Leita í fréttum mbl.is

Stöðvum vitleysuna gegn Rússum!

Gunnar Rögnvaldsson skrifar um fáránleika viðskiptabanns okkar og Rússa. Hann segir m.a.:

" Vladimír Pútín forseti segir að viðskipti á milli Rússlands og Þýskalands hafi aukist um 25 prósent á þessu ári. Fjárfestingar hafa einnig aukist, sagði hann. Hvað er að gerast hér? Ég hélt að viðskiptabann væri á Rússland

Þetta eru tölur sem Pútín hefur frá tollþjónustu sambandsríkis Rússlands. Þar kemur fram að viðskipti Þýskalands og Rússlands hafi aukist um 16 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi þessa árs, og nam hann 11,3 milljörðum dala núna. Hluta aukningarinnar má rekja til aukinnar sölu á gasi og betri afkomu í rússneska hagkerfinu. Í heild eru viðskiptin milli Rússlands og Þýskalands ívið minni en þau voru árið 2013. Þá voru þau 37 milljarðar dala. Útflutningur Þýskalands til Rússlands jóskt um 32 prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs á meðan útflutningur frá Rússlandi til Þýskalans jókst 35 prósent

Að því er ég best veit, var útflutningur okkar til Rússlands 30 milljarðar króna árið 2014, þ.e. áður en Rússland setti okkur á bannlista vegna viðskiptaþvingana okkar og bandamanna á Rússland. Í dag er útflutningur okkar til Rússlands aðeins 2,5 milljarðar króna, það sem af er ársins og hann var 2,6 milljarðar króna allt árið í fyrra. Við erum þurrkuð út, en Þýskaland og ESB ekki..."

Hvað á þetta að þýða að standa í því að eyðileggja 90% af verslun okkar við Rússland samkvæmt fyrirskipun frá Merkel meðan hún verslar við Rússa sem aldrei fyrr?

Þarf ekki Guðlaugur Þór að svara fyrir þetta?

Af hverju eru Íslendingar að láta hafa sig að svona fíflum?

Af hverju getum við ekki stöðvað þátttöku í  þessari viðskiptaþvinganavitleysu  Evrópusambandsins gagnvart vinaþjóð okkar Rússum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek enn einu sinni undir með þér, Halldór, og ykkur Gunnari báðum.

Jón Valur Jensson, 15.10.2017 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband