Leita í fréttum mbl.is

Verkfræðilegt afrek

held ég að smíði bráðabirgðabrúar fyrir Steinavötn sé.Það þarf að kynna þessa merku framkvæmd meira fyrir almenningi en sem komið er nú.

Júlíus Sesar byggði brú yfir Rín á 30 dögum. Þeirrar framkvæmdar þyrft að geta meira til jafns við brú Pattons nærri tvöþúsund árum síðar. Eða stíflugarðs Alexanders mikla þegar hann tók borgina Tyrus sem var óvinnandi úti í sjó. Eða fyrstu stíflugerðar Íslendinga þegar þeir breyttu farvegi Öxarár til þess að Drekkingarhylur og fleira gæti myndast á þingstaðnum fyrir neðan.  

Það eru sigrar hugvitsins sem fleyta mannkyninu áfram þó máttur eyðileggingarinnar,dauða fjöldans og hryllingur eldsins  fá yfirleitt æðri sess í sögunni. Uppgötvun Alexanders Fleming bjargaði líklega fleiri mannslífum en öllum stríðskóngum mannkyns tókst að tormtíma í samanlagðri sögunni.

Við skulum taka eftir því sem vel er gert í verkfræðilegum afrekum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Mín kenning er sú, að tækniþróunin hafi mótað hina sögulegu þróun mannkyns allt frá gerð frumstæðustu verkfæra og smíði hjólsins.  Hernaðarsagan er lýsandi dæmi um þetta. 

Ég tek undir með þér, kollega Halldór, um þessa bráðabirgða brú yfir Steinavötn.  Ég tók strax eftir því í viðtölum við verkefnisstjóra Vegagerðarinnar, að hún vissi, hvað hún söng.  Vegagerðin fær rós í hnappagatið.

Bjarni Jónsson, 4.10.2017 kl. 10:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk kollege Bjarni, þetta fór ekki framhjá þér sem við var að búast.

Halldór Jónsson, 4.10.2017 kl. 12:55

3 identicon

Landeyjahöfn

Vaðlaheiðargöng

Jón (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband