Leita í fréttum mbl.is

Þýzku kosningarnar

fóru mjög nálægt því sem spáð hafði verið siðustu daga. Angela Merkel og CDU eru með 32.5 %, Martin Schulz og SPD eru með 21.7 % og Jörg Meuthen og AfD er með 13.5 % af þingsætum.

Það er sama hvað Góða Fólkið neitar að viðurkenna þá staðreynd að stór hluti fólks er á móti miklum innflutningi flóttamanna og hælisleitenda. Áttundi hluti Þjóðverja mjög mótfallinn innflytjendastefnunni eins og hún hefur verið rekin af Merkel.  Svipuð þróun er í öðrum löndum. Flokkum sem láta sig innflytjendamál nokkru varða vex fiskur um hrygg allstaðar.

Þessi staðreynd mun ekki fara fram hjá Íslandi og mun hafa áhrif á úrslit kosninganna 28.október n.k. Stjórnmálaflokkar munu því verða að gefa upp afstöðu sína í meira mæli en verið hefur. Raunar sáust þess merki á fundi Sjálfstæðismanna á laugardaginn var. Bæði Bjarni Benediktsson og Sigríður Andersen komu inn á þessi mál í sínum ræðum.

Allir flokkar gera sér væntanlega ljóst að stuðningur við áframhaldandi aðgerðaleysi í innflytjendamálum verður ekki til að afla fylgis heldur þveröfugt.Kjósendur almennt vilja sjá að stjórnvöld taki upp ábyrgari stefnu í málaflokknum og látit ekki reka á reiðanum eins og gert hefur verið lengi með óþægilegum afleiðingum.

Þýsku kosningarnar hafa áhrif á niðurstöðu væntanlegra kosninga á Íslandi 28.október n.k.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Fraukan (Frauke) Petry: og þau Jörg Meuthen, frammáfólk Þýzku alternativízku hreyfingarinnar, hafa nú meiri bein í nefi / en hefðbundnar gufur í íslenzkum stjórnmálum, fornvinur góður.

Væri - framsýni Þýzkra samlanda þeirra meiri, hefðu þau átt að ná 40 - 45% fylgi, að minnsta kosti, í þessarri lotu / ef ekki betur.

Koma dagar: koma ráð.

Eða - hvenær, sæjum við þau Bjarna Benediktsson og Sigríði Andersen reka Tamimi fólkið af landi brott, fremur en vini þess:: Sverri Agnarsson og Ahmed Taha Saddeeq, óopinberan sendiherra Saúdí- Arabíu, hér á landi ?

Fremur: en að glottuleita skrautfígúran Katrín Jakobsdóttir (handstýrð: af Steingrími J. Sigfússyni) og aðrir, hennar líkar, yrðu líkleg til svo brýnna, en gagnlegra aðgerða:: aukinheldur ? 

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.9.2017 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband