Leita í fréttum mbl.is

Altjón?

er það víst kallað þegar ekki tekur því að reyna að gera við brakið af því sem skemmist í áfalli. Byggingar í Aleppo,hús sem brennur til grunna eða bíll sem lendir í klessu.

Hvernig á maður að líta á kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Alla málefnavinnuna og allt það sem flokkurinn er að reyna að segja. Nær það þeim árangri sem stefnt var að?

Sókninni átti skiljanlega að beina að þeim sem enn hafa ekki gert upp hug sinn. Fólki sem var opið fyrir rökum en stjórnast ekki af tilfinningum nema þær verða mjög sterkar.Og þá gjarnan af óskyldum málum og getsökum um að einhverjir aðrir hugsi ekki rétt.

Allur kostnaður Sjálfstæðisflokksins beinist að þessu fólki. Ungu fólki í húsnæðisvandræðum, konum sem hafa heldur ekki  húsnæðisúrræði og líka vantrú á einlægni flokksins í málefnum kvenna eða af öðrum ástæðum.

Barnaníðingamálin, Panamamálin, Borgunarmálin og nú Glitnismálin eru hins vegar komin í forgrunninn. Harðsnúinn hópur blaðamanna er komin í krossferð gegn flokknum. Hugsanlega er hún kostuð af sömu vogunarsjóðum og þá og áreiðanlega er studd af sömu aðilum sem þá stóðu fyrir pólitískri aftöku Sigmundar Davíðs með hjálp hans sjálfs sem fór á taugum hér um árið. Enda sama fólkið og þá í forystu fyrir aðförinni að miklu leyti.

Hvað getur flokkurinn gert?

Getur hann nokkuð annað gert en að sigla beint af augum með fánann við hún og mæta örlögum sínum? Hann getur sett fram sínar varnir á rökrænan hátt. Þeir geta lesið sem vilja skilja. Hinir kjósa ekki flokkinn sem eru sannfærðir um vondan málstað og illt innræti hans og formanns hans.

Flokkurinn trúir hinsvegar á málefni en ekki einstaka menn.

Menn koma og fara en Sjálfstæðisstefnan hefur ekki breyst frá 1929. Hún felur í sér að flokkurinn beitir sér í innanlandsmálum fyrir víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli atvinnufrelsis og einstaklingsfrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Hinn þátturinn er að Sjálfstæðisflokkurinn mun standa ævarandi vörð um sjálfstæði Íslands.

Svona einfalt er það.

Hýenurnar ýlfra allt í kring um að flokkurinn ljúgi öllu sem hann segir og meini ekkert af  þessu, allt snúist um einstaka auðmenn og útgerðargreifa og þrönga sérhagsmuni. Þetta grunnhyggna fólk leiðir ekki hugann að sögunni og það hvernig þessi flokkur hefur lifað af í bráðum 90 ár. Hvernig hann hefur leitt þjóðina áfram alla þessa tíma og átt drýgstan þátt í því með öðrum flokkum að skapa þau lífskjör sem við njótum í þjóðfélaginu í dag?

Menn geta spurt sig hvort forystumenn flokksins hafi nokkru sinni orðið uppvísir að því að ganga erinda annarra en þjóðarinnar í allan þennan tíma? Hafa þeir nokkru sinni gengið erinda annarra þjóða á undan Íslandi? Hafa þeir nokkru sinni gengið erinda kúgunar og misréttis eða mannréttindabrota á undan almennu siðgæði?

Sjálfstæðisflokkurinn þolir samanburð við alla aðra íslenska stjórnmálaflokka í öllum þessum málaflokkum.

Það breytir ekki gangi íslenskrar stjórnmálasögu til allra tíma þótt áróðursöflum takist nú með brögðum í þessum kosningum að vinna altjón á kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Sannleikurinn mun koma í ljós þó síðar verði og fólk mun átta sig þegar rykið sest. Það er þjóðin sem fær að borga það tjón sem verður rétt eins og 2009. Það er líka hún sem mun vinna að endurreisninni og byggja upp trúnaðinn við sjálfa sig aftur.

Sjálfstæðisflokkurinn mun starfa að því af heilindum að bæta tjónið sem verður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband