6.9.2017 | 09:06
Kommatittur á Mogga
að nafni Árni Matthíasson skrifar reglulega í Morgunblaðið greinar sem virðast skipulega stefna að því að fæla fólk frá öllu sem kenna má til hægristefnu í stjórnmálum.
Í dag gengur hann eiginlega fram af mér með því hvernig hann leyfir sér að skrifa um réttkjörinn Forseta stærstu vinaþjóðar Íslendinga, Bandaríkja NorðurAmeríku.
En skrifin eru eru innvafin í meira bull um hægristefnu í stjórnmálum almennt svo ég læt greinina flakka í heild sinni þó hún sé hrútómerkileg að flestu leyti:
"14. júní síðastliðinn var haldinn í Lundúnum fundur á vegum breska íhaldsflokksins þar sem menn ræddu um þau tækifæri sem gæfust til að afnema byggingareglugerðir í kjölfar þess að Bretar segðu skilið við Evrópusambandið. Heimildir herma að fundurinn hafi verið með dauflegra lagi, enda haldinn í skugga harmleiks: þá um nóttina hafði fjöldi manns farist í eldsvoða í Grenfell-turninum í borginni og við blasti að það væri vegna þess að ekki hefði verið farið eftir gildandi reglugerðum og/eða þær ekki nógu strangar.
25. ágúst sl. gekk fellibylurinn Harvey á land skammt frá bænum Rockport í Texas og hélt sig meira og minna á þeim slóðum til mánaðamóta. Ekki þarf að fjölyrða um skemmdirnar sem hann olli, fjölmargir létust og fleiri eiga eflaust eftir að látast, eignatjón varð gríðarlegt og hreinsun og uppbygging mun taka einhver ár ef ekki áratugi.
Hægrimenn hafa haft undirtökin í Texas í hálfa aðra öld eða þar um bil og þess sér stað til að mynda í því að Houston var borg þar sem allt var leyfilegt: menn máttu byggja hvar sem þeir gátu komist yfir lóð og yfirvöld skiptu sér lítið af því hvernig hús byggð voru víðast voru reglugerðir takmarkaðar og sumstaðar giltu engar reglur um húsbyggingar. Fyrir vikið ræstu menn fram votlendi og malbikuðu og steyptu yfir það, þrengdu að skurðum og ræsum og kærðu sig kollótta um flóðahættu og skjól með augljósum afleiðingum þegar flóðið mikla kom.
Það er þrálátt stef hægrimanna þar í landi (og hér á landi reyndar líka), að allt sé að farast vegna reglugerða, að nánast ekkert sé mikilvægara í mannlífinu en að fækka þeim reglum sem koma í veg fyrir að menn geti gert hvað sem er hvar sem þeim hentar, ekki síst ef byggja þarf eitthvað sem græða má á. (Þessa sér til að mynda stað nú í aðdraganda sveitarstjórnakosninga í Reykjavík þegar brakúnar og spekúlantar birtast í fjölmiðlum sótbölvandi um að fá ekki að byggja hótel um þvera borg, fylla miðbæinn af lundabúð- um og drekkja borgarlífinu í krám og knæpum.)
Vestan hafs gerðust þau tíðindi á síðasta ári að loddari var kjörinn forseti, hrokafullur raðlygari og hórkarl. Að fylgjast með forsetatíð hans hefur verið eins og að horfa á eld í ruslagámi; forvitnilegt (og jafnvel skemmtilegt) á sinn hátt, en um leið þakkar maður sínum sæla fyrir að vera ekki undir hans stjórn.
Bandaríska stjórnkerfið er þó ekki bara einn maður, en svo vill til að hægrimenn þar vestan hafs, Repúblikanaflokkurinn, ráða því sem þeir vilja á þingi (í meirihluta í báðum deildum) og í flestum ríkjum eiga nærfellt alla ríkisstjóra. Þeir leggjast því á árar með forsetanum gegn almenningi sem svamlar um í flóðinu í Texas (og í Flórída um næstu helgi ef svo fer sem horfir með Irmu), enda sígilt þeirra viðhorf: Úlfur rekur annars erindi. arnim@mbl.is
Makalaust að Morgunblaðið skuli hafa svona kommatitt eins og þennan Árna Matthíasson sem blaðmann í sinni þjónustu sem notar svona götustrákaorðbragð um þjóðhöfðingja erlendra ríkja sem jafnvel ég þori ekki að nota þó mig langi stundum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420088
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór. Ég er nú ekkert endilega viss um að Árni þessi sé endilega kommatittur, þrátt fyrir þessi barnalegu ummæli hans sem auðvitað dæma sig sjálf og því enginn ástæða til að láta þau æsa okkur vondu karlanna upp.
Jónatan Karlsson, 6.9.2017 kl. 15:42
Langt er Árni til vinstri og hefur sýnt það skýrar með fyrri skrifum sínum. Hann er ennfremur einn af hörðum femínistum á blaðinu. Hitt vita færri, að hann einn af yfirmönnum blog.is og hefur beitt þar ritskoðunarvaldi, m.a. gagnvart mínum pistlum ekki sjaldnar en tvívegis og það af fáfengilegum ástæðum; snerti annað umræðu um ófædd börn á krist.blog.is, þar sem birtist mynd af einu fóstri sundurtættu, en saman röðuðu á ný, en hitt tilfellið sneri að umræðu um transfólk; í báðum tilvikum var "refsað" með því að taka vefsíðurnar út af stórhausasíðunni í þrjár vikur eða svo.
Ennfremur er hugsanlegt að ráðgjöf Árna til framkvæmdastjóra Blog.is hafi búið að baki því, að ég var tekinn út af stórhausasíðunni í desember sl. framanverðum og er ekki enn kominn þangað inn á ný! Þá hafði mér verið birt ákæra vegna umræðu á Moggabloggi mínu um s.k. "hinseginfræðslu" í Hafnarfirði og víðar, og var "frétt" um það raunar slegið upp á Mbl.is með stóru fyrirsagnarletri og ókræsilegri myndbirtingu, eins og á fjórum öðrum netmiðlum, sem endurbirtu sömu fyrirsögn og Rúv.is hafði notað í augljósum fjandskap við mig. Ekki fór hins vegar eins mikið fyrir því á þessum fjölmiðlum þegar ég var hreinsaður af öllum meintum sakargiftum og sýknaður í málinu og því ekki fram haldið með áfrýjun til Hæstaréttar.
Þetta þótti ekki eins fréttnæmt, og "refsing" blog.is er enn látin standa óbreytt !
Jón Valur Jensson, 6.9.2017 kl. 16:32
Árni þessi gerði mig útlægan af Moggabloggiu fyrir að segja að samkynhneigð væri „meinlaus geðröskun“ (ég hafði samband við Davíð og var settur inn aftur). Hann er annars í sífellu að messa um „tjáningarfrelsi“ sem hann telur sjálfan sig alveg sérstakan baráttumann fyrir.
Vilhjálmur Eyþórsson, 6.9.2017 kl. 17:11
Ókræsilegir pistlar hjá Árna.
GB (IP-tala skráð) 6.9.2017 kl. 18:47
Jónatan
ég er ekki sammála þér. Vitnisburðir Jóns Vals og Vilhjálms benda í aðra átt. Hann hefði trúlega lokað á mig ef ég hefði notað svona orð um einhvarja kommatitta honum þóknanlega eða talað illa um kellingar eða vel um vændiskonur.
Hann veit mikið um netið og allt það hann Árni og ekki vondur viðureignar í tæknimálum blog.is. Hann er líka stundum skemmtilegur í pistlumn meðan vinstrimennskan hleypur ekki í hann og tekur hann yfir. En hann er bara kommatittur í mínum augum.
Halldór Jónsson, 6.9.2017 kl. 20:02
Frábær pistill hjá Árna og það verður að segjast eins og er að hann er að mínu mati langbesti penninn á því annars lélega blaði.
Það virðist vera sem svo að vinstri menn séu almennt betri blaðamenn en þeir sem eru til hægri, svo miklir öfgar hjá þeim alltaf.
"
Árni þessi gerði mig útlægan af Moggablogginu fyrir að segja að samkynhneigð væri „meinlaus geðröskun“ (ég hafði samband við Davíð og var settur inn aftur). Hann er annars í sífellu að messa um „tjáningarfrelsi“ sem hann telur sjálfan sig alveg sérstakan baráttumann fyrir.
Vilhjálmur Eyþórsson, 6.9.2017 kl. 17:11 "
Sé þetta rétt þá segir það meira um Davíð Oddsson en margt annað.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 7.9.2017 kl. 16:00
Annar kommatittur hjálpar hinum auðvitað.
Halldór Jónsson, 7.9.2017 kl. 16:34
Menn ættu að kynna sér það sem þeir eru að fara skrifa um, eins og hvort það eru hægri eða vinstrafólk sem hafa verið borgarstjórar í Houston undanfarinn ár.
Demokratar hafa berið í borgarstjórastólnum í mörg ár hér i Houston. Áður en núverandi borgarstjóri tók við (sem er demókrati) þá var það samkynhneigð kona demókrati, sem var borgarstjóri og hún var ekki þekkt fyrir að vera hægra megin við miðlínu í pólitík.
Með þessu getur fólk svo séð hversu áreiðanlegar heimildir pistilhöfunds eru í raun og veru. Þannig að fólk getur dregið synar eigin ályktanir og tekið mark á þessu ef sem pistilhöfundur skrifaði i Moggan ef það vill, en ekki eru heimildirnar góðar.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 7.9.2017 kl. 21:56
Kommatittirnir búa til eigin veruleika eftir óskhyggju. Takk fyrir þetta Jóhann
Halldór Jónsson, 7.9.2017 kl. 22:23
Já, mjög góðar ábendingar frá Jóhanni! Greinilega hefur eitthvað farið í handaskolum í heimildavinnunni hjá pistilshöfundinum Árna Matthíassyni.
Jón Valur Jensson, 8.9.2017 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.