Leita í fréttum mbl.is

Eru Benedikt og Óttar vinir litla mannsins?

má spyrja sig. Það voru þessir tveir menn og þeirra flokkar, Viðreisn og Björt Framtíð,  sem börðu inn áætlanir um stórkostlegar hækkanir á bensín-og olíugjaldi á bílaeldsneytið  inn í fjárlagafrumvarpið. Þeim var sagt af samstarfsflokknum, Sjálfstæðisflokknum,  að þeir myndu ekki samþykkja þetta óbreytt. Alveg sama sögðu þeir kumpánar. Við viljum hafa þetta svona.

Það má minna á þetta bara svo því til haga sé haldi hvern hug þessir flokkar bera til alþýðu manna, svo sem aldraðra og einstæðra mæðra sem áreiðanlega mikið  þurfa á  bílum að halda til að komast erinda sinna.

Þeir hafa áreiðanlega verið búnir að kanna stuðninginn við þetta í baklandinu sínu meðal hinna félagshyggjuflokkanna, sem alltaf hafa álitið bílinn vera óþarfa lúxus burgeisa.

Varla þarf að efast um stuðning þeirra Dags Bé. og Hjálmars í Borgarstjórn Reykjavíkur við svona fyrirætlanir sem styðja beint við hugmyndir þeirra um minni bílaumferð á þrengri götum meðfram Borgarlínunni.

Flokksforingjar Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar, þeir Benedikt Jóhannesson og Óttar Proppé,heimta hærri gjöld á bifreiðar.

Eru þeir þeir vinir litla mannsins? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

    Nú styttist óðum til kosninga og kjósendur velta fyrir sér þeim valkostum sem eru  í boði.  Hér að ofan er imprað á vinum litlamannsins.  Hverjir eru vinir litlamannsins ?  Var Norræna velferðarstjórnin vinsamleg við litlamannin ? Svarið er nei. Hér að ofan er talað um hækkanir á eldsneyti.Felst í því stuðningur við litlamannin ?  Svarið er nei.

   Um það leiti sem undirritaður og vinur minn Halldór Jónsson fengum fyrstu stuttbuxurnar, var þjóðin þegar  farin að gera vegi um landið.  Á öllum þessum tíma hafa verið lagðir vegir og byggðar brýr og gerð jarðgöng. Allt hefur þetta verið gert án þess að lagðir væru á sérsstakir skattar nema þá sem fólust í eldsneyti og ökutækjatengdum vörum.

   Ekki var hægt að láta Viðreisn og BF eina um hækkun skatta á umferðina.  Sjálfstæðisflokkurinn  stég nú fram með Skattmannin Jón Gunnarsson í fararbroddi, nú skyldu settir skattar á alla umferð og í allar áttir frá Reykjavík..  Sjálfstæðisflokkurinn setti múlinn á skattmanninn og honum att í forræðið.

    Munu kjósendur ekki rifja upp gjörðir og feril þessara flokka, nefnddir hafa verið hér og gæta að því hvort þeir hafi hugsað um litla manninn.

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 20.9.2017 kl. 10:59

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég sá ekki Kastljósviðtalið við Benedikt, en kona sagði mér af því og var réttilega hneyksluð á því, að þessi ráðherra, sem fekk nýlega 43% launahækkun, taldi sig geta með sanngirni sagt við aldraða, að þá muni verulega um 20.000 krónur! Og þetta er fjármálaráðherra landsins!

Hvað heldur maðurinn að hann sé? Fæddur með silfurskeið í munninum hefur hann vitaskuld engan skilning á kjörum alþýðunnar. Það verður gott að losna við hann af þingi.

Jón Valur Jensson, 20.9.2017 kl. 13:07

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Eddi lögga, þú ert bara orðinn sveitakommatittur, líklega mengaður af langri veru í sveitinni hvar sem það var, Grundarfirði ?.

Segðu mér af hverju á 17 ára stelpa á Akranesi sem er farin að vinna í ráðuneyti til lífstíðar í Reykjavík að keyra frítt í gegnum Hvalfjarðargöng af því að þu ert búinn að borga þau upp með veggjöldum á þinni hunds-og kattartíð? Af hverju ekkki að láta allstaðar borga fyrir notkun? Af hverju á Reyknesingur að borga fyrir snjómokstur á Dynjandisheiði? Eða ég viðhald á Vestjarðagöngum. Eða við afnotagjöld af Sundabrautargöngum fyrir þá sem munu búa í Geldinganesi?

Ssmmála Jón Valur, samt ætlar þú að kjósa þennan mann með þvi að draga afl frá Sjálfstæðisflokknum okkar gamla oig góða með þvi að vera með vonlausan smáflokk sem getur ekkert. Okkur myndi sannarlega muna um að hafa þig með okkur eins og var.

Halldór Jónsson, 20.9.2017 kl. 14:01

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld ætla ég ekki að kjósa ESB-Bensa Jóhannesson, Halldór minn, það hlýturðu þó að vita!!!

Komdu ekki þeirri sök á mig, þótt ég kjósi Þjóðfylkinguna og vinni að því að hún fái menn á þing.

Jón Valur Jensson, 21.9.2017 kl. 02:39

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki er Sjálfstæðisflokkrinn ESB sinnaður Jóna Valur

Halldór Jónsson, 21.9.2017 kl. 05:47

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki heiti ég Jóna, Halldór minn. laughing

Ef þér tekst að koma því til leiðar, að flokkur þinn leggi fram tillögu um formlega afturköllun Alþingis á umsókninni (sem kennd er við Össur Skarphéðinsson) um inntöku Íslands í Evrópusambandið, þá hefur flokkurinn snöggskánað í áliti hjá mér. Ennfremur þarf að afleggja þær róttæku frjálslyndis- eða veiklyndis-breytingar, sem gerðar voru í fyrra á Útlendingalögunum, og vinda bráðan bug að því að tappa út þessum hælisleitendum sem hingað hafa hópazt með miklum skaða fyrir ríkissjóð, á annan tug milljarða króna á þessu ári (enda tvöfaldazt í fjölda frá fyrra ári).

Jón Valur Jensson, 21.9.2017 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband