Leita í fréttum mbl.is

Ţrílýgur Ţorvaldur

prófessor doktor í mörgum greinum hagnýtrar stćrđfrćđi ţegar hann fullyrđir enn í Fréttablađinu ađ 67 % kjósenda hafi samţykkt bulliđ úr ólögmćtu stjórnlagaráđi ţegar sannleikurinn er nćr 31 %.

Makalaust hvađ ţessi vinstri sinnađi pólitíski ţjóđrćgjandi endist til ađ skrifa ţessar lygar sínar á fimmtudögum í ţađ sem hlýtur ađ vera hiđ lítt lesna Fréttablađ ţví ţar mótmćlir aldrei neinn lesandi ţesari matreiđslu prófessorsins.

Prófessorinn toppar sjálfan sig í dag međ ţrílygi talnanna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nú á ţví ađ minna en 20% kjósenda hafi stutt ţennan spurningalei, ţar sem forđast var ađ spyrja um framsal ríkisvalds, sem ţó var upphaflegur tilgangur stjórnarskrármálsins.

Annars held ég ađ ţađ séu allir hćttir ađ lesa ţennan vindbelg.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.10.2017 kl. 09:30

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góđ vísa er aldrei of oft kveđin.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 5.10.2017 kl. 09:34

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt hjá ykkur báđum, Halldór og Jón Steinar, um talnablekkingar Ţorvaldar, hins rammpólitíska prófessors, og um annarlegan tilgang Samfylkingar ađ baki ţess ađ stokka upp stjórnarskrána.

Sjá nánar hér: http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/2202858/ =  

Ingibjörg Sólrún afhjúpađi tengslin milli óskastefnu Samfylkingarinnar ađ keyra okkur inn í ESB og stefnu hennar á stjórnarskrár­breytingar

Jón Valur Jensson, 5.10.2017 kl. 09:52

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Dr. Hannes H. Gissurarson ritađi:

„Ţjóđin“ hefur valiđ stjórnarskrá, segja Gunnar Smári, Ţorvaldur Gylfason og fleiri. Í kosningum til stjórnlagaţings var ţátttakan ađeins 36,8%. M.ö.o. höfđu 63,2% ekki áhuga. Kosningarnar voru síđan dćmdar ólöglegar. Ţá skipađi stjórnin sama fólk í „stjórnlagaráđ“. Kjörsóknin um tillögur ţess var 48,4%. M.ö.o. höfđu 51,6% ţjóđarinnar ekki áhuga. Af ţeim, sem kusu, vildu 67% miđa viđ uppkastiđ frá „stjórnlagaráđinu“. Ţetta merkir, ađ einn ţriđji kjósenda samţykkti ţetta uppkast. Tveir ţriđju hluta ţjóđarinnar samţykktu ţađ ekki, mćttu annađhvort ekki á kjörstađ eđa greiddu ekki atkvćđi međ ţví. Til samanburđar var kjörsóknin vegna lýđveldisstjórnarskrárinnar 1944 98,4%, og hana samţykktu 98,5% ţeirra, sem greiddu atkvćđi. Getum viđ, sem styđjum gömlu, góđu lýđveldisstjórnarskrána, ekki frekar talađ í nafni ţjóđarinnar en ţessir fulltrúar eins ţriđja hluta ţjóđarinnar, sem leist vel á uppkast hins ólöglega „stjórnlagaráđs“ ...

Jón Valur Jensson, 5.10.2017 kl. 10:55

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Gústi", ţú gengur nokkuđ langt í ađ reyna ađ ljúga međ hjálp tölfrćđinnar en vegna ŢEKKINGARSKORTS á faginu, er árangurinn hörmulegur... cool

Jóhann Elíasson, 5.10.2017 kl. 10:59

6 identicon

Ţetta er nú meira bulliđ í ykkur strákar.  Ţiđ eruđ ađ reikna ykkur atkvćđi ţeirra sem mćttu ekki á kjörstađ. Lýđrćđis ást ykkar er mikil og ég segi nú bara " hvađ nćst ".

Brynjar (IP-tala skráđ) 5.10.2017 kl. 11:10

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 

Ég hafđi ýmislegt viđ ţessar "kosningar" ađ athuga og fannst fyrirkomulagiđ einstaklega ruglingslegt og órökrétt. Skilađi ţví auđu.

 

Svona leit kjörseđillinn út:

 

 ---

1. Vilt ţú ađ tillögur stjórnlagaráđs verđi lagđar til grundvallar frumvarpi ađ nýrri stjórnarskrá?

 

2. Vilt ţú ađ í nýrri stjórnarskrá verđi náttúruauđlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar ţjóđareign?

 

3. Vilt ţú ađ í nýrri stjórnarskrá verđi ákvćđi um ţjóđkirkju á Íslandi

 

4. Vilt ţú ađ í nýrri stjórnarskrá verđi persónukjör í kosningum til Alţingis heimilađ í meira mćli en nú er ?         

 

5. Vilt ţú ađ í nýrri stjórnarskrá verđi ákvćđi um ađ atkvćđi kjósenda alls stađar ađ af landinu vegi jafnt ?

 

6. Vilt ţú ađ í nýrri stjórnarskrá verđi ákvćđi um ađ tiltekiđ hlutfall kosningarbćrra manna geti krafist ţess ađ mál fari í ţjóđaratkvćđagreiđslu ?

 

---

Í spurningu 1 var ekki veriđ ađ greiđa atkvćđi um nýja stjórnarskrá, heldur um hvort „tillögur stjórnlagaráđs verđi lagđar til grundvallar frumvarpi ađ nýrri stjórnarskrá“.  Sem sagt, ekki var veriđ ađ greiđa atkvćđi um stjórnarskrá, heldur tillögur (drög) ađ stjórnarskrá. Ţetta er ţví ekkert annađ en skođanakönnun.

Svari ég fyrstu spurningunni neitandi, ţá liggur ţađ í hlutarins eđli ađ ég á ekki ađ svara spurningum 2-6. Annađ vćri órökrétt.

Milli fyrstu og annarrar spurningarinnar í ţessari skođanakönnun hefđi átt ađ standa:

„Ef svariđ viđ fyrstu spurningunni er JÁ, ţá skal svara spurningum 2-6, annars ekki“.

 

 

 

 

 

 

Ágúst H Bjarnason, 5.10.2017 kl. 12:50

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ţráhyggjan ţess efnis ađ allir Bandaríkjaforsetar frá upphafi hafi veriđ í bullandi meirihluta af ţví ađ innan viđ 30% fólks á kosningaaldri kaus ekki, virđist engan enda ćtla ađ taka. 

Kjósendur eru ađeins ţeir sem kjósa. 

Ţeir, sem ekki kjósa eru ekki kjósendur. 

Samkvćmt rökunum, sem beitt er ć ofan í ć hér á síđunni, samţykkti minnihluti "kjósenda" fullveldi Íslands 1918. 

Og mikill minnihluti "kjósenda" samţykkti afnám vínbanns á fjórđa áratugnum. 

Ómar Ragnarsson, 5.10.2017 kl. 13:36

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vínbanniđ er ekki sambćrilegt viđ mikilvćgi stjórnarskrár. Og ţađ er langt seilzt hjá Ómari, sem sat í ólöglegu nefndinni ("stjórnlagaráđi"), ađ bera saman viđ kosningaţátttöku 1918 ţegar Spćnska veikin herjađi á ţjóđina og konur voru nýkomnar međ kosningarétt, en lítt fróđar um stjórnmál.

Jón Valur Jensson, 5.10.2017 kl. 14:36

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar hafđi ekki ţjóđarumbođ til setu í nefndu ráđi, einungis ólögmćtt pólitískt val naums meirihluta vinstri ţingmanna á Alţingi!

Var Ómar hress međ 48,4% kjörsókn til ađ kjósa um illa formađar og lítt kynntar tillögur "ráđsins"? Var hann hlynntur ţví ađ vísvitandi var komiđ í veg fyrir ađ kjósendur fengju sitt ađ segja um framsal fullveldis (til Evrópusambandsins, sá var tilgangurinn!)?

Jón Valur Jensson, 5.10.2017 kl. 14:50

11 Smámynd: Íslenska ţjóđfylkingin

Já,sá var tilgangurinn samkvćmt orđum formanns og varsform. Samfylkingarinnar, Ingibjargar Sólrúnat og Ágústs Ólafs, 2009! Sjá hér:  Ingibjörg Sólrún afhjúpađi tengslin milli óskastefnu Samfylkingarinnar ađ keyra okkur inn í ESB og stefnu hennar á stjórnarskrár­breytingar

Íslenska ţjóđfylkingin, 5.10.2017 kl. 21:52

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakiđ, innleggiđ var mitt.

Jón Valur Jensson, 5.10.2017 kl. 22:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband