Leita í fréttum mbl.is

Skynsamleg innflytjendastefna

Kollegi Jóhannes Loftsson, formaður frjálshyggjufélagsins,   skrifar skynsamlega í Morgunblaðið í dag:

"Ef út­lend­ing­ur utan EES vill fá að vinna á Íslandi þá er það hæg­ara sagt en gert. Fyrst þarf at­vinnu­rek­and­inn að aug­lýsa starfið bæði á Íslandi og á EES-svæðinu og fá um­sögn stétt­ar­fé­lags. Aðeins ef eng­inn jafn­hæf­ur um­sækj­andi finnst og um­sögn stétt­ar­fé­lags­ins er já­kvæð, þá má ráða hann eft­ir um­fjöll­un­ar­ferli yf­ir­valda. Það ferli tek­ur aðra 90 daga.

Hvaða at­vinnu­rek­andi ætli nenni að standa í slíku veseni fyr­ir einn starfs­mann? Mis­mun­un­in er þannig sett í lög. Ef sami út­lend­ing­ur miss­ir vinn­una og reyn­ir að fá aðra í staðinn, þarf að end­ur­taka allt ferlið. Og hvernig á hann að lifa á meðan, launa­laus? Þetta er svo ómann­eskju­legt kerfi að það er ekki nóg með að það ýti fólki út í svarta vinnu held­ur skap­ar það kjöraðstæður fyr­ir man­sal og glæp­a­starf­semi. Starfsmaður­inn verður nán­ast eign at­vinnu­rek­and­ans.

 

Vel­ferðarút­flutn­ingsiðnaður­inn

Þeir sem sækja um hæli fá hins veg­ar allt frítt. Frítt hús­næði, frítt fæði, fría heil­brigðisþjón­ustu, fría lög­fræðiþjón­ustu og fría skóla­vist. Eng­inn má þó vinna fyr­ir sér. Oft borg­ar sig síðan fyr­ir hæl­is­um­sækj­and­ann að tak­marka upp­lýs­inga­gjöf­ina eða ljúga um bak­grunn sinn og fyr­ir vikið get­ur um­sókn­ar­ferlið orðið afar flókið og tíma­frekt. Kostnaður skatt­greiðenda er eft­ir því hár. Flest­ir fá síðan höfn­un, þannig að sem land­kynn­ing þá er upp­sker­an ansi döp­ur.

 

Þeir heppnu sem sleppa í gegn eru síðan leidd­ir beint á vel­ferðasp­en­ann sem er stærsta fá­tækt­ar­gildra ís­lensks sam­fé­lags. Þeim er reddað hús­næði og alls kon­ar fé­lags­leg­um stuðningi langt um­fram það sem þá gat einu sinni dreymt um í heima­land­inu, en leið og þeir fara að vinna í sín­um mál­um þá eiga þeir á hættu að stuðning­ur­inn tap­ist. Stærstu fórn­ar­lömb vel­ferðar­kerf­is­ins eru nefni­lega ekki gef­end­urn­ir, held­ur þiggj­end­urn­ir, sem þurfa að sætta sig við að tak­mörkuð lífs­gæði gegn því að há­marka stuðning­inn.

Inn­flytj­enda­stefn­an virðist þannig í eðli sínu vera út­flutn­ing­ur á vel­ferðar­kerf­inu þar sem búin er til ný vel­ferðarháð fá­tækt­ar­stétt sem þegar fram líða stund­ir mun verða rót sundr­ung­ar og for­dóma í ís­lensku sam­fé­lagi. Kostnaðarbaggi vel­ferðar­inn­flytj­endanna mun síðan bara vaxa, eins og ýt­ar­leg­ar rann­sókn­ir á Norður­lönd­um hafa staðfest.

Allt er þetta vegna óafsak­an­legra rík­is­af­skipta og for­dóma.

 

Frjáls­hyggju­lausn­in

Aðkoma rík­is­ins að inn­flytj­enda­mál­um á ein­göngu að tak­mark­ast við ör­ygg­isþátt­inn.

 

Leggja þarf niður allt hæl­isveit­inga­kerfið í heild sinni. Fólk sem vill búa hér þarf að geta unnið fyr­ir sér sjálft eða geta sýnt fram á full­an stuðning einkaaðila (eða góðgerðarfé­lags) meðan á dvöl stend­ur. Slíkt góðgerðarstarf verður alltaf að vera í hönd­un­um á þeim sem borg­ar með frjáls­um fram­lög­um, því ef sá sem gef­ur gjaf­irn­ar ber enga ábyrgð (eins og ríkið ger­ir alltaf), þá er ekki leng­ur um góðgerðarstarf að ræða held­ur arðrán af ein­um hópi til að hygla falskri sjálfsímynd annarra sem tíma ekki að borga eig­in „góðverk“. Eng­in tak­mörk eru á sóun­inni og vit­leys­unni sem slíkt ábyrgðarleysi get­ur leitt af sér.

Öll mis­mun­un gagn­vart út­lend­ing­um til vinnu á hins veg­ar eng­an rétt á sér og um leið og út­lend­ing­ur hef­ur sýnt fram á að hann hef­ur vinnu með nægj­an­leg­um fram­færslu­tekj­um, þá á að af­greiða at­vinnu­leyfið sam­dæg­urs. Slíkt er eðli­legt þar sem ör­ygg­is­út­tekt á inn­flytj­end­um hef­ur ekk­ert með at­vinnu­leyfi að gera og skort­ur á at­vinnu­leyfi veit­ir al­menn­ingi enga vernd ef um hættu­leg­an ein­stak­ling er að ræða.

Halda þarf öll­um ný­bú­um utan hins op­in­bera vel­ferðar­kerf­is a.m.k. fyrstu 5 árin, enda hafa þeir ekk­ert borgað í hít­ina sjálf­ir. Þann tíma þurfa þeir að kaupa eig­in heil­brigðis­trygg­ing­ar, eig­in at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar og vera al­veg sjálf­bær­ir með hús­næði og all­ar nauðsynj­ar. Besta leið til að aðlag­ast nýju landi er að vinna við hlið heima­manna og öðlast sjálf­stæði og virðingu, óháðir bitling­um annarra.

Aðgang­ur að skóla­kerf­inu ætti þó að vera öll­um op­inn, því mennta­kerfið vinn­ur með aðlög­un.

Hár fram­færslu­kostnaður og tak­markað fram­boð starfa mun síðan sjá um að viðhalda eðli­legri fjölg­un inn­flytj­enda miðað við þarf­ir markaðsins, án þess að hönd hins op­in­bera þurfi að koma nærri. Hví í ósköp­un­um ættu t.d. „flótta­menn“ frá lág­launa­lönd­um eins og Alban­íu, þar sem meðallaun­in eru um 300 kr á tím­ann, að reyna að setj­ast að í mikl­um mæli á Íslandi, sem er eitt dýr­asta land á jarðar­kringl­unni. Þeir hefðu aldrei efni á að búa hér. Hæf­ir, sjálf­bær­ir ein­stak­ling­ar myndu hins veg­ar sjá tæki­færið í slíkri for­dóma­lausri inn­flytj­enda­stefnu og gætu ákveðið að flytj­ast hingað, með veru­leg­um ávinn­ingi fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf.

Land­vist­ar­leyfið yrði síðan að vera skil­yrt, og ef að í ljós kæmi að um hættu­leg­an ein­stak­ling væri að ræða, vegna glæpa­hegðunar eða tengsla við hryðju­verka­hópa þá yrði að vísa viðkom­andi um­svifa­laust úr landi, óháð upp­runa­land­inu.

Svona inn­flytj­enda­stefna þar sem að góðgerðarfé­lög ein sinna góðgerðar­mál­um og ríkið leyf­ir at­vinnu­rek­end­um að ráða eig­in mannaráðning­um, er ekki ný af nál­inni og hef­ur verið reynd áður. Úr varð best heppnaða inn­flytj­enda­tilraun allra tíma. Banda­rík­in."

Það er algerlega óásættanleg sú framkvæmd sem ríkt hefur í móttöku hælisleitenda til þessa. Hvernig búin hafa verið til samúðarslys fyrir þjóðina og Alþingi að leysa með því að halda börnum í gíslingu afgreiðsluleysis embættisfólks okkar árum saman þannig að úr verði óleysanleg tilfinningaflækja auk þeirra félagslegu vandamála sem eru legíó um allt samfélagið og valda stjórnmálalegum klofningi og hatrömmum deilum.

Bjarni Benediktsson  formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur opnað á hugmyndir um vegabréfaáritanir til landsins. Þessar tillögur myndu fara langt með að leysa þau mál sem Jóhannes lýsir í hinn skarplegu grein sinni. Þessar tillögur mun því í aðeins komast að fái Bjarni og hans flokkur aðkomu að stjórnarmyndun eftir 28.október n.k.

Það má taka mark á tillögum kollega Jóhannesar um skynsamlegustu innflytjendastefnuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 3420663

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband