13.10.2017 | 08:35
Villi Bjarna
þingmaður grípur á máli sem lengi hefur þvælst fyrir mér. það er þessi síbylja um of háa vexti fyrir lántakendur. Það er aldrei minnst orði á sparandann í þjóðfélaginu eða hagsmuni hans. Hversu þýðingarmikið það sé að honum sé gefinn kostur á að verjast. Það er erfitt í aðstæðum þar sem fjármagnstekjur eru skattlagðar 39.6 %
Í hvert sinn sem málefni fyrirtækja eru rædd þá byrjar söngurinn um fjármagnskostnað. Ef meðalfyrirtæki þarf að fjármagna þriggja mánaða veltu sína þá er fjármagnskostnaður örfá prósent af heild. En jarmurinn er allur um þetta litla atriði en ekki önnur.
Ég hef aldrei geta skilið það af hverju bankar hafa (ólöglegt?) samráð sín á milli um að neita fólki um verðtryggingu til minna en þriggja ára bindingar. Af hverju má ekki verðtryggja til þriggja mánaða til dæmis án vaxta?
Vilhjálmur skrifar:
"Það eru talin alkunn sannindi að frelsi og sjálfstæði mannsins er fólgið í því að skulda ekki neinum neitt og vera á þann veg sjálfs sín ráðandi. Þetta er mikil einföldun á fjárhagslegu sjálfstæði því það er einnig hluti af frelsi að geta tekið að láni. Það er ætíð háð greiðslugetu hvers einstaklings og hverrar þjóðar hvað hann eða hún getur tekið að láni og takmarkað aðra möguleika sína eða byggt upp til framtíðar til að öðlast meira frelsi. Þannig er með ungt fólk, að það velur að taka lán þegar greiðslugeta er nokkur til að byggja sér framtíðarheimili. Það að byggja upp heimili skerðir frelsið um sinn en eykur framtíðaröryggi. Leigustefna eða séreignastefna er val um frelsi nú og þvingun síð- ar, eða öfugt. Því miður er það svo að þegar starfsævi lýkur lækka ráðstöfunartekjur svo mjög að gott er að leigugjöld og húsnæðsskuldir skuli vera frá. Þá á frelsið að hafa tekið við. Landsmenn eru flestir þeirrar skoðunar að þeir ásælast ekki annarra manna gróða og vilja ekki þurfa að bera annarra manna töp.
Hvernig tengist þetta almannatryggingum?
Þetta viðhorf tengist almannatryggingum sem byggjast á nokkrum stoðum: Ein er lífeyrissjóðir. Önnur er séreignasparnaður sem tengist launatekjum. Sú þriðja er bætur frá Tryggingastofnun. Enn önnur er frjáls sparnaður með arðstekjum og vaxtatekjum. Að lokum er sparnaður, sem felst í eigin húsnæði. Sú kvöð er lögð á alla launþega að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð til að greiða ellilífeyri og örorkulífeyri ef til þess kemur.
Frjáls sparnaður til að skapa frelsi
Umfram allt vill fólk frelsi til athafna. Jón Hreggviðsson sagði að sér væri sama hvort hann væri sekur eða saklaus; hann vildi að- eins hafa bátinn sinn í friði. Báturinn var hin frjálsi sparnaður Jóns. Gluggaumslög með innheimtubréfum eru merki um helsi. Sjálfstæðir menn fá varla sendibréf! Því miður er það svo að allir hvatar í þessu samfélagi, sér í lagi skattalegir, eru til að auka skuldsetningu og draga úr sparnaði. Raunar er það svo að slíkir hvatar leiða að lokum til erlendrar skuldsetningar, greiðsluhalla við útlönd og þeirra meina sem af slíkum halla leiða, sem eru gengisfellingar og kjaraskerðingar sem fylgja gengisfellingum. Þeir sem vilja draga úr peningalegum sparnaði eru landsölumenn. Öfugmælin eru þau að vaxtabætur hvetja til lántöku og fjáreignatekju-skattur dregur að öðru jöfnu úr peningalegum sparnaði. Sá er þetta ritar hefur lagt það í vana sinn að stofna sparireikninga fyrir nýfædd börn, sem hann telur að standi sér nærri, til að hægt sé að venja börn á sparnað frá fæðingu. Sum börn hafa átt fyrir reið- hjóli, bíl eða hluta af íbúð af þessu nurli sínu og ættingja sinna, fermingargjöfum og þúsundköllum af og til.
Annað afrek greinarhöfundar var að verðtryggja orlofsfé verkafólks í Vestmannaeyjum í 30-130% verðbólgu þegar Póstgíróstofa bauð 4% vexti. Það var mikil kjarabót á þeim tíma. Raunar er það umhugsunarvert hví ekki hefur tekist að koma því á að fólk geti stofnað húsnæðissparnaðarreikninga með skattalegum hvötum. Það verður þó að vera einhver trygging fyrir því að slíkur sparnaður haldi verðgildi sínu, en verði ekki afétinn af þeim sem taka skuldahvatningu.
Umræða um skattbreytingar
Nú um stund er nokkur umræða um skattbreytingar. Þeir sem best gengur á atkvæðaveiðum telja fjáreignatekjuskattinn gott andlag til að hækka. Það góða fólk virðist hafa sérlegan áhuga á að ná til fólks í Garðabæ. Nú er það svo að 20% fjáreignatekjuskattur af vöxtum og verð- bótum, eins og hann er nú, miðað við 2% raunávöxtun og 2% verð- bólgu, er 39,6% raunskattur. Sparnaður er aldrei hættulegur. Sparnaður er forsenda framfara og nýsköpunar. Í öllu tali um skattlagningu fjáreigna er hvatinn sá að gera útlendinga ríka. Auðvitað á markmiðið að vera að gera Íslendinga frjálsa. Önnur umræða er sú að með tekjuskattsbreytingum virðist eiga sérstaklega að hlífa almenningi. Þá er spurning um hina. Með því að skattleggja tekjur yfir 1,5 milljnum króna á mánuði næst í tvær sérlega hættulegar stéttir. Það eru læknar og sjómenn í Neskaupstað. Þeir eru vissulega tekjuháir! Læknar njóta engrar samúðar nema þegar fólk þarf á þeim að halda. En sjómenn njóta samúðar á sjómannadaginn. Er þetta ætlan VG/Alþýðubandalagsins? Verði þjóðinni að góðu!
Tími til tvö hundruð og einnar breytingar og endurskoðunar
Það eru um tvö hundruð skattbreytingar, sem leiðinlegasta ríkisstjórn allra tíma kom í gegn. Af þeim hefur ein runnið sitt skeið á enda. Þá eru eftir hundrað og níutíu breytingar sem þarf að taka til endurskoðunar og snúa ofan af. Þeim til viðbótar er skattlagning, sem síðasta ríkisstjórn kom í gegn með stuðningi stjórnarandstöðu en með andstöðu eins þingmanns. Það er skattur á skuldir banka en það eru lántakendur sem greiða þann skatt. Að auki er ástæða til að afnema svokallaðan sumarbústaðaskatt því hann er mjög óréttlátur og er í raun 20% eignarnám.
Af hverju þetta hjal um frjálsan sparnað?
Það er nefnilega þannig að almannatryggingakerfi sem hér hefur verið byggt upp greiðir einungis lágmarksbætur. Til þess að treysta það þurfa einstaklingar að byggja upp sinn viðbótarlífeyrissparnað og eiga frjálsan sparnað því til viðbótar. Til þess þarf að vera hvati en ekki að sparnaðurinn sé einungis skattandlag. Hinn frjálsi sparnaður byggir upp velferð allra í samfélaginu, ekki aðeins þeirra sem eiga, þótt þeir njóti síðar. Með þeirri aldursskiptingu sem er með þjóðinni geta bætur almannatrygginga aldrei orðið grundvöllur ellilífeyris. Frjáls sparnaður og hvatar hans geta einungis bætt úr vanda almannatrygginga og lífeyriskerfis.
Hvað sagði Guðbjartur?
Að lokum er rétt að minna á orð Guðbjarts í Sumarhúsum: Ég segi fyrir mig, maður fer á mis við lífið þángaðtil maður er orðinn sjálfstæður. Fólk sem ekki er sjálfstæðisfólk er ekki fólk. Frjálst fólk með frjálsri þjóð!"
Í okkar samfélagi heyrist ekki annað en jarmið um skaðsemi verðtryggingarinnar og of háa vexti handa skuldurum.
Hvort á líf manna að byggjast á skuldum eða á sparnaði?
Hér finnst mér talað svo heyrast ætti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.