Leita í fréttum mbl.is

Hugh Hefner

stofnandi Playboy veldisins var merkur maður. Hann var háskólagenginn með próf í sálfræði sem gerðist blaðamaður. Hann vann á Esquire ritinu sem er svona fyrirrennari Playboy. hann lenti í kaujpdeilu við það blað útaf 5 dollurum og sagði upp.Fór og sló gömlu múttu sína um þusund kall og einhverjir fleiri lögðu fram smáaura. Hann kom út fyrsta eintakinu og seldi 50.000 eintök.

Miðopna fyrsta tölublaðsins voru gamlar nektarmyndir af Marlyn Monroe. Hefner hitti hana aldrei en keypri sér samt legstað við hlið hennar á 75.000 dollara.

Margar heimsfrægar stjörnur áttu frægð sína að þakka að komast á centerfold eða miðsíðu  í Playboy. Stíll blaðsins uppfyllti allar þrár ungra manna með myndum af töffaragræjum, bílum mótorhjólum. Alla dreymdi un um glamúrinn sem Hefner sagðist lifa í meðal fagurra meyja í Playboy höllinni. Samt var Hefner þrígiftur þannig að hann var kannski ekki alltaf sá kvennabósi sem hann þóttist vera.En hann sagði samt að enginn maður hefði getað óskað sér betra lífs en hann fékk að njóta meðal fagurra vinkvenna sinna.

Þetta var merkur maður sem breytti heiminum, gerði margt kvenfólk að ríkum stjörnum og uppfyllti drauma margra manna. Playboy var skemmtilegt rit með margar góðar greinar og brandara. Glansandi á fallegum pappír þar sem myndirnar nutu sín. Hefner dó næsta snauður af fé en hafði selt allt sitt gegn milljón dollara kaupi á ári og frírri búsetu í Playboy-höllinni. Milljónin dugði víst ekki fyrir útgjöldum hans.

Gamla  togarbullan eins og Bogi Ólafsson kallaði þá togarsjómenn, Árni Matthíasson sem segist vera femínisti á Mogganum hefur þetta að segja um Hefner:

"Ýmsar fréttir dundu yfir í síðustu viku, misskemmtilegar eins og gengur. Meðal góðra frétta var að hinn fjörgamli útgefandi Playboy túttutímaritsins, Hugh Hefner, frægasti melludólgur heims, gaf upp öndina.

Þó að hórmang hans hafi falist í að selja sýndaraðgang að líkömum kvenna í tvívíðu formi, en ekki í raun og veru, þá byggðust öll hans auðævi einmitt á þeirri hugmynd að allt sé falt og ekkert of aumt til að græða megi á því.

Nú má vel vera að þú hafir lesið Playboy stundum, kæri lesandi, og kannski lastu það oft og sagðist jafnvel vera að gera það vegna viðtalanna eða greinanna sem þóttu margar góðar. Ég las það líka stundum á árum áður, maður rakst á það í messanum og það var vissulega í því sitthvað forvitnilegt, ekki síst ef ekkert annað lesefni var tiltækt, þó að myndaopnurnar væru stundum klístraðar saman, ef ekki var búið að rífa þær úr blaðinu. Fyrir vikið hef ég hissað mig á því hve margir hafa borið lof á Hefner látinn undanfarið, menn úr ýmsum áttum (nánast aðeins karlmenn) hrósað honum fyrir menningarstarf sitt, fyrir að hafa birt greinar eftir þekka spekinga og sögur eftir slungin skáld, en skautað um leið framhjá því hve fyrirlitleg hans meginiðja var.

Enginn maður á okkar tímum á nefnilega meiri þátt í því að gera líkama kvenna að verslunarvöru en einmitt það fallna fól. Það er honum að „þakka“ að alsiða varð að selja varning með kynferðislegum tilvísunum á kostnað kvenna, hvort sem það var áfengi, fatnaður, bifreiðar, matvara, snyrtivara, skartgripir, raftæki, tölvur (og forritun), skór og svo framvegis og svo framvegis.

Mér er til efs að nokkur maður hafi lyft öðru eins grettistaki í þágu feðraveldis og nauðgunarmenningar. Útgáfuferill Hughs Hefners hófst í desember 1953 þegar fyrsta tölublaðið af Playboy kom út.

Upphaflega átti blaðið reyndar að heita „Steggjapartý“, sem segir sitt um fyrirhugað inntak, en Playboy-nafnið breiddi betur yfir lágkúruna sem blaðið byggðist á. Í miðopnu fyrsta tölublaðsins var mynd af fáklæddri konu, Marilyn Monroe, og myndin birt í óþökk hennar, hafði verið tekin af öðru tilefni mörgum árum fyrr og aldrei notuð. Grunnur Playboy-auðævanna var semsé lagður með því að fullnægja gægjuþörf ófullnægðra unglinga á öllum aldri með myndum sem birtar voru í óleyfi. Nokkuð sem konur hafa glímt við síðan og glíma enn við, meðal annars fyrr tilstilli kóna eins og Hughs Hefners.

Það segir svo sitt um innræti Hefners og lífsspeki að þegar honum verður holað niður verður það við hlið Marilyn Monroe í Westwood Village-kirkjugarðinum. Það er þó ekki vegna vináttu þeirra eða vinsemdar, hann keypti pláss við hlið hennar fyrir mörgum árum til að viðhalda kynferðislegri áreitni út yfir gröf og dauða.

Það hefði farið betur á því að henda hræinu af honum í ruslið." arnim@mbl.is Árni Matthíasson 

Þvílík sjúkleg óþverraskrif hef ég ekki lesið lengi um látinn mann og merkan eins og eftir þennan kommatitt Árna Matthíasson. Orðavalið er varla Morgunblaðinu til sóma eins og fleiri skrif þessa manns.

Hugh Hefner munu menn muna lengur en þennan Árna Matthíasson hvað sem menn gera við hræið af honum í fyllingu tímans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 3420662

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband