17.10.2017 | 09:08
Framtíðin
blasir oss við.
Steingrímur J. Sigfússon skrifar núna í Morgunblaðið eins og hann eigi sér enga fortíð aðra en að hafa bjargað landinu frá voða "þegar hér varð hrun".
Hann skrifar svo:
Hin efnahagslega endurreisn Íslands frá hruninu mikla haustið 2008 hefur gengið vel. Allt frá því hagkerfið sneri við úr samdrætti í vöxt á síðari hluta árs 2010 hefur leiðin legið uppá við.
Öðrum mikilvægum áfanga var náð á árinu 2013 þegar rekstur ríkissjóðs komst í jafnvægi, tekjur og gjöld mættust í einum punkti og námu þá 32% af vergri landsframleiðslu.
Margt hefur lagst með okkur á þessari vegferð. Við höfum lengst af á þessu tímabili búið við hagstæð viðskiptakjör. Mikil gengislækkun, sem sannarlega var ekki án fórna, skóp útflutnings- og samkeppnisgreinum hagstæð skilyrði, makríll synti upp að landinu, skapandi greinar sóttu í sig veðrið o.s.frv., en mest munar um hraðan vöxt ferðaþjónustunnar. En hvernig höfum við nýtt þennan bata? Til dæmis undangengin veltiár með miklum hagvexti? J
ú við höfum greitt niður skuldir og að sjálfsögðu er það gott. En hvað með aðrar skuldir en hinar bókfærðu?
Höfum við byrjað að greiða inn á skuldir við svelta innviði eins og til dæmis vegakerfið sem hefur verið og er enn að grotna niður? Mannauð, tæki og búnað í framhaldsskólum og háskólum?
Höfum við staðið við fyrirheit um stórátak í að efla heilbrigðiskerfið? Höfum við bætt kjör aldraðra og öryrkja þannig að sæmileg sátt sé um? Höfum við búið ungu fólki og ekki síst ungu barnafjölskyldunum okkar sómasamlegar aðstæður? Svarið er því miður allt of oft nei en ekki já við öllum ofangreindum spurningum . Annað hefur haft forgang hjá hægri stjórnunum sem hér hafa verið við völd síðan á miðju ári 2013, sem hvorug hefur að vísu lifað út kjörtímabil sem betur fer.
Áherslan hefur verið á að draga úr umsvifum ríkisins, tekjustofnar þess hafa verið veiktir svo nemur háum fjárhæðum og útgjöldin hafa verið lækkuð um á bilinu 3-3,5% af vergri landsframleiðslu(VLF). Það eru miklir peningar, á bilinu 80-90 milljarðar króna.
Útgjöld ríkisins sem námu eins og áður sagði 32% af VLF árið 2013 áttu samkvæmt nýframlögðu og hálfræddu fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar að nema 28,7% á árinu 2018. Ísland hefur nú betri efni til að byggja gott og réttlátt samfélag en nokkru sinni fyrr í sögu sinni. Við erum fleiri og ríkari en nokkru sinni fyrr. En það þarf pólitískan vilja til að nýta þá stöðu í þágu samfélagsins alls.
Þann vilja höfum við Vinstri græn. Ísland þarf nú að fá öfluga félagslega þenkjandi ríkisstjórn, uppbyggingarstjórn sem tekur til hendinni, trausta stjórn sem hefur vinnufrið og er laus við reglubundnar hneykslis- og spillingaruppákomur. Og þjóðin talar nokkuð skýrt í þeim efnum þessa dagana. Þjóðin vill fá Katrínu Jakobsdóttur."
Þeir munu til sem halda það að Katrín Jakobsdóttir verði ekki hin raunverulegi forsætisráðherra heldur muni hún hafa aftursætisbilstjóra. Steingrímur boðar líka 3.3% af VLF til ríkisins til viðbótar sem ríflega það sem Bjarni spurði Katrínu um hvaðan ætti að koma í umræðunum í sjónvarpinu. Hún hefur að vísu ekki svarað því ennþá en Steingrímur er áreiðanlega alveg skýr á því smáatriði.
Það er erfitt að sjá einhvern mun á Steingrími Jóhanni og Loga Má nú orðið. Báðir eru orðnir Evrópusinnar að ráðum, dáð og reynslu og þar með er enginn munur lengur á VG eða Samfylkingunni. Kemur út á eitt hvor flokkurinn er kosinn.
Hugsanlega er það besta lausnin að fela þessum flokkum að leysa kjaramálin framundan á sinn hátt. En sá er líklega að ganga að öllum kröfum strax og gera alla hamingjusama nema hugsanlega Má Guðmundsson sem fékk víst aldrei kauphækkunina sína sem Steingrímur lofaði honum. Stingið ykkur til sunds þó þið sjáið ekki til lands sagði einn stjórnvitringurinn svo ég heyrði í gamla daga. Það var gert og óðaverðbólgan stóð í tuttugu ár.
Sem betur fer lýkur þessu óvissuástandi annan laugardag og þá getum við lifað aftur stjórnarkapal eins og síðast. Sem svo leiðir svo til nýs trúnaðarbrests. svika og vonbrigða.Þannig er nú það venjulega sem það endar í ójöfnuði hjá þeim jafnaðarmönnum.
Allt verður upp á nýtt í framtíðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:12 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Er það ekki yfirlýst stefna VG að sækja ekki um aðild að esb?
Jón Þórhallsson, 17.10.2017 kl. 09:26
Sjá peningastefnu VG:
http://vg.is/stefnan/efnahagsmal/
"Stefna Vinstri grænna er sú að standa utan ESB":
Svo vitnað sé orðrétt í þeirra málgagn.
Jón Þórhallsson, 17.10.2017 kl. 09:34
Jón
Einmitt þess vegna er öruggt að þeir ýti á eftir aðildarumsókn þeirri sem dr. Össur (Skeggi Skaptason) færði ESB um árið. Hún hefur aldrei verið dregin til baka.
VG Stóð að þeirri umsókn að sjálfsögðu, þrátt fyrir að jarðfræðineminn grét ófögrum krókódílatárum í sjónvarpsviðtali þar sem hann sagði ekki koma til greina að sækja um aðild að ESB , enda ekki á stefnuskrá VG þannig að honum væri það ómögulegt.
Sjáum hvað sagði um þetta ásamt upptöku úr kosningasjónvarpi DDRÚV kvöldið fyrir kosningar:
http://www.vb.is/skodun/103032
Úr Viðskiptablaðinu:
"Sigmar Guðmundsson: „Kemur það til greina Steingrímur bara svo ég spyrji þig – bíddu Ástþór – kemur það til greina að hefja undirbúning að því að sækja um, strax núna eftir kosningar...“
Skýrara gat það ekki verið. Þetta var kvöldið fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl 2009. Nokkrum dögum síðar mynduðu Samfylkingin og VG ríkisstjórn og ákváðu strax að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þingsályktunartillaga um það var lögð fram strax í maí. Stjórnarflokkanir höfnuðu tillögu um að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla. Í framhaldi af samþykkt þingsályktunartillögunnar var aðildarumsókn send til Brussel. Síðan hófust aðlögunarviðræðurnar.
* * *
Kvöldið fyrir kosningar fullyrti Steingrímur J. Sigfússon sem sagt ítrekað að ekki yrði sótt um aðild. Það yrði ekki gert í maí. Þetta myndi ekki „byrja í sumar“. Þetta var allt svikið strax.
* * *
Það fólk sem nú gerir hróp að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, hafði það eitthvað við þetta að athuga? Helgi Hjörvar? Össur Skarphéðinsson? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir? Svo einhver séu nefnd.
* * *
Og hvernig brást Þorsteinn Pálsson við, sá mikli prinsippmaður? Talaði hann mikið um svik? Hvað sagði hann af kögunarhóli sínum?
***
Hann settist nú bara í „samninganefndina“ fyrir Össur.
* * *
Fréttamennirnir? Voru þeir mikið að endurspila loforðin frá vinstrigrænum, loforð sem voru í fullu samræmi við landsfundarsamþykktir sama flokks? Voru haldnir margir útifundir? Hvernig var með prinsippmenn eins og Illuga Jökulsson, Guðmund Andra Thorsson og alla þá félaga sem nú telja sig mjög svikna af Sjálfstæðisflokknum, skrifuðu þeir ekki hástemmdar blaðagreinar um framgöngu Vinstrigrænna? Aðildarumsóknin að Evrópusambandinu var sjálf fengin fram með svikum og undirmálum.
.
.
.
Stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa undanfarið reynt að hræða þingmenn stjórnarflokkanna frá því að afturkalla inngöngubeiðni Íslands í Evrópusambandið. Til þess hafa þeir notað stóryrði, dylgjur og brigsl, allt í þeirri von að þingmenn láti undan.
* * *
Meðal stóryrðanna sem slegið var upp í þessu skyni voru þau orð Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, að ef Sjálfstæðisflokkurinn afturkallaði inngöngubeiðni Jóhönnu-stjórnarinnar í ESB væru það ein stærstu svik íslenskrar stjórnmálasögu.
* * *
Reyndar var það svo, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins ákvað fyrir síðustu kosningar að einmitt það væri stefna Sjálfstæðisflokksins en hafnaði því að gert yrði „hlé“ á viðræðunum. Þannig hafnaði landsfundur þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna. Þótt einhverjir geti borið því við að þeir skilji ekki að loforð landsfundar skipta miklu meira máli en hvað frambjóðendur kunna að segja á fundum, þá getur Þorsteinn Pálsson ekki borið slíka vanþekkingu fyrir sig.
* * *
Þrátt fyrir þetta, þá eru ein allra stærstu svik íslenskrar stjórnmálasögu tengd þessari aðildarumsókn og það var ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem framdi þau. Kvöldið fyrir alþingiskosningarnar 2009 voru mjög afgerandi loforð gefin kjósendum, og þau loforð voru í samræmi við opinbera stefnu viðkomandi flokks."
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.10.2017 kl. 23:29
Sjónvarspviðtalið sjálft við jarðfræðinemann um að sækja um ESB aðild:
https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.10.2017 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.