8.10.2017 | 23:21
Sjónvarpsumræður
framboðsflokka voru að enda.
Það er varla hægt að ræða málflutning þeirra lélegustu svo illa grundaður hann var. Ég ætla því aðeins að tæpa á þvi sem mér fannst standa uppúr.
Bjarni Bendiktsson afgreiddi frú Friðriksson úr Viðreisn og aðra evruspekinga eins og Loga úr Samfylkingunni með því einu að benda á hvaða yfirburða möguleika íslenskt æskufólk hefði hér á landi miðað við önnur lönd sem hefðu evru með eilítið lægri vexti en hér ríktu um þessar mundir þegar verðbólga væri nánast engin.
Þar með sjá flestir óbrjálaðir að áhrif verðtryggingar eru næsta lítil um þessar mundir meðan verðbólga er lítil sem engin. Því væri stöðugleikinn það sem mestu máli skiptir sagði Bjarni. Hér væri 7 % hagvöxtur á móti engum hagvexti í mörgum evru löndum. Þar væri atvinnuleysi ungs fólks jafnvel 40 %. Ísland væri því óskaland fyrir ungt fólk og hvergi hefði það meiri möguleika en einmit hér á landi.
Menn gætu ekki talað um evru án þess að ræða bæði kosti hennar og galla. Varð frú Friðriksson algerlega klumsa við þetta.
Bjarni spurði Katrínu Jakobsdóttur um hvert hún ætlaði að sækja þá 70 milljarða sem hún boðaði í aukin ríkisútgjöld. Katrín setti auðvitað á langar ræður með mörgum brosum um almennan óskalista Vinstri Grænna. Hún ætlaði ekki að hækka skatta á almennt launafólk sei sei nei heldur á hátekjufólkið. Bjarni var samt búinn að segja að skattbyrði hátekjufólksins eins og lækna til dæmis væri nú sú að þeir hátekjumenn greiddu aðra hverja krónu í skatta. Þesvegna skipti nú máli að halda áfram að lækka skatta á fólk og fyrirtæki en ekki að hækka þá.
Hvaðan ætti hitt að koma þegar allar opinberar greiðslur alls atvinnurékstrar í landinu næðu nú um sjötíu milljörðum spurði Bjarni þessa Katrínu? Hvar myndi þessi viðbótar skattheimta eiga að koma niður?
Katrín svaraði auðvitað engu um þessi atriði eins og við er að búast þar sem hún hefur greinilega ekki neina raunhæfa hugmynd um þetta sjálf. Húnþvælir og slær úr og í og svarar engu efnislegu frekar en aðrir vinstrisinnar.
Og sama gilti um aðra málfundargesti, Sigurð Inga og Loga hjá Samfylkingunni, sem ætluðu báðir að stórauka útgjöld tila alls mögulegs eins og stóraukins heilbrigðiskerfis og menntunar.
Þorvaldur kommi var með lausn í öllu sem var allsherjar félagsvæðing alls efnahagslífs og fjármála og þarf ekki að ræða það betur svo gersamlega óraunhæft allt þetta bull hans er og lauk enda tilvist sinni í gamla Sovétinu fyrir margt löngu.
Allir nema Bjarni og Sigmundur Davíð lögðu áherslu á að stórauka ríkisútgjöld sem ættu hvergi að koma frá neinum sem væri að borga nóg í dag. En hvaðan nákvæmmlega kom enginn þessara bullara með.
Flestir þessarra málfundargesta töluðu um að vextir þyrftu að lækka sérstaklega í þágu unga fólksins. Sem gamall maður veit ég ekki á hvaða á plánetu þetta fólk býr né hversu gersamlega ófrótt það er um liðna efnhagssögu.Ég var ungur maður fyrir meira en hálfri öld. Þá voru vextir í bönkum almennt minnir mig 10-30 % í óðaverðbólgu, og oft 2-3 % á mánuði. En þeir skiptu bara ekki neinu máli fyrir mig eða aðra unga því það var ekkert fé í bönkum eða neins staðar að fá að láni. Engin bankalán var að fá nema stöku lágur víxill hjá Jóhanni í Útvegsbankanum sem einn bankastjóra lánaði nóboddíum. Annað var bara okurlán og klíka.
Ungur maður fór að byggja. Lóðagjöld og eftirlitsgjöld voru mjög lág miðað við í dag. Maður varð að vinna öll kvöld og helgar, steypa sjálfur, rífa mót, hreinsa timbur og slá vini og ættingja fyrir öllu sme vantaði. Vaskur hjá Norðmann, ofnar í Runtal eða Ofansmiðjunni, steypa og spýtur fengust á víxlum,tengdapabbi reddaði einhverju tréverki, frændi lánaði pening, amma lánaði pening fyrir bíl, frændur og vinir komu um helgar að vinna með manni.
Það var engin umræða það ég man um að ríkið þyrfti að leysa húsnæðisvanda ungs fólks eða að vextir þyrftu að lækka. Því það var enginn peningur til neinstaðar. Enda hverfur auðvitað allt opinbert lánsfé ef engir vextir eru í boði sem allir ættu að skilja nema auðvitað íslenskir stjórnmálamenn í framboði.
Engir lífeyrissjóðir voru þá til. Eina langlánið sem fékkst var húsnæðislán við fokheldi sem nam einhverjum þriðjungi af því sem það kostaði að flytja að flytja inn á steininn án gólfefna og inréttinga. Ofan á það kom síðar verðtrygging líka svona fyrir þá sem segja að við af minni kynslóð höfum fengið allt gefið.
Þetta var bara þrotlaus barátta og basl.Það skipti öllu máli að losna úr leigunni sem var kannski fjórðungur af laununum minir mig og fara að greiða sjálfum sér. Eftir sem árin liðu smá lagaðist ástandið hjá okkur þessum workaholics sem þá voru allir meðal ungra. Nú er bara talað um eins og Pálmey hjá dögun að tveggja herbergja íbúð kosti fjörtíu milljónir og þar sé allt vandamálið þegar byggingakostnaður er miklu lægri ef menn byggja með eigin höndum. En það er í móðins lengur heldur segjast stjórnmálaflokkar ætla að leysa vandann ef fólk bara kýs þá.Trúir einhver að vaxtalækkun og afnám verðtyryggingar sé allt sem þarf?
Nú laugar liðinn dag í gulli og maður tárast við að skoða myndir af sér og börnunum ungum frá þessum tíma.
Í heild var þetta ömurlegur þáttur og yfirgnæfandi skelfing að horfa upp á allt þetta bull og ráðleysi. Sunna Ævarsdóttir gekk gersamlega fram af mér í heimsku sinni og ósvífni og það er ótrúlegt að þessi manneskja skuli hafa numið við erlendan háskóla, slíkur var hennar málflutningur. Inga Sæland bilar hvergi í mælskunni og sagði sumt ekki alvitlaust fremur en þjóðfylkingarmaðurinn sem reyndi að koma innflytjendamálum á dagskrá en mistókst ömurlega, þar sem hinir höfðu engan áhuga á að taka á málinu eins og það sé aukatriði sem það kannski er.
Þetta var fundur um ekki neitt. Út úr þessu kom ekkert nema almennt kjaftæði um allt og ekki neitt ef frá er skilið þar sem Bjarni Benediktsson sagði sem eina alveg raunhæfa innleggið til þess að velta þjóðmálum fyrir sér af einhverri skynsemi.
Því miður voru þessar sjónvarpsumræður ömurlega leiðinlegar og skiluðu akkúrat engu að mínu litla viti til að auka skilning kjósenda á viðfangsefninu í kosningunum sem fram undan eru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420656
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Sammála. Ég gafst upp á að hlusta á þetta blaður og bull í þessu liði. Ég hlustaði aðallega á það, sem Bjarni, Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi sögðu, reyndi að hlusta á langlokuna í Ingu Sæland, en gafst svo endanlega upp, nennti ekki lengur að sitja yfir þessu þvaðri og fór að horfa á norska sjónvarpið, enda var ekkert á þessu að græða, og ekkert í þessu, sem maður var ekki búinn að heyra hundrað sinnum áður fyrir hverjar kosningar hér á landi. Þá vilja allir gera allt fyrir alla, og gleyma svo öllu saman eftir stjórnarmyndun. Það er alltaf sama sagan með þetta fólk. Þetta er sennilega ætlað fyrir þá, sem eru ekki búnir að ákveða, hvað þeir ætla að kjósa, en ég efast um, að fólk hafi verið nokkru nær eftir kvöldið í kvöld, og býst ekki við miklu næstu kvöld. Ég er alveg ákveðin í því, hvað ég kýs, svo að ég þarf lítið á þessu að halda, og finnst svona "fundir" heldur leiðinlegir og skila litlu til fólks. Svo er nú það.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2017 kl. 00:05
Nú var ég virkilega ánægð með spyrlana voru hlýlegir og allt gekk eins og í smurðri vél. Já góður lotusigur Bjarna og Sigundar.
Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2017 kl. 03:16
Sigmundar átti það að vera.
Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2017 kl. 03:17
Að tveir Panama-pappírar, tveir skattsvikarar skulu vera flokksformenn er óþolandi með öllu og íslensku þjóðinni til skammar. Þau eru að verða fá Evrópulöndin þar sem þetta mundi líðast og líklega ekkert EU land.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2017 kl. 04:28
Að vanda skildi doktorinn ekki upp né niður í hvað verið var að tala um vegna þráhyggjufordóma sinna. Útskýringar Katrínar á hverjir ættu að borga hefur honum fundist vera í lagi þar sem þær snerta hann ekki sjálfan. Bara persónuníðið skiptir máli hjá þessum vísindamanni.
Halldór Jónsson, 9.10.2017 kl. 07:57
Hvernig skyldi doktor Haukur geta svarað greiningu Bjarna Jónssonar verkfræðings á frammistöðu Katrínar?
"Í kvöld sáum við sýnishorn af því á RÚV, hvernig Katrín Jakobsdóttir fer undan í flæmingi og kemur sér hjá að svara alvöru spurningum á borð við þær, hvernig á að fjármagna 70 milljarða kr á ári ofan á útgjaldaaukann, sem ríkisstjórnin gerði ráð fyrir í 5 ára planinu 2018-2022. Í staðinn geysist hún sem kálfur út um víðan völl. Annaðhvort hefur hún ekki hugmynd um það eða hún þorir ekki að kannast við áform fyrir kosningar, og er hvorugur kosturinn traustvekjandi fyrir "verðandi forsætisráðherra". Það skín þó í gegn, að "verðandi forsætisráðherra" kemst ekki með tærnar, þar sem fráfarandi hefur hælana í pólitískri yfirsýn og skilningi á efnahagsmálum. "Verðandi" er full af innantómum og margtuggðum frösum. Verður Steingrímur J. Sigfússon næsti fjármálaráðherra og aftursætisbílstjóri, eða verður hann utanríkisráðherra ? "
Halldór Jónsson, 9.10.2017 kl. 08:00
Algjörlega sammála þessari færslu hjá þér. Eftir að næstum allir frambjóðendurnir höfðu talað einu sinni, þá gafst ég upp. Það er verulegt áhyggjuefni þegar "stjórnmálamennirnir" ná ekki að fanga hug kjósenda út einn sjónvarpsþátt. Þegar Kata litla fór ENN EINU SINNI AÐ TALA UM HEILBRIGÐISKERFIÐ OG HVERSU NAUÐSYNLEGT VÆRI AÐ HLÚA VEL AÐ ÞVÍ, varð mér öllum lokið. Heilbrigðiskerfið sem hún tók SJÁLF ÞÁTT Í AÐ SKERA SVO NIÐUR AÐ MJÖG ERFITT ER AÐ REISA ÞAÐ VIÐ AFTUR. Og svo kom "gamla tuggan" um að ækja fjármagn til þeirra sem mest bera úr bítum. NÚ HEITIR ÞAÐ EKKI LENGUR SKATTAHÆKKANIR HELDUR "KERFISBREYTINGAR" KEMUR LÍKA MIKIÐ BETUR ÚT Í KOSNINGABARÁTTU. Það litla sem sem ég sá gaf ekki stór eða mikil fyrirheit um framhaldið svo ég fór bara að gera annað mun mikilvægara.
Jóhann Elíasson, 9.10.2017 kl. 11:28
Já Jóhann
mikið skil ég þig vel og það sem þú segir. Það er alveg makalaust hvað spyrlarnir eru vægir finnst mér. Af hverju báðu þeir ekki Kötu um að svara spurningu Bjarna um hvar ætti að taka peningana þegar það sem hún ætlar að leggja á til viðbótar samsvarar öllum tekjuskatti allra fyrirtækja í landinu. Húin komst upp með bara söng og dans í stað þess að svara og spyrlanrir gerðu akkúrat ekkert í því. Er það af einhverri sérstakri samúð RÚV meðp VG?
Halldór Jónsson, 9.10.2017 kl. 12:01
Mér fannst SDG vera ferskur, hef á tilfinningunni að hann sé að koma með eitthvað mjög skemmtilegt. Halldór, finnst þér ekki dularfullt að enginn frambjóðaenda skuli berjast fyrir því að leysa upp lífeyrissjóðina. Þetta er örugglega stærsta hagsmunamál almennings í landinu.Sennilega er besta leiðin að breyta iðgjöldum í skyldusparnað sem mætti nota til íbúðakaupa.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 9.10.2017 kl. 15:41
Jú Kistinn, ég vildi heyra eitthvað í alvöru um þau grafalvarlegu ríkissósíalisma mál þar sem Nomenklatúran í stjórnum lífeyrissjóðanna er farin að stjórna öllu efnahagslífinu.Það er ekkert eftir fyrir aðra en stórkapítalið sem þeir stjórna og fara með sem eigin eign í sús og dús fyrir sjálfa sig. Sukka með 17 milljarða af eign launþeganna. Botnlaus spilling fyrir opnum tjöldum af sauðshætti fólksins sem er ekki að fatta þetta ennþá.
Það verður að leggja þetta af og taka upp gegnumstreymiskerfi í Seðlabankanum þar sem hvr launamaður á sína séreignarskúffu.
Halldór Jónsson, 9.10.2017 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.