Leita í fréttum mbl.is

Guð blessi Ísland

er það eina sem mér datt í hug eftir að hlýða á X17 þáttinn í RÚV í kvöld.

Ef þetta fólk er það sem á að leiða Ísland í næstu framtíð þá er ástæða til að biðja fyrir þjóðinni.

Með örfáum undantekningum fannst mér  þetta fólk vera helst statt á málfundi í Gaggó Aust eins og ég man þá úr 1. bekk um miðja síðustu öld. Þá vorum við að ég man að tala um að reisa Æskulýðshöll. Sem aldrei reis þrátt fyrir mikinn hita í fundarmönnum.

Var eitthvað breytt? Í kvöld var talað um einhverja þokukennda óskhyggju um það hvernig ætti að "forgangsraða" og "móta stefnu til framtíðar"?  Er víst að einhver framtíð kæri sig u einhverja forgangsröðun frá þessu fólki sem verður jafnvel löngu dautt þegar framtíðin  loksins kemur?

"Panta rei" sögðu Rómverjar, allt hreyfist. Íslenskir stjórnmálamenn virðast halda að allt snúist um skammtíma patentlausnir sem þeir séu að finna upp núna til framíðar? Þvílíkt sjálfstraust?

Getur það verið að kjósendur verji atkvæði sínu eftir því hvernig því finnst einstaka maður hljóma í þessum skemmtiþætti í kvöld.  Þurfa þeir ekki að hugsa um hvernig málum sé fram komið á Alþingi? Hvað tækni þarf til? Hvernig fólk verður að sameinast um málefni og leiðir? Þarf það ekki að gera sér ljóst að störf Alþingis eru hópvinna og málamiðlanir. Ekki brosgrettur einstakra frambjóðenda eða hversu fátækir og velviljaðir þeir séu þeim sem verst standa.

Til hvers var verið að láta einhverja konu tala fyrir eitthvað sem heitir Dögun og það í annað sinn í svona þætti?  Sá flokkur býður ekki einu sinni fram a landsvísu? Til hvers?

Og lágmarksþekkingu á þjóðfélagsmálum virtist heldur varla að finna hjá mörgum málfundargestum sem létu það ekki aftra sér frá að setja á langar ræður um ekki neitt nema þoku án þess að þekkja lykilstærðir í þjóðarbúskapnum. Það á að lækka vexti en enginn á að hugsa um að spara. Og af hverju ættu menn að spara þegar ekkert á að gera nema fyrir lánsfé. 

Ef þetta er hið dæmigerða Alþingi eftir kosningar þá sé ég ástæðu til að biðja Guð að blessa Ísland eins og gafst okkur hvað best í hruninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Niðurstaða síðustu kosninga var ónýt og því átti að kjósa aftur eins og nú hefur sannast.  Valdi niðurstaða þessara kosninga svipaðri ringulreið og síðast þá á að láta forsetan um málið.  Hann getur sett RUV meinvarpið  í forsætisráðuneytið og svo er til nóg af reiðum frekum stelpum og er þar líka bjartfaxi og  trefillinn hennar Jóhönnu sem og fyrrverandi allsherjarráðherra, það yrði nú ekki dónaleg stjórn, þar til treflar og frekar stelpur fara í hár saman og þá þarf bara að athuga hvort við eigum fyrir enn einum kosningum.          

Hrólfur Þ Hraundal, 17.10.2017 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband