Leita í fréttum mbl.is

Brynjar segir sannleikann

um íslenska pólitík.

"Ég var einn af þeim skeptísku þegar rík­is­stjórn­in var mynduð í byrj­un árs. Að fara í eins manns meiri­hluta­stjórn með tveim smá­flokk­um með ekk­ert bak­land, þar sem nán­ast all­ir inn­an­borð voru reynslu­laus­ir, hlyti að skapa vanda.“

Þetta seg­ir Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Face­book-síðu sinni í dag um þá ákvörðun Bjartr­ar framtíðar að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu við Sjálf­stæðis­flokk­inn og Viðreisn. „Svo væri ekki væn­legt til ár­ang­urs að leggja lag sitt við flokka sem pikka upp af sam­fé­lags­miðlun­um mál sem þeir halda að séu til vin­sælda fallið. Í þeim efn­um komst BF að vísu ekki með tærn­ar þar sem Viðreisn var með hæl­ana. Er eins og eng­inn ætli að læra af óför­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.“

Brynj­ar seg­ir að það sé senni­lega heims­met í vit­leysu hvernig Björt framtíð hafi slitið stjórn­ar­sam­starf­inu. Í það minnsta þar til Viðreisn­ar­menn hafi farið að „opna munn­inn“ dag­inn eft­ir. „Ein­hverj­ir myndu segja að aðeins full­kom­in flón myndu álykta að ráðherr­ar og aðrir þurfi að víkja fyr­ir það eitt að fara að lög­um og regl­um. Þegar lög og regl­ur henta ekki ein­hverj­um heit­ir það núna spill­ing og leynd­ar­hyggja.“

Þá sé það þyngra en tár­um taki „að horfa upp á gamla fé­laga úr Sjálf­stæðis­flokkn­um komna í hóp með Pír­öt­um og öðrum upp­hlaups­lýð. Íslensk þjóð þarf kjark­mikla stjórn­ar­mála­menn sem geta tekið vind­inn í fangið en lypp­ast ekki niður þótt á móti blási. Nú er svo komið að stjórn­mál­in eru í full­kom­inni upp­lausn sem er eng­um til gagns og allra síst þjóðinni.“

Ekki get ég annað en tekið fullkomlega undir það, að allt þetta hlýst af þeirri dellu sem vinstra liðið og þjóðarsálirnar þríeinu og Pétur á Útvarpi Sögu þrástagast á, að fjórflokkurinn sé undirrót alls ills. Það er eins og enginn af þessum pólitísku flónum skilji það að flokksstarf er samvinna margra til að komast að lýðræðislegri niðurstöðu, ekki umgjörð um spillingu og sérhagsmuni einstakra útvalinna framagosa.

Ef menn vildu almennt leita eftir að starfa í stjórnmálaflokkum í stað að henda skít úr launsátri á fésbók eða bía út athugasemdadálka mest lesinna bloggara með geðveikislegri heimsku sinni og ofstæki, þá myndi ástand stjórnmála batna á Íslandi og smáflokkakraðakinu linna.

Líti menn bara yfir söguna og spyrji sig hvað hefur hlotist jákvætt af brölti BF. , Viðreisnar, Hreyfingarinnar, Pírata, Frjálslyndra, Besta Flokksins, Þjóðvaka, Frjálslyndra og Vinstrimanna, Þjóðvarnarflokksins,Borgaraflokksins  og hvað þeir allir hétu þessir tætingsflokkar og núna alls kraðaksins af frelsisfólkinu sem ætlar að tryggja framboð tugs af sérvitringaflokkum í lok október?

Það eru aðeins stóru skipulögðu flokkarnir sem geta gert eitthvað því þeir eru ekki alspilltir af valdagræðgi einstaklinga heldur að allra mestu leyti einlægir í sinni viðleitni að bæta hag þjóðarinnar hvað sem tætingsliðið trúir eða bara lýgur upp öðru. Auðvitað verða alltaf áföll og vonbrigði en svona er bara lífið og oftast lagast það sem útaf ber af sjálfu sér.

Ég er Sjálfstæðismaður af því að sá flokkur hefur aldrei breytt grunnstefnu sinni síðan 1929 né málað yfir nafn og númer eins og sjóræningjarnir gera fyrir kosningar til að leyna því að þeir eru bara handbendi einstaklinga sem eru í leit að fé og frama fyrir sjálfa sig. Grunnstefna Sjálfstæðisflokksins höfðar meira til mín en Framsóknarmennskan, hvað þá nokkuð kraterí.Auðvitað er ég ekki alltaf hamingjusamur með allt en ef meirihlutinn í flokknum vill ekki hlusta á mig, þá get ég ekki annað en látið hann ráða niðurstöðunni.

Það er yfirleitt óhætt að hlusta á það sem Brynjar Níelsson hefur að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband