Leita í fréttum mbl.is

Sauðfé og hælisleitendur

virðast vera meginviðfangsefni ríkisstjórnarinnar um þessar mundir.

Páll Vilhjálmsson orðar þetta svona:

"Þjóðfélagið fór á annan endann þegar 650 milljónir króna fóru til sauðfjárbænda sem berjast í bökkum. Á sama tíma fara 2,5 milljarðar króna í að afgreiða hælisumsóknir frá flóttamönnum sem koma frá öruggum löndum til Íslands að fá frítt fæði og húsnæði og dagpeninga."

Manni er sagt að hælisleitandi fái umsvifalaust kreditkort og húsnæði meðan mál hans er rannsakað af Rauðakrossinum. Hann flytur inn á okkur með fullt ferðafrelsi til lengri eða skemmri tíma um leið og hann gefur sig fram í Keflavík, með eða án skilríkja, segjandi satt eða ljúgandi. Allt meðan mál hans er rannsakað. Hann getur þessvegna átt að baki feril í ISIS.

Skilur þetta einhver af alþýðu? Myndum við sjálf búast við þessu ef við færum til Albaníu og gæfum okkur upp þar sem flóttamenn frá skattaofsóknum á Íslandi og trúarofsóknum hinnar evangelísku ríkiskirkju sem við værum neydd í samkvæmt stjórnarskrá?

Ég heyrði á viðtal við Búlgarska forsætisráðherrann á BBC. Hann var spurður af hverju Búlgarar neituðu að taka við kvótaflóttamönnum. Hann svaraði hreint út: Búlgaría þarf ekki á ómenntuðu eða fákunnandi fólki að halda. Fréttamaðurinn mótmælti og sagði suma flóttamenn ekki vera þeirrar tegundar. Sá búlgarski svaraði því til að þeir gætu verið án þess.Þeir Búlgarar ætla víst að neita viðtöku enn þrátt fyrir Evrópudóminn. Einhverjar þjóðir  ætla frekar að greiða sektir  en að hlýða tilskipunum um kvótaflóttamenn.

Hvernig skyldu þessi flóttamanna-og hælisleitendamál vera lögð fyrir á væntanlegum Landsfundi Sjálfstæðisflokksins? Hvernig skyldi þeim verða lent? 

Vandi sauðfjárræktar er ærinn þegar menn hafa sett of mikið á. Landgæði og bændagæði togast á. Ofbeit er vandamál og atvinnumál smábænda eru það líka.En þau eru samt  metin fjórum sinnum léttvægari en málefni hælisleitenda.

En sauðfé er greinilega of margt og það kostar að fækka því. En eru hælisleitendur það ekki líka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hefur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins einhverja vigt? Mér sýnist forusta flokksins afgreiðs samþykktir fundarins eftir eigin duttlungum, útþynntum og lítið mark tekið á áliktunum hans.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.9.2017 kl. 11:19

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hann ályktaði síðast í fundarlok að greiða fyrir móttöku flóttamanna.

Halldór Jónsson, 8.9.2017 kl. 12:04

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hælisleitendur og rollan eiga það sameiginlegt, að bæði fyrirbærin eyðileggja umhverfið, a.m.k. ef hælisleitendurnir koma frá múslimalöndum.

Mér finnst jafn sauðheimskt að ausa peningum í bændur með fimm rollur og einn hund og tilhæfulausa hælisleitendur. Ef sauðfjárbúskapur ber sig ekki, á hann að fara á hausinn og efnahagsflóttamenn eiga að vinna fyrir sér.

Theódór Norðkvist, 8.9.2017 kl. 16:50

4 identicon

Þetta sem ríkisstjórnin ætlar að gera fyrir sauðfjárbændur "er nú ekki upp í nös á kötti" eins og ónefndur maður myndi segja.

Einn ráðherrann í ríkisstjórninni fékk nú 800 milljóna króna kúlulán fyrir um 15 árum síðan sem endaði svo á að almenningur borgaði.

Það á því bara að vera sjálfgefið að láta 1.800 milljónir í að leysa skammtímavanda sauðfjárbænda!

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 8.9.2017 kl. 17:15

5 Smámynd: Merry

 Czech Republic, Hungary, Poland and Slovakia - Visegrad 4 , þessa lönd ætlar ekki gera eins og EU vill og ætlar ekki taka einn innflýtjandi. Ísland á að vera eins og þeim.

Merry, 8.9.2017 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband