ferð sem boðar nýjar lausnir í leiðréttingu ranglætisins. Aldraðir hafa verið hlunnfarnir og látir sitja eftir í úthlutun úr sameiginlegum sjóðum. Æskan er vanrækt og henni er haldið í vaxtafangelsi. Ráðandi illmenni taka fjármunina til sín og sinna áhugamála, sem eru allt önnur. Það er vöntun hér og skortur þar. Allt verður leiðrétt ef við fáu tækifæri til.
Svo fær þetta fólk tækifæri og þá kemst það að því að það eru bara gömul íhaldsúrræði til. veruleikinn er allt annar en menn héldu. Það er yfirleitt úr vöndu að ráða og krónan vill ekki nýtast oftar en einu sinni. Þá er bara að semja um krónur sem eru ekki til og því fer sem fer. Slíkur snúningur er núna framundan þegar verður að leiðrétta ljósmæður og aðra opinbera starfsmenn áður en kemur að því að útdeila almennum kjarabótum. Og framhaldið þekkjum við flest.
Nú er nokkuð fyrirséð að byltingarkenndar breytingar hafa ekki fylgt þingsetu Pírata, Viðreisnar eða Bjartrar Framtíðar. Því verður að öðlast nýjar vonir, nýja leiðtoga. Inga Sæland býðst til að frelsa heiminn með flokki fólksins og minni spámenn boða nýja flokka sem fari fram gegn ófrelsi og kúgun fjórflokksins gamla sem ber ábyrgðina á óförunum. Fjórflokkurinn sjálfur er ekki nema svipur hjá sjón og hugsanlega varla eftir nema þríflokkur eða þar um bil.
Stjórnmálamenn gærdagsins renna nú unnvörpum frá borði sökkvandi skipa eins og sagt var að völskurnar geri í síðustu höfn. Mun þetta einhverju breyta frekar en þær voldugu hreyfingar áorkuðu til lengri tíma sem segir frá í tilvitnuðum orðum Davíðs Oddssonar?
Það eru gömul sannindi að góðir hlutir gerast hægt. Byltingarkenndar aðgerðir eins og tíðkast í íslenskum kjaraviðræðum leiða sjaldnast til langtíma farsældar. Sem núverandi hagvaxtarskeið er þó að færa flestum. Besta kjarabót sem hægt væri að færa íslenskri alþýðu væri auðvitað núll prósent kauphækkun og reyna að ná meiri jöfnuði með öðrum hætti.En slíkt verður ekki í boði. Engin stjórnvöld eru líkleg til að beita skattkerfinu til að að slá á óraunhæfa "kjarasamninga" heldur trúum við á kraftaverkin þangað til bara gömlu íhaldsúrræðin eru ein eftir.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Þó er yfirleitt bara gráleit urð og grjót þegar nær er komið og mennirnir heldur kurfslegir.
En bíðum við, leiðtoginn bendir okkur á að í fjarska sjáum við annað fjall og það er blátt. Er það ekki það sem við eru einmitt að leita að?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420087
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Fólk leitar að manni eins og Jóni Baldvini Hannibalssyni:
1.Yfirvegaður reynslubolti í stjórnmálum sem að áttar sig strax á heildarmyndum.
2.Horfir raunsætt á ESB og er ófeiminn við að stöðva för Íslenska ríkisins þangað.
3.Jafnaðarmaður.
4.Vel giftur og ætti því ekki að vera þrammandi um í gaypride-göngum eða að halda slikum sjónarmiðum á lofti.
Jón Þórhallsson, 4.9.2017 kl. 09:30
Hann gæti verið þessi drauma-uppskrift að hinum fyrsta PÓLITÍSKA FORSETA á Bessastöðum sem að yrði kosinn samkvæmt franska KOSNINGAKERFINU og myndi axla raunverulega ábyrgð á sinni þjóð.
Jón Þórhallsson, 4.9.2017 kl. 09:53
Það gleymist alveg, að fundur nýnasistanna og þeirra sálufélaga var mótmælafundur. Það rímar ekki við margtuggða fullyrðingu um að vinstri menn eigi ævinlega upptökin af mótmælafundum.
Ómar Ragnarsson, 4.9.2017 kl. 14:01
Er ekki öllum heimilt að halda mótmælafundi um hvaðeina? Eru það svo ekki yfirleitt þeir andstæðrar skoðunar sem hleypa slíkum fundum upp með ofbeldi? Það virðist sama svosem hvar í skoðanalitrófinu eru.
Kolbrún Hilmars, 4.9.2017 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.