Leita í fréttum mbl.is

Skilja Íslendingar þetta?

"Allar þjóðir verða að setja sjálfar sig í fyrsta sætið. Hugsa um sitt eigið fólk fyrst. Það er skylda allra og til þess eru menn kjörnir.

Við sjálf erum að endurnýja og endurvekja fyrstu skyldur hverrar ríkisstjórnar, og þær eru þessar: að hugsa um sitt eigið fólk fyrst.

Fyrstu skyldur hverrar ríkisstjórnar eru að hugsa um og tryggja sitt eigið fólk. Aðeins sjálfstæður styrkur hverrar þjóðar getur haldið þessari stofnun við efnið og borið hana uppi. Aðeins með því að gera það geta Sameinuðu þjóðirnar sinnt hlutverki sínu sem stofnun fullvalda ríkja. Styrkur fullveldis þjóðanna er það sem myndar þessa stofnun.

Ekkert getur komið í stað sterkra fullvalda og sjálfstæðra þjóða sem standa á rótum sögu sinnar. Þjóða, sem eru heimili föðurlandsvina, viljugir að vinna þjóð sinni gagn og fórna sér fyrir þjóðarheimili sitt.

Við getum ekki beðið eftir að fjarlæg skriffinska leysi málin fyrir okkur. Enginn annar getur unnið vinnuna fyrir okkur,- þjóðina. Við verðum að vera fyrst til að bjarga okkur sjálf. Til þess þurfum við föðurlandsvini, sem taka höndum saman um að búa þjóð sinni framtíð. Sem skapa framtíðina fyrir þjóð sína. 

Við köllum eftir endurvakningu á hugtakinu þóð og þjóðinni sem stofnun.

Guð blessi allar þjóðir og mína þjóð."

Á Íslandi eru margir sem telja sig þess umkomna að úrskurða þann mann hálfvita sem sagði þessi orð. 

Þessir Íslendingar skilja líklega ekki hugtakið þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Réttsýni

Já, og í sömu ræðu sagðist Trump vilja gjöreyða Norður Kóreu og 25 milljónum íbúa landsins. Blómatalið sem þú vísar hér í var bara örstuttur hluti að þessari ömurlegu ræðu hans, og ekki hans eigin orð, heldur skrifað fyrir hann. Held þú ættir að hlusta á ræðuna í heild en um hana sagði m.a. í leiðara New York Times:

"President Trump’s speech at the United Nations General Assembly on Tuesday was self-centered and dangerous for world peace. Under the cover of some beautiful oratory, it was an open attempt to drift the United Nations from the broader avenues of global values to the dark alleys of nationalism. It was heartbreaking to see that our president not only expressed his narrow views but also encouraged others to follow his path."

Réttsýni, 16.10.2017 kl. 23:41

2 identicon

Á þá ekki Reykjavíkurborg að hugsa um borgarbúa fyrst og fremst? Láta hagsmuni borgarbúa ráða því að flugvöllurinn fari? Sunnlendingar að hugsa um sitt fólk fyrst og taka rafmagn og hita af Reykvíkingum til egin nota? Eða selji þeim það á hæsta verði?

Og hvers vegna ættu skattpeningar mínir að fara í ferju fyrir Vestmannaeyinga eða snjóflóðavarnir á Vestfjörðum?

Ég vildi geta átt flottari bíl og stærra hús áður en farið er að taka af mér skatta til að greiða fyrir framfærslu gamlingja sem ég þekki ekkert.

Það er aumt lýðskrum að benda á eitthvað sem bæta má heima til að afsaka samviskuleysi og skort á hluttekningu.

Það er nokkuð greinilegt öllum með meira en hálfan heila að ummælin sem blogghöfundur vitnar í hér að ofan eru sett fram í hálfvitaskap og að það er engin hugsun á bakvið þau.

Hugtakið þjóð fyrrir mig ekki ábyrgð og skyldum sem mannvera.

Gústi (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 02:17

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er nefnilega það sem ég sagði að margir Íslendingar skilja þetta ekki.

Halldór Jónsson, 17.10.2017 kl. 04:52

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Og hvor skyldi borga meira fyrir  framfærslu hins, gamlinginn eða vesalingurinn?

Halldór Jónsson, 17.10.2017 kl. 04:54

5 identicon

Halldór, vandamál Íslands er sama og vandamál allrar Evrópu.

Þjóðin er gjaldþrota eftir 2008 og hefur aldrei náð sér upp.  Fólkinu er haldið í "limbo", með fiktívum tölum og þeir sem standa að bókhaldi þjóðarinnar, bæði hvað varar fyrirtæki og þjóðarbúið ... hafa engan skilning á þeim tölum sem þeir eru að fara með.

Trump sér vandamálið, en er ólíklegur til að leysa vandann. Íslendingar, hafa ekki einu sinni séð vandann ... og eru enn í vitleysunna, að byggja verðlausar hotel og hallir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 05:33

6 identicon

Sem dæmi, ætla ég að benda á "Hotel" og "Hallir".  Hótel þarf fólk, til að geta tekið á móti ferðamönnum sem síðaneru tekjulind þjóðarinnar. En allt sem fer upp, fer niður ... þegar ferðamannastraumurinn sekkur, hvernig ætlar Ísland að afla sér lausafjár? Hver á að kaupa hallirnar, og hótelin af fólki sem bráðvantar "lausafé" og fólk innanlands, er blankt?

Féð, lausaféð ... þarf að sjálfsögðu að koma utanfrá, enda er það í beinu sambandi við neyzlu þjóðarinnar, rekstri fyrirtækja þess og heimila.

Sjálfstæði Íslands, felst ekki í "þjóðernishyggju" ... heldur í því að landið verði sjálfum sér nægt.  Og getur fluut út, eitthvað sem aðrir þurfa það mikið að landið verði aldrei bráðþurfta af "lausafé".

Þetta hafa Íslendingar ekki komið auga á enn, því annars hefði Ísland lagt streng til Skotlands, og ekki flutt in Álver.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 05:40

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Margt hugsar þú vel Bjarne Örn. En er á meðan er og hallirnar hala eitthvað inn á sig ef ferðamennskan endist eitthvað  og ég sé henni ekki lúka skyndilega.Þetta með strenginn er ekki rétt og álverin voru réttari en hann.Fiskurinn er enn eftir, bara ef okkur tekst að halda fólksfjölguninnni niðri og hætta innflutningi á óþjóðum.Við höfum nóg af innlenndum próblemum eins og sjá má á sumum sem hér skrifa.

Halldór Jónsson, 17.10.2017 kl. 07:31

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Þó að Trump reyni se

itt besta er ekki víst a það dugi. En viðleitnina hefur hann en vereður að fást við´marga lítt spaka eins og sést.

Halldór Jónsson, 17.10.2017 kl. 07:32

9 identicon

Þeir sem sannfærðir eru í trúarhita hlusta ekki á nein rök og telja alla sem ekki eru þeim sammála skorta skilning. Og þá er sama hvort það er blind trú á einhvern guð, spámann, pólitíska fígúru eða stefnu. Það hvarflar ekki að þeim að þeir sem ekki gleypa boðskapinn hugsunarlaust hráan séu víðsýnni, upplýstari og skilningsríkari en þeir.

Gústi (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband