24.9.2017 | 20:25
Eru Selfyssingar sáttir
við þau áforma að byggja nýja Ölfusárbrú fyrir 5 milljarða langt fyrir ofan bæ?
Man enginn hver var ástæðan fyrir því að Selfoss byggðist? Það er af því að þar var reist brú yfir Ölfusá. Bærinn byggðist vegna umferðarinnar til þessa náttúrlega hnútapunkts.
Nú er búið að finna það út að gamla brúin, sem lengi hér nýja brúin eftir fall þeirrar fyrstu, sé farin að ryðga. það þurfi nýja brú. Samt á hún að standa áfram um aldur og ævi sem hún auðvitað getur þrátt fyrir einhverja núverandi auglýsta ryðbletti.
Þá fær einhver verkfræðistofa, það verkefni að teikna nýja 300 metra sprellibrú með 60 metra háum turni og strengjum langt fyrir ofan bæ. Eru Selfyssingar alveg ónæmir fyrir þessum áformum?
Ein góð hugmynd var komin að byggja þarna stíflu og 50 Mw raforkuver sem væri líka brú. Það var bara slegið út af borðinu án frekari umræðu.Af hverju?
Það er áreiðanlega hægt að byggja brú við báðum megin við hliðina á núverandi brú með fimm sinnum minni kostnaði og koma allri umferð frá henni í gegn um bæinn ef menn vilja. En ef menn vilja það ekki og bæjarbúar vilja bara saga niður greinina sem þeir sitja á sjálfir, þá er víst fátt sem getur hindrað það.
Það er auðvitað gaman fyrir verkfræðinga að fá að teikna 300 metra sprellibrú í stað 84 metra brúar brúar sem hægt er að kaupa eftir priskúrant eins og gömlu hengibrýrnar okkar. Brúargerð erlendis er löngu orðin stöðluð og þarf ekki séríslenskar aðstæður til að framleiða þær.
En er ekki úr vegi að Selfyssingar hugsi aðeins hvaðan þeir komu og séu sáttir við forsendur bæjarins?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Því miður eru þetta sömu gagnrök gegn brú og voru uppi þegar byggja átti þá brú sem nú liggur um Hellu í stað þeirrar gömlu sem þorpið byggðist við.
Sú brú var talin "langt fyrir utan" Hellu. Nú hefur byggðin færst sig að henni án þess að þar hafi orðið til neitt svipaður umferðarhnútur og myndast í gegnum Selfossbæ á meðan aðeins er farið um það brúarstæði.
Núverandi brú við Hellu er á besta stað og nýja Ölfusárbrúin verður það líka og stórkostleg samgöngubót að því að fara meðfram núverandi byggð um þjóðveg eitt í stað þess að troðast í umferðarteppu í krókaleiðinni sem núverandi brú býður upp á.
Ómar Ragnarsson, 24.9.2017 kl. 21:09
En af hverju ekkki stíflu Ómar og virkjun? Er það ekki meira vit en þessa stælbrú?
Halldór Jónsson, 24.9.2017 kl. 21:40
Og það er alveg óþarfi að hafa umferðarteppur , leggja veg bakkanum er ein leið
Halldór Jónsson, 24.9.2017 kl. 21:41
Það er ókostur við að færa þjóðveg frá byggð. Dæmi eru nokkur um stofnbrautir svokallaðar sem æagðar eru utan byggðarkjarna.
Öll umferð hverfur úr byggðinni og þar með megnið af ferðamönnum og ferðatengdri þjónustu. Selfyssingar, sem nú eru einmitt að stíla upp á framtíð bæjarinns byggða á ferðamennsku í alfaraleið, mættu máki hugsa fyrir einhverri málamiðlun þarna.
Ef þjöðvegur verður lagður í línu utan byggðarkjarnans, mun Selfoss breytast í svefnbæ. Það að byggðin muni færa sig nær veginu er hún vex, eru undarleg rök. Fyrst og fremst tæki öað áratugi og í öpru lagi þá væri byggðin komin í aömu stöðu og nú. Ef þjóðvegurinn kemur ekki til selfoss kemur selfoss til þjóðvegarins.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2017 kl. 21:43
Nýja brúin er lík brú yfir Firth of Forth / Edinborg í Skotlandi sem opnuð var nýlega eftir áratuga smíð. Er eflaust tákn um ný verkfræðiafrek. Mikið hefur gengið á við brúarsmíðina enda mikið mannvirki með 4 akreinar í hvora átt, áttatíuþúsund bíla á dag. Gamla brúin frá 1890 er einnig tákn um mikla verkfræðikunnáttu og á skrá UNESCO.
Snjöll hugmynd að virkja Ölfusá í leiðinni. Láta virkjunina bera uppi brúarkostnaðinn? Af hverju hafa ekki farið fram umræður um aðra kosti?
Landeyjahöfn er dæmi um verkfræðileg mistök. Verkfræðingarnir hjá Vegagerðinni höfðu ekki fyrir því að ræða við íslenska kunnáttumenn sem starfað höfðu með Þjóðverjum. Vía um heim við svipaðar aðstæður. Staðsetning austan við Markarfljót nú betri kostur og höfnin fyllist af sandi oft á ári.
Að nefna betri kosti á því miður ekki alltaf upp á pallborðið. Hvað ræða við Landsvirkjun um brúargerð? Vegagerðin er þó þekkt fyrir aðhald og góðan rekstur. Hversvegna spyrð þú Selfyssinga Halldór? Eru það ekki skattgreiðendur sem borga eða er hér verið að apa eftir Skotum?
Sigurður Antonsson, 24.9.2017 kl. 21:58
Sigurður, mér finnst Jón Steinar svara því af hverju ég spyr Selfyssinga"Öll umferð hverfur úr byggðinni og þar með megnið af ferðamönnum og ferðatengdri þjónustu. Selfyssingar, sem nú eru einmitt að stíla upp á framtíð bæjarinns byggða á ferðamennsku í alfaraleið, mættu máki hugsa fyrir einhverri málamiðlun þarna."
Er það ekki sjónarmið sem þarf að huga að?
Það er heldur ekki sama hvað svona brú kostar. Brýr eru yfirleitt dýrari eftir því sem þær eru lengri. Eða er ekki svo?
Halldór Jónsson, 24.9.2017 kl. 23:18
Það fóru fram athuganir á virkjun þarna fyrir nokkrum árum en niðurstaðan varð neikvæð. Hefði sennilega orðið ennþá neikvæðari ef ein forsendan hefði verið breiður vegur eftir stíflunni með tilheyrandi öryggiskröfum.
Á meðan á virkjun stæði yrði að beina ánni um hjáleið framhjá og líklegt er að lítil fallhæð gerði afköstin of lítil til þess að þetta myndi borga sig.
Ómar Ragnarsson, 25.9.2017 kl. 00:55
Er ekki eitthvað til, sem heitir gegnumstreymisvirkjun? Virkjun sem virkar án fallhæðar? Laxastigi sennilega nauðsynlegur, ef ekki á að fara illa, fyrir lífríkinu ofan stíflu.
Þetta með staðsetningu brúarinnar er löngu ákveðið. Undarlegt að þetta akuli koma mönnum á óvart. Hvers vegna halda menn að Bónus, Hagkaup og fleiri fyrirtæki hafi byggt nýjar verslnir á nákvæmlega þeim stað, þar sem nýr þjóðvegur kemur til með liggja, að brúarsmíð lokinni?
Allar hugmyndir um nýjan miðbæ á Selfossi eru andvana fæddar og algert glapræði að eyða svo mikið sem krónu meir í það verkefni.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 25.9.2017 kl. 01:35
Ég er vinstri maður og þar af leiðandi ákaflega framsýnn,finnst þessi tillaga mjög flott. Auðvitað byggist Selfoss ekki á því að þjóðvegurinn liggi í gegnum bæinn, Selfoss hefur frá alda öðli byggst upp sem bær með ákveðið þjónustuhlutverk fyrir alla Árnessýslu, þjónustubær fyrir bændur og búalið, þannig byggðist Selfoss upp sem bær.
Það lýsir ákaflega mikilli þröngsýni að halda því fram, að Selfossbær leggist niður, bara af því að þjóðvegurinn sé færður um nokkur hundruð metra, en kannski ekki von þar sem þessi pistill er skrifaður af gamaldags þröngsýnum íhalds kalli.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 25.9.2017 kl. 09:09
Helgi: Það eru nokkuð ný tíðindi að vinstri menn séu ekki þröngsýnir, bara Sjálfstæðismenn. Annað hefur mér nú sýnst gegnum tíðina eins og sauðtryggð ykkar við Karl Marx og Sovéttið. Ég hef ekki sagt að Selfoss leggist af, aðeins að þetta er kostnaðarleg vitlweysa sem hægt er að leysa ódýrar. Og auvitað þarf Selfoss á gegnum traffík a halda. Ef hún er valkostur þá finnst mér valið blasa við. Og virkjunarklosturinn hefur heldur ekki verið rannsakaður í þaula að ég veit best.Stífla með rennslis túrbínum í núverandi brúarstæði og til hliðar við það, hefur það verið kannað?
Helgi minn, þú ættir að hætta að skoða heiminn bara í svart hvítu eins og Lenín og svoleiðis forngripir og reyna að hugsa sjálfstætt án gamaldags kennisetninga.
Halldór Jónsson, 25.9.2017 kl. 11:55
Ómar, það er hægt að byggja stífluna undir núverandi aðkomuvegi að brúnni og gera hana klára og hleypa svo ánni þar í gegn, gamla brúin þá óþörf því áin færi úr núverandi farvegi í gegnum rennslistúrbínur vestanmegin.. Sýnist ekkert stórmál í samanburði við sprellibrúna.
Halldór Jónsson, 25.9.2017 kl. 11:58
Ómar: Að vísu er Ölfusá þarna, sem er vatnmesta á landsins, með aðeins afl uppá einhver 4 Mw þar sem rennslið er aðeins 400 m3/sec eða 400.000kg/m/ sec eða 5444 hestöfl eða 3920 kwh.Það er kannski hægt að gera eitthvað til að auka þetta með hækkun vatnsborðs og jarðgöngum. En þettan er bara bónus ofan á brúarframkvæmdirnar einhverjar 2 milljónir á sólarhring sem eru líka peningar og borga brúna nokkuð klárlega.
Halldór Jónsson, 25.9.2017 kl. 17:06
10 metra fallhæð margfaldar afsköstin altt að tífalr þannig að að það er eftir einhverju að slægjast
Halldór Jónsson, 25.9.2017 kl. 17:11
Íslosun færi um gamla farveginn
Halldór Jónsson, 25.9.2017 kl. 17:12
Er þetta alveg arfavitlaust?
Halldór Jónsson, 25.9.2017 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.