Leita í fréttum mbl.is

Evrópubandalagið er á undanhaldi

um alla álfuna.

Páll Vilhjálmsson veltir þessu fyrir sér á sinn skarpa hátt. Hann segir svo:

" Norski Verkamannaflokkurinn tapaði í Noregi. Franski Sósíalistaflokkurinn þurrkaðist nærri út í Frakklandi. Sósíaldemókratar standa frammi sögulegu fyrir tapi í Þýskalandi eftir tólf daga. Í Bretlandi er Verkamannaflokkurinn óhæfur til ríkisstjórnarþátttöku.

Þarf nokkuð að ræða Samfylkinguna á Íslandi? Hún er orðin að jaðarsporti útifunda og undirskriftarlista.

Tímaritið Foreign Policy segir þýsku kosningarnar kristilegt borgarastríð. Í því stríði eru kratar þegar búnir að tapa. Spurningin er aðeins hvort það verði hófsamir hægrimenn sem standa uppi sem sigurvegarar eða róttækir þjóðernissinnar.

Kratar og frjálslyndir vinstriflokkar eru samnefnari fyrir það fór úrskeiðis síðustu áratugi. Alþjóðahyggja í formi óhefts flæðis fjármagns og fólksflutninga leiðir til verri lífskjara almennings: meiri ójöfnuður og fjölgun glæpa.

Kratar eiga ekkert svar við áskorunum sem vestræn samfélög standa frammi fyrir. Þess vegna tapa þeir."

Hvað er að gerast á Íslandi? Samfylkingin er ekki á uppleið en hægri öflin eru ekki að ná til fólksins fyrir því, hvað sem  veldur.   Alþjóðahyggjan og opin landamæri eiga ekki samhljóm hjá Íslendingum hvað sem Góða Fólkið reynir að halda öðru fram.

Fólk vill hægja á aðflutningi hælisleitenda og flóttamannamóttaka er ekki almennt studd. Sigríður Andersen er vinsæll ráðherra í sinni viðleitni.   Sjónarmið Pólverja, Búlgara og Ungverja eiga samhljóm meðal almennings hvað sem sagter annað.   Þeir eru staðfastir að láta ESB ekki beygja sig með tilskipunum um innflytjendamóttöku hvað sem það kostar af sektum.  Þeir setja hagsmuni eigin þegna ofar tilskipunum ættuðum frá frú Merkel. Þegnar hinna smærri Evrópusambandsþjóða eru búnir að fá nóg af ofurveldi Þjóðverja í Evrópusambandinu. Íslendingar eru líka búnir að fá nóg af áþvingaðri rétthugsun.

Venjulegir Frakkar eru farnir að efast. Þó ekki sé hægt að tímasetja Frexit þá er Evrópubandalagi á undanhaldi. Hugsjón Schumanns hefur dofnað í vitund fólksins enda stríðið orðið fjarlæg martröð.

Fólki finnst líklega Brusselvaldið orðið of fjarlægt og of mikið í höndum ókjörinna embættismanna. Þátttaka í kosningum til Evrópuþingsins ber því vitni sem litli maðurinn hugsar um sína stöðu. Samt berja íslenskir Kratar höfðinu við steininn og tala um að ganga í ESb, upptöku EVRU eða Myntráðs.

Niðurstaðan er aðeins sú Kratisminn heldur áfram að tapa því Evrópubandalagið er ekki í sókn heldur á mishröðu undanhaldi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3420103

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband