Leita í fréttum mbl.is

Hverjir eru hagsmunir þjóðarinnar

á næstu mánuðum?

Ábyrgð og festa í stjórnarfari án efa.

Framsóknarflokkurinn er nokkuð óræður vegna óuppgerðra innanhússmála og vart við því að búast að þeir tali einni röddu við þessi tímamót.En innan flokksins eru samt ýmsir einstaklingar sem þjóðin væri án efa tilbúin að treysta umfram þingmönnum Bjartrar Framtíðar.

Hefur stjórnmálaflokkurinn B.F. sýnt af sér stjórnmálalega ábyrgð eða frekar ábyrgðarleysi? Hefur flokkurinn ekki frekar  hlaupið frá skyldum sínum gagnvart þjóðinni undir yfirskini einhvers trúnaðarbrests? Myndu kjósendur taka ástæður brotthvarfsins góðar og gildar og veita þeim framhaldslíf í nýjum kosningum má velta fyrir sér? Vonandi þarf ekki að láta á það reyna.

Framundan er ljóst að afgreiða þarf fjárlög til þess að ríkið sé starfhæft. Það eru kjarasamningar framundan sem ganga ekki á sjálfstýringu eigi að vera von um skynsamlega niðurstöðu aðra en sjálfdæmi ASÍ og BHM til dæmis.

Þess vegna mun Bjarni Benediktsson beita öllu afli sínu núna að því sem þjóðinni er fyrir bestu.  Af þeim stjórn málamönnum sem á Alþingi sitja er honum helst treystandi til að láta ekki ýlfrið og geltið í fjölmiðlunum villa um fyrir sér. Hann er sem betur fer ekki sú manngerð sem snýst eftir því hvernig fjölmiðlavindurinn blæs.

Við almenningur tökum vonandi tillit til þess að hann hefur erfitt verk að vinna í okkar allra þágu. Vonandi sýna einhverjir þingmenn skýra hugsun og þjóðhollustu í því hvað verði að hafa forgang fram yfir þrengstu persónuhagsmuni og ómerkileg upphlaup.

Það eru hagsmunir þjóðarinnar að Bjarni Benediktsson fái núna ráðrúm til að rata hina farsælustu leið í þeim málum sem leysa þarf.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hagsmunum þjóðarinnar yrði auðvitað best borgið með því að halda sjálstæðisflokknum, þessum stærstu skipulögðu glæpasamtökum landsins, frá völdum í stjórn landsins. Einnig væri þjóðinni mikill greiði gerður ef stuðningsfólk þessara glæpasamtaka, þ.e. kjósendur sjálfstæðsflokksins, fengi viðeigandi meðferð við þessum Stokkhólmsheikennaveikindum sem hrjá það, helst sjáfviljugt.

Karvel (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 15:50

2 identicon

Vel mælt Karvel, eins og talað frá mínu hjarta. það er nefnilega nákvæmlega það sem þjóðin þarf núna, langa hvíld frá gerspilltasta flokki landsins, SjálfstæðisFLokknum.

Það virðist vera sem sjálfstæðis dindlar geri sér ekki grein fyrir því, að þeirra tími er liðin og öll þeirra spilling, og vonandi verða kosningar og við taki tær félagshyggju stjórn með Samfylkinguna innanborðs að sjálfsögðu.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 16:18

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Farvel Karvel og taktu Helga með þér. Þið eruð hvorugir svaraverðir

Halldór Jónsson, 15.9.2017 kl. 18:11

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Meðan ég les þetta Halldór sést hvernig ríkissjónvarpinu er beytt til að ýkja og skálda upp trúnaðarbrot sem er alls ekki svo.

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2017 kl. 19:19

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Verdur ekki forsetinn ad segja af sér..??

Thad er hann sem er med loka undirskriftina

og thá mikilvaegustu.

Sem sagnfraedingur hefdi hann ad sjálfsogdu átt ad vita

og kanna undir hvad hann vara ad skrifa.

Hann er ekkert saklausari en hinir og thýdir ekkert fyrir

hann ad afsaka sig med thví ad vita ekki undir hvad hann

skrifadi. Thú skrifar ekki undir eitthvad nema vita undir

hvad thú ert ad skrifa.

Hann verdur ad víkja líka. Engin afsokun ad vita ekki.

Sigurður Kristján Hjaltested, 15.9.2017 kl. 21:31

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott Sigurður þú minntir á þetta,takk.

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2017 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband