4.10.2017 | 13:12
Vinstri stjórn i pípunum
Óli Björn skrifar ágæta áminningu hvers sé að vænta að afloknum kosningum. Óli Björn segir í Morgunblaðinu í dag:
"Kjósendur þurfa ekki að velkjast í neinum vafa um fyrirætlan vinstri flokkanna, komist þeir í ríkisstjórn að loknum kosningum: Skattar og álögur á einstaklinga og fyrirtæki munu hækka. Fyrirheitin (hótanirnar) liggja fyrir. VG lofar nær 334 milljörðum í auknar álögur á fimm árum en Samfylkingin »aðeins« 236 milljörðum.
Þrátt fyrir að tekjuáætlun fjármálaáætlunar geri ráð fyrir að skatttekjur ríkissjóðs verði 185 milljörðum króna hærri árið 2022 en í fjárlögum yfirstandandi árs, eru vinstri menn sannfærðir um að auka þurfi tekjur enn meira - fara verði dýpra í vasa einstaklinga og fyrirtækja. Um 83 milljarða raunhækkun útgjalda - fyrir utan stofnkostnað - er ekki nægjanleg og því haldið fram að um »blóðugan niðurskurð« sé að ræða.
Þessi fyrirheit eða hótanir, eins og margir kalla skattastefnu vinstri flokkanna, komu fram með skýrum hætti á liðnu vori í nefndarálitum fulltrúa flokkanna um fjármálaáætlun 2018-2022. Í breytingatillögu fulltrúa Vinstri grænna voru skattahækkanirnar settar undir einn hatt - ýmsar skatta- og eignatillögur. Fulltrúi Samfylkingarinnar lagði hins vegar fram nokkuð sundurliðaðar tillögur. Í andsvörum á þingi upplýsti fulltrúi Vinstri grænna félaga sinn í Samfylkingunni um eftirfarandi: »Ég get þó upplýst háttvirtan þingmann um að það liggur fyrir að við höfum rætt um tekjuskatt, þ.e. þrepaskipt tekjuskattskerfi. Við höfum talað um auðlegðarskatt, auðlindagjöld, fjármagnstekjuskatt, kolefnisgjald, gjöld á ferðaþjónustu, bætta skattheimtu, sykurskatt o.s.frv. Þetta er ekkert nýtt í málflutningi Vinstri grænna og það hefur í sjálfu sér ekkert breyst frá því við vorum saman í ríkisstjórn hvar við viljum helst taka tekjurnar og setja þær niður.«
Samkeppni um hækkun skatta
Í samkeppninni um auknar álögur hefur VG ótvírætt vinninginn. Fái Vinstri grænir umboð kjósenda mega þeir reikna með þyngri byrðum - ígildi um 987 þúsund kr. á hvert mannsbarn eða 3,9 milljóna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á fimm árum. Í samanburði eru hugmyndir Samfylkingar næstum hógværar. Tillögur þeirra jafngilda um 698 þúsund krónum á hvern Íslending eða tæplega 2,8 milljónum á fjölskyldu.
Vinstri menn voru ekki í hópi þeirra sem fögnuðu þegar Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, tilkynnti haustið 2015 um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að lækka tekjuskatt einstaklinga. Neðsta þrepið lækkaði sem og milliþrepið sem var síðan fellt niður um síðustu áramót. Fækkun skattþrepa og þar með einföldun skattkerfisins er eitur í beinum þeirra sem líta á lækkun skatta sem »afsal« ríkisins á tekjum.
Þegar ákveðið var að lækka efra þrep virðisaukaskatts úr 25,5% í 24% fannst skattaglöðum vinstri mönnum fremur að verið væri að veikja skattastofna en að stuðla að lækkun vöruverðs og þar með bættum hag neytenda. Afnám almennra vörugjalda og niðurfelling tolla, sem hefur stuðlað að aukinni samkeppni og lægra vöruverði, enda töldu erlend verslunarfyrirtæki hægt að hasla sér völl hér á landi (Costco og H&M), var lítt til að gleðja talsmenn skattheimtu. Formaður Samfylkingarinnar heldur því fram að með lækkun virðisaukaskatts sé ríkið »að missa marga milljarða« og telur þá er vilja lægri álögur vera illa haldna af » einhverju skattalækkunar-fetish«.
»Þær breytingar sem gerðar hafa verið undanfarin ár [á sköttum] fólu í flestum tilfellum í sér afsal á tekjum í ríkissjóð en eru látnar heita einfaldanir, en ekki skattalækkanir eins og rétt væri,« sagði fulltrúi Vinstri grænna í umræðum um fjármálaáætlunina í maí síðastliðnum.
Í hugarheimi vinstri manna er það vísbending um skattstofnar séu »vannýttir« og að ríkissjóður hafi »afsalað« sér tekjum ef eitthvað hreyfist.
Stoðir velferðar
Hugmyndafræði skattaflokkanna sem boða stóraukin útgjöld samhliða auknum álögum og þyngri sköttum, liggur fyrir enda eru þeir sannfærðir um að vel hafi tekist til í skattamálum 2009 til 2013. Vinstri grænir líta svo á að nær 200 breytingar á skattalögum hafi verið stærsti hugmyndafræðilegi sigur þeirra. Og það er einbeittur vilji þeirra að endurtaka leikinn.
Það er gegn þessari hugmyndafræði sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur einn og getur haft burði til að koma í veg fyrir að skattagleðin taki aftur völdin og skattmann leiki lausum hala. Það hefur verið og verður alltaf meginstef í stefnu Sjálfstæðismanna að halda sköttum í lágmarki og að fólk haldi sem mestu af því sem það aflar. Það er í anda þessarar grunnstefnu sem ég hef starfað og mun starfa.
Þorbjörn Þórðarson greinir kosningarnar með ágætum hætti í leiðara Fréttablaðsins síðastliðinn mánudag. Í niðurlagi skrifaði Þorbjörn:
»Óháð stuðningi við einstaka flokka er mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir að atkvæði með auknum ríkisútgjöldum mun til lengri tíma ýta undir óstöðugleika í hagkerfinu hér á landi og veikja þá vinnu sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum til að styrkja umgjörð peningastefnunnar. Án ábyrgrar stefnu í ríkisfjármálum verður aldrei hægt að treysta stoðir velferðarkerfisins til langframa.«
Kosningarnar snúast um þetta - um festu, stöðugleika og velferð eða afturhvarf til skattagleðinnar 2009 til 2013. "
Ég hitti athafnamann sem viðraði áhyggjur sínar um framtíð þjóðarinnar eftir kosningar.Hann sagði að fyrst að andlitið á Indriða H. Þorlákssyni vaæri farið að sjást aftur á sjónvarpi í sambandi við uppgang VG þá byggist hann við því versta. Hann sagðist ætla að skrá sig burt af landinu í tæka tíð og koma sér í skjól. Koma hingað sem gestur aðeins.Og það myndi muna um þennan mann get ég sagt af reynslu.
Það er vissulega vá fyrir dyrum hjá þjóðinni ef á að fara að enduvekja stjórninina frá 2009. Það er eins og Íslendingar læri aldrei af reynslunni hversu bitur sem hún er. Við erum varla lausir undan einokunarverslun Dana og búnir að stofna lýðveldi þegar hálf þjóðin er ólm í að ganga í ESB og komast undir forræði frú Merkel á sama tíma sem Katalónar eru að gera uppreisn gegn þessu öllu.
En þegar vinstristjórnarandlit Indriða H. Þorlákssonar guðar á gluggann þegar skattamálin eru til umræðu þá boðar það ekki góða tima fyrir frjálshyggjumenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Já, gullfiskaminnið hjá Íslenskum kjósendum lætur ekki að sér hæða. Menn eru búnir að GLEYMA skattabrjálæðinu, sem greip um sig hjá Gunnarsstaða Móra, síðast þegar hérna var VINSTRI STJÓRN. En það er sagt að hver þjóð fái yfir sig þá ríkisstjórn sem hún á skilið. HVAÐ HAFA ÍSLENDINGAR GERT, SEM VELDUR SVONA HARÐRI REFSINGU??????????
Jóhann Elíasson, 4.10.2017 kl. 15:15
.....Og enginn var jafnfljótur að svíkja kosningaloforð sitt en Steingrímur 2008(9),3x nei viljum ekki í esb.
Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2017 kl. 16:45
Karvel, ertu sjónlaus og heyrnarlaus á ALLT sem "Vinstri Hjörðin" gerir????
Jóhann Elíasson, 4.10.2017 kl. 18:11
Ég get tekið undir hvert orð, sem Óli Björn segir í greininni, en er nú samt ekki trúuð á, að þessar spár um vinstri stjórn gangi eftir. Mér finnst þetta byggjast á tómri óskhyggju Sovétfréttastofumanna Rúv og 365 miðla með tilraun til að hafa áhrif á kjósendur - því miður. Það er engu líkara, en þeir hjá Rúv og 365 auk Félagsvísindastofnunar og MMR hafi félagaskrá og kjósendalista VG og Samfó hjá sér og taki úrtak úr þeim listum, þegar þeir eru að gera þessar kannanir, en reyni svo að spyrja aðra að auki, sem ekki eru á listunum, og kjósa aðra flokka, til þess að skoðanakannanirnar líti trúverðuglega út. Mér finnst þetta alls ekki marktækt, enda hefur það sýnt sig líka. Við gætum búið til eða látið gera svona skoðanakannanir fyrir okkur, þar sem tekið er gott úrtak úr félagaskrám og kjósendalistum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, og tekið svo fleiri með, sem kjósa aðra flokka til þess að þetta líti nú trúverðuglega út, en ósköp væri nú lítið að marka slíkar kannanir. Svona lítt trúverðugar kannanir eru samt ekki bundnar við Ísland eitt. Það höfum við getað séð, t.d. varðandi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og Frakklandi, og svo Brexit. Við getum bara þakkað fyrir, að þessar skoðanakannanir skuli ekki vera kosningar. Við skulum spyrja að leikslokum í enda mánaðarins, enda er ég ekki viss um, að fólki hugnist önnur vinstri stjórn, hvað þá Reykjavíkurmunstrið, eins gæfulegt og það er eða hitt þó. Björn Bjarnason, fv. ráðherra, sagði mér líka, að VG væri klofin, þar sem Svandís ynni alltaf á móti Kötu og hennar liði. Ef Kata vildi fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, eins og margir virðast vera að fiska eftir, þá vildi Svandís ekki heyra á slíkt minnst, og berðist harðri baráttu á móti slíkri ríkisstjórn, þar sem hún sæi allt svart og rautt, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Svo að VG er nú ekki traustvekjandi flokkur svo sem, frekar en Píratarnir, sem koma aldrei með neinar lausnir, heldur vilji frekari skýringar og spyrji og spyrji æ fleiri spurninga. Þeir eru ekki gjaldgengir heldur fyrir það eitt. Ég hef nú ekki trú á því, að Samfó fái svona mikið, eins og sagt er, að þeir muni fá, og tóm óskhyggja. Dagur og Hjálmar sjá fyrir því, enda vill fólk ekkert með þessa Samfójólasveina hafa, hvort heldur í borg eða á Alþingi. Svo að við skulum anda rólega og vona það besta.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 23:48
Ég held að það væri nær fyrir Óla Björn og aðra sjálfstæðismenn að líta í eigin barm og spyrja sig af hverju kjósendum Sjálfstæðisflokksins er alltaf að fækka, frekar en að eyða tíma sínum í spádóma um allan þann skaða sem hugsanleg vinstri stjórn gæti valdið landi og þjóð.
Þórir Kjartansson, 5.10.2017 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.