Leita í fréttum mbl.is

Um hvað eru kosningarnar?

Snúast þær aðeins um persónu Bjarna Benediktssonar, föður hans, uppreisn æru einstakra manna og það hvort fólk í pólitík megi vera annað en helst gjaldþrota? Snúast þær um illt og spillt innræti Sjálfstæðisflokksins umfram aðra stjórnmálaflokka? Væntanlega þá allt frá stofnun flokksins og upphafs Sjálfstæðisstefnunnar 1929?

Líklega snúast komandi kosningar fyrst og fremst um þetta fái vinstri menn ráðið? Ástand og horfur í þjóðmálum hverfa í skuggann og virðast eiga að vera aukaatriði?

Skyldi það verða aðalatriði í hugum fólks hvor sé í raun meiri skattahækkanaflokkur VG eða Sjálfstæðisflokkurinn?  Hversvegna  deila vinstri menn  svo á Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa sótt svo sífellt meira fé til samneyslunnar sem raun er á orðin? 

Verður það aukaatriði  hversu miklar kauphækkanir opinberir starfsmenn ætli að taka sér í komandi "kjaraviðæðum" Verður það aukaatriði hvort æskilegt sé að stöðugleiki ríki í þjóðarbúskapnum? Verður það aukaatriði að hamlað sé gegn óðaverðbólgu?

Ef VG og samstarfsflokkar koma fram með mikla hækkun auðlindagjalds á sjávarútveg verður það til að auka vöxt í greininni?  Skyldu þeir fagna þessu sem til dæmis ekki hafa séð framkvæmdir Eskju fyrir austan eða aðrar stórframfarir í sjávarútvegi?

Mun nýr auðlegðarskattur á almenning stuðla að innstreymi fjármagns til landsins? Er ekki fjármagn  forsenda framfara til sjávar og sveita?.

Stuðlar það að lækkun byggingakostnaðar ef skattar hækka á fjármagn og fyrirtæki? Mun það stuðla að lækkun fjármagnskostnaðar? Mun það stuðla að auknu framboði húsnæðis fyrir ungt fólk?

Nú er lagt að Sjálfstæðismönnum að afsegja formann sinn Bjarna Benediktsson og hafna forystu hans. Sumir þeirra ganga nú opinberlega til liðs við aðra stjórnmálaflokka.

Hvað getur almennur Sjálfstæðismaður gert í þessari stöðu?  Dettur honum í hug að það muni nú auka fylgi flokksins að láta andstæðingana segja sér fyrir verkum?

Getur svarið verið annað en að kosningarnar snúist um það hvað þjóðinni er fyrir bestu? Ekki um aukaatriði sem ráðalitlir og sundurlyndir vinstri menn vilja ræða fremur en aðalatriði?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um hvað er kosið:

Spurt er, eru kjósendur VG með gullfiskaminni?                     Tökum á móti fleiri flóttamönnum er stefna VG, að lágmarki 500 á ári, og jafna þarf aðstæður og rétt hælisleitenda og svo kallaðra kvótaflóttamanna. Hælisleiendur koma margir hverjir frá Afríku og miðausturlöndum, sem sagt íslenskir skattgreiðendur eiga að taka á sig ofjögunarvanda Afríku,sem sagt íslenskir skattgreiðendur eiga ekki annað betra skilið, fyrst ekki tókst að koma Icesave á þá.Þessi stefna er náttúrlega fullkomlega galin frá A til Z.       VG vill ekki afnema vitlausa verðrtyggingu og okurvexti, spurt er hvernig eiga íslensk fyrirtæki að standast td. samkeppni við Norsk fyrirtæki sem fjármagna sig á marfalt lægri vöxtum, svo ekki sé nú talað um íslenskar fjölskyldur í samanburði við Norskar.     VG og Samfylkingin létu bera 9000 heimili út úr híbýlum sínum, í stað þess að taka vitlausa víxitölu úr sambandi vegna forsendubrests í td. 1-2 ár.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.10.2017 kl. 11:57

2 identicon

Vandamálið er, að það vantar málefni til að kjósa um, enda eru þessar kosningar tilkomnar á mjög hæpnum rökum, og mest út af fíflagangi BF, svo að það er ekki von á góðu. Til þess svo að hafa eitthvað málefni til að kjósa um, þá finna Sovétfréttastofa Rúv og 365-miðlar upp á því að byrja á einelti við Bjarna, eftir að hafa afgreitt Sigmund Davíð á sama hátt, og senda þá "bombu" inní kosningabaráttuna, eldgamalt mál, sem gert er grunsamlegt í von um að óskastjórn þessarra fjölmiðla, vinstri stjórn, eða öllu heldur óstjórn, komist aftur hér til valda, og vilja skaða Bjarna sem mest og hrekja hann í burtu líkt og Sigmund Davíð. Björn Bjarnason gerði þessu góð skil í dagbókafærslu um daginn, og ég er sammála honum. Hann sagði mér um daginn, að VG væru í rauninni tveir flokkar, þar sem Svandís Svavars hefði á móti öllu, sem Kötu dytti í hug, og Svandís tæki það aldrei í mál að vinna í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, þó að Kata væri til í það. Ég vil bara vona, að kjósendur sjái í gegnum þennan ljóta leik, sem Sovétfréttastofa Rúv er í gagnvart Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Ég er líka orðin dauðþreytt á því rugli, og þyki nóg komið af vitleysunni. Þetta gengur ekki lengur. En sem sagt, þegar boðað er svona skyndilega til kosninga út af tómum vitleysisgangi í BF, þá er ekki hægt að finna nein málefni til að kjósa um, - tja, nema þá stöðugleika í stjórnmálum, en VG mun seint standa fyrir því. Svo mikið er víst.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2017 kl. 13:54

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Athugaðu það Guðbjörg að það voru vinstri flokkarnir sem neyddu Bjarna til að boða til kosninga þar sem þeir vildu ekki verja hans stjórn falli þegar hann leitaði eftir því og auk .þess voru bæði Framsókn og Viðsreisn með þvílíka sólóstæla að hann gat ekkert annað en að boða kosningar.

Halldór Jónsson, 7.10.2017 kl. 16:57

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Nafni Guðmundsson

Ágúst EDinarsson pabbi Ágústar Ólafs frambjóðanda lagði til að flytja inn þúsundir Zúlumanna eða Afríkubúa  og setja þá niður á Rangárvöllum. Í alvöru. Svona geta bara ríkisbubbar látið.

Halldór Jónsson, 7.10.2017 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband