14.9.2017 | 16:10
Meiri skatta!
Þeir varða aldrei lækkaðir hvort sem er.
Það er ekki hægt að lækka þá í hruni eins og þegar Steingrímur Jóhann tók að sér að bjarga þjóðinni með þvílíku offorsi að fjölskylda hans varð að troða í hann mat eins og sænska proppgæs svo hann héldi lífi. Hann hækkaði hundrað skatta sem frægt er orðið og menn héldu að yrði Íslandsmet. En hvað gerir þessi ríkisstjórn? Ætlar húna að jafna metið?
Núna þegar Már Seðlabankastjóri lýsir því yfir að aldrei hafi verið jafn gott efnhagsástand á Íslandi, þá verður að hækka skatta en ekki lækka skatta. Fjárlagafrumvarpið lýsir því vel hverskonar einvalalið þetta er sem á Alþingi situr. Allt saman óvinir sjálfstæðs fjárhags fólksins. Eins og Ronald Reagan lýsti því: "Ef það hreyfist þá skattlegðu það."
Leiðari Morgunblaðsins hljóðaði svo í dag fyrir þá sem ekki viðurkenna að lesa Mogga:
" Þau fjárlög sem fjármálaráðherra hefur nú kynnt hefðu sómt sér vel í tíð vinstri stjórnarinnar sem hér sat á árunum 2009 til 2013.
Enginn hefði furðað sig á því þá ef einhver af fjármálaráðherrum þeirrar ríkisstjórnar hefði kynnt slík fjárlög, enda gerðu þeir það. En þó að enginn hefði orðið undrandi hefðu slík fjárlög verið gagnrýnd þá, enda voru þau það.
Sífelldar skattahækkanir þeirrar ríkisstjórnar sættu mikilli og sjálfsagðri gagnrýni og þær skattahækkanir sem fjármálaráðherra hefur nú kynnt hafa einnig verið gagnrýndar. Vinstri stjórnin taldi sig hafa þá afsökun fyrir skattahækkununum að þá ríkti hallæri í efnahagsmálum. Það er ekki góð afsökun enda hefði efnahagurinn batnað fyrr með minni skattahækkunum. En efnahagurinn batnaði að lokum og síðustu misseri hefur efnahagurinn verið með besta móti, vöxtur góður og stöðugleiki meiri en ætla mætti við slíkar aðstæður þó að vaxtarverkir geri vissulega vart við sig.
En þá ber svo við, mitt í góðærinu, að skattgreiðendur sitja uppi með fjármálaráðherra sem heldur því fram að tíðin sé svo góð að ekki sé hægt að lækka skatta. Og það sem meira er, hann vill hækka skatta.
Tryggingagjaldið var hækkað verulega í tíð vinstri stjórnarinnar og hefur haldist hátt síðan. Röksemdin fyrir hækkuninni var mikið atvinnuleysi, þó að það væri svo sem ekki mikið á mælikvarða evruríkja. En það var mikið fyrir Ísland og hækkað tryggingagjaldið átti að mæta því og styðja við þá sem misst höfðu atvinnuna. Síðan hefur atvinnuleysi horfið en tryggingagjaldið er fjarri því að hverfa og ekkert bólar á lækkun þess í nýframlögðum fjárlögum. Vegna mikillar hækkunar launa í landinu verður þetta til þess að ríkið áætlar að hafa mörgum milljörðum króna meira af fyrirtækjum í landinu á næsta ári en í ár í gegnum tryggingagjaldið.
Þegar fjármálaráðherra var spurður út í þetta á Útvarpi Sögu í gær kom hann með afar undarlegar skýringar á þessari háskattastefnu. Hann sagði að nú væru uppi hugmyndir um að breyta gjaldinu þannig að það yrði fast gjald en ekki eins og harmonikka sem þendist út þegar atvinnuleysi ykist en drægist saman þegar atvinnuleysi minnkaði. En vandinn við þessar hugmyndir er að harmonikkan var þanin út en hefur lítið verið dregin saman. Og það á raunar ekki aðeins við um tryggingagjaldshækkun vinstri stjórnarinnar heldur fjölda annarra skatta og gjalda. Öllum er ljóst að þessi röksemdafærsla ráðherrans er aðeins tilraun til að slá ryki í augu almennings og réttlæta þá stefnu að hafa sem mest fé af fólki og fyrirtækjum. Enda viðurkenndi fjármálaráðherra í fyrrnefndu viðtali að vandi manna eins og hans sem dyttu í stól fjármálaráðherra væri að þá færu þeir að hugsa: þetta eru svo rosalega miklar tekjur. Þeir gætu með öðrum orðum ekki hugsað sér að lækka skattana því að þá yrði ríkið af svo miklum tekjum.
Sú sjálfsagða hugsun að skattgreiðendurnir ættu að halda sem mestu eftir af fjármunum sínum glatast bersýnilega hjá sumum þeirra sem stíga inn fyrir þröskuldinn í fjármálaráðuneytinu. Nema hún hafi aldrei verið þar. En þetta eru ekki einu falsrök fjármálaráðherra fyrir skattahækkununum í nýju fjárlagafrumvarpi.
Þeirri röksemd er beitt að jafna þurfi gjöld þegar raunin er sú að fjármálaráðherrann vill hækka skatta. Þetta má sjá þegar áfengisgjaldið er hækkað á léttvín með þeim rökum að það verði að samræmast gjaldinu á bjór. Vitaskuld hefði ráðherra sem ekki væri á höttunum eftir skattahækkunum lækkað gjaldið á bjórinn til að samræma léttvíninu, en sá sem vill hækka skatta fer leið núverandi fjármálaráðherra.
Sama falska röksemdin er notuð til að réttlæta skattahækkanir á bensín og dísel. Þar hefði mátt lækka álögur á bensín til að samræma við álögurnar á dísel, en þess í stað er hvort tveggja hækkað, en gjöldin á dísel enn meira en á bensín. Fjárlagafrumvarpið sem nú hefur verið lagt fram hlýtur að taka verulegum breytingum eigi það að verða að lögum með stuðningi stjórnarflokkanna. Eins og fram hefur komið, meðal annars í Morgunblaðinu í dag, er veruleg óánægja með frumvarpið í röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og endurspeglar sú óánægja þau viðbrögð sem þingmennirnir hafa fengið frá almenningi.
Verði ekki um verulegar breytingar að ræða er augljóst að ríkisstjórninni er mikill vandi á höndum."
Ekki er að búast við að hækkun orkugjaldins á bíla verði til þess að greiða fyrir heilbrigðari hugmyndum Jóns Gunnarssonar um að samgöngubætur verði greiddar af notendum jafnóðum. Þessar olíutekjur eiga víst að renna óskiptar í ríkishít fjármálaráðherra og hugsanlega þaðan gegn um Þorgerði í sauðkindurnar.
Umhyggjan fyrir einstæðum mæðrum sem kaupa bensín til að keyra börnin sín á leikskólann skín ekki beinlínis út úr þessu frumvarpi um tilefnislausar bensín-og díslilhækkanir. Bara hækka Benedikt af því það er svo gaman að hækka? " þetta eru svo rosalega miklar tekjur eins og hann segir.
Meiri skatta. Meiri gjöld. Það er það eina sem kemst að í hausunum á þessu þingfólki upp til hópa. Katrín Jakobsdóttir er auðvitað tilbúin að bæta um betur og styðja auðlegðarskatt ofan á þetta. Hún og Steingrímur verða því auðkeypt til fylgis við bensíngjaldið. Hver ætlar að verja litla manninn þarna niðri á þingi?
Hvað skyldi nú Óli Björn segja eftir öll skrifin sín um minni skatta? Ætlar hann að styðja meiri skatta?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:33 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.