Leita í fréttum mbl.is

Hælisleitendur og sjálfsvitund þjóðar

er yfirskrift Páls Vilhjálmssonar í dag. Hann skrifar:

"Hælisleitendur eru mál málanna í austurrísku þingkosningunum. Í þýsku útgáfunni Die Welt skrifar Henryk M. Broder, sem er hálfur Austurríkismaður, að spurningin um hælisleitendur snerti sjálfsvitund þjóðarinnar.

Þegar Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið, í Brexit-kosningunum, voru málefni hælisleitenda og innflytjenda afgerandi þáttur í umræðunni.

Hér á Íslandi eru þeir sem impra á málefnum hælisleitenda óðara stimplaðir sem rasistar. Sjálfsvitund góða fólksins ræður ferðinni."

Er ekki merkilegt að velta þessu skoðanaofbeldi fyrir sér sem viðgengst á Íslandi umfram önur lönd? Málefni hælisleitenda fást ekki rædd hérlendis í neinni alvöru? Eru þetta orðnir þvílíkir atvinnuhagsmunir stærri hópa eins og Rauða Krossins að annað yfirskyggir? Sjálfsvitundinni sé stjórnað skipulega af hagsmunahópum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjá virðist Sjálfstæðisflokkurinn eiga nokkuð bágt, nú fyrir þessara kosningar. 

     Í þessum bágindum finna tvær konur innan flokksins hjá sér kvatir til þess að ráðast að samflokksmanni sínum Ásmundi Friðrikssyni fyrir það að tjá sig um málefni sem Íslendingar eru hugsi yfir þ.e. málefni hælisleitanda sem hafa flætt inn í landið.  Þetta er málefni sem er stórt í hugum þjóðarinnar, og hefur kostað gríðarlega fjármuni greiddan með skattfé landsmanna

     Ef formaður flokksins Bjarni Ben. veitir þesum konum  ekki tiltal opinberlega, þá er hann samþykkur þessari aðför að Ásmundi Friðrissyni  Þessar konur eru Ásleug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrun Reykfjörð Gylfadóttir eiga yfir höfði sér að fá fjölda útstrikana önnur í Reykjavík  og hin er í NV kjördæmi.

     Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætti fleyri frambjóðendur með skoðanir Ásmundar og þyrði að tala fyrir þeim væri gengi flokksins annað í dag.

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 15.10.2017 kl. 11:29

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvar heyrðist i þessum kelingum Eddi lögga?

Halldór Jónsson, 15.10.2017 kl. 11:39

3 identicon

Nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð.

Deilir hún um leið myndbandi þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn vilja taka á móti flóttafólki og að Ísland geri sitt til að takast myndarlega á við flóttamannavandann. Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins, endurbirtir tíst Áslaugar.

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 15.10.2017 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband