22.10.2017 | 12:32
Allan sparnað útlægan
með því að útrýma verðtryggingu og afnema vexti.
Það er krafan sem gapir framan í vegfarendur af veggspjöldum vinstri villinganna, Viðreisnar, VG og Samfylkingar.(Það tekur því ekki að nefna Pírata sem alvöru stjórnmálaflokk).
Þessir aðilar virðast ekki geta hugsað öðruvísi en í lánsfé.Þeir virðast ekki geta gert sér grein fyrir að eigið fé kunni að vera til eða geta verið möguleiki. Þeir geta þá ekki heldur gert sér grein fyrir að sparnaður geti verið til. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að sparifé kunni að geta verið til. Allavega virðist þeim vera algerlega sama um það fólk sem vill leggja fyrir en ekki eyða og skulda allt sem það getur. Þetta eru því sóunar-og eyðingaröfl. Fólk sem ekki getur hugsað öðruvísi en í sukki, sóun og fyrirhyggjuleysi.
Og af því leiðir endalaus kröfugerð til allra nema sjálfra sín. Sem grannt skoða er auðvitað eðli sósíalismans en hann er sá að ræna Pétur til að borga Páli. Skattleggja aðra og eyða sjálfur.
Enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur talað um að verðtrygging gæti verið æskileg fyrir sparendur. Enginn þeirra hefur samúð með öldruðum sem eiga einhverja aura á sparibókinni sinni. Þeir leggja fullan fjármagnstekjuskatt á þá lágu vexti sem bankinn greiðir þannig að ekkert er örugglega eftir af ávöxtun.
Aðeins stjórnarfar síðustu ára og lág verðbólga hefur bjargað þessu fólki frá stórtjóni. Allt það mun taka enda í næstu kjarasamningum þegar "samið" verður um sjálfsmorð krónunnar og verðbólgan sett í tuga prósentur. Þá verður gamla fólkið rænt enn einu sinni þar sem bankar hafa samráð um að gefa ekki kost á verðtryggingu sparifjár nema til þriggja ára. Það gefur auga leið hversu fús sá gamlingi er til slíks sem er kominn fram yfir meðalævilíkur.
Áberandi er hversu íslenskir stjórnmálamenn eru hræsnisfullir gagnvart öldruðum þegar þeir hreyfa ekki legg né lið til þess að siða bankana til í þessum efnum þegar það er skoðað að ríkið á bankana flesta.
Það er lágmarkstillitssemi við almenning að bankar geti gefið þeim sem geta geymt einhverjar krónur milli mánaða kost á að hafa verðtryggingu á bókinni sinni þó svo að engir vextir væru greiddir og þá heldur ekki fjármagnstekjuskattur af verðtryggingu eins og tíðkast hefur.
Ekki einu sinni Vilhjálmur Bjarnason hefur tekið afstöðu til svona sjálfsagðra hluta. Ætlar hann að vera í þeim söfnuði sem vill allan sparnað útlægan?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Blogg: Halldór Jónsson Allan sparnað útlægan
http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/2204913/
Ég var að lesa um verðtrygginguna hjá Halldóri Jónssyni verkfræðingi, og fór að hugleiða málefnið.
Ég vil að sjálfsögðu að aðilar geti lagað umhverfi sitt, safnað í sjóð, líka, peninga sjóð, og þess vegna eignum, það er að búa vel um sig og náungann,
Vera útsjónarsamir, og duglegir, samlegðin, hugmyndirnar og framkvæmdasemin, sú, eða sá sem málar mynd af æskilegum framtíðar lausnum, og sú eða sá sem hafa framkvæmda viljann, að ógleymdum þeim sem samræma og reyna að gera sér grein fyrir hvað muni reynast vel.
000
Við verðum að muna að peningur er ekki sá peningur sem við héldum.
Athuga nautpeningur, hvernig varð orðið peningur til?
Peningur er bókhald, og ekki er gott að bókhaldið, gildi bókhaldstölunnar, sé á reyki.
Þegar við höfum verðtryggingu, þá á til dæmis hagstofan að reikna út verðtrygginguna, og það á að vera sama verðtryggingin á innlánum og útlánum.
Lán, sem ekki er lán, sem er bókhald, til uppbyggingar heimila, á að vera á núll, 0 % vöxtum, og til 40 ára, og ekkert er því til fyrirstöðu að Byggingasjóður Ríkisins, eigi alltaf 50% í heimilunum.
Umsýslan verður 0,0 eitthvað % og má ekki vera of há, umfram þörf.
Bæði umsýslan, og 1% til ríkisins, eru aðeins, leyfðir skapaðir peningar, bókhald, vegna sköpunar á þessu fasteigna, og innviða peninga bókhaldi.
Núverandi reglur eru oft á þá leið að einhver, eða bankinn sjálfur, leggur inn miljarð, og má þá skapa 10 miljarða fyrir sjálfan sig og lána það sem peningabókhald til að byggja fasteignir.
Við vitum að bankinn vill helst ekki fá peningabókhaldið aftur, það er endurgreiðslu, því að þá fær bankinn aðeins skrifaða tölu sem er ekkert, aðeins bókhald.
Fjármálafyrirtækið, bankinn, vill fá verðmætin, fasteignirnar sem þú byggðir og þá skoðum við KREPPUFLÉTTUNA.
Kreppufléttan, endurtekið
Auka húsnæði, til dæmis 10 % er bara betra, og sé það nýtt í ferðaþjónustu, og ef þarf að flytja fólk um set vegna náttúruhamfara.
Hlutfall aukahúsnæðis þarf að vera hærra út um landið, í fólksfærri byggðunum.
Fólksfærri byggðirnar þurfa að geta tekið við fólkinu úr fjölmennu byggðunum, ef það koma náttúruhamfarir þar.
Það kemur vel út í ferðaþjónustunni.
Greiðsla af húsnæðinu sé hlutfall af launum.
Alltaf þarf að vera endurskoðun í gangi, enn als ekki að breyta, nema að það sé skinsamlegt.
000
Við höfum alveg sama háttinn á um fyrirtækin,
000
Að sjálfsögðu þarf að hyggja að gjaldeyris tekjunum, til að við getum fengið það sem við þurfum frá útlandinu.
Við verðum að skoða þessi mál stanslaust, því að við reynum alltaf að spila á reglurnar.
Við verðum að láta ríkið, þjóðina eiga skrifað bókhald.
Eitt %, 1% af sköpuðu bókhaldi, færi beint til innviða uppbyggingar, og reksturs ríkisins, það gæti verið minna, ég er ekki búinn að athuga hvað mikið af bókhaldi, það er peningum, gjaldmiðlinum, er búið til á hverju ári.
Við gerum þetta þannig að við aðlögum reglurnar að reynslunni jafn óðum.
Allir reiknishausar, og allir sem vilja setja sig inn í málefnið, hafi aðgang að þessum einföldu reglum, þannig að við fáum betri umhugsun um hvað gæti reynst best.
Það þarf að vera æskilegt að laga og bæta og láta allt virka sem best.
Best er að hinar ýmsu einingar, heimili, fyrirtæki, bæjarfélög, landshlutar og landið, séu öll með sjálfbærni, það er að allt efni gangi í hring, og þá engin mengun, út í umhverfið.
Að vísu verðum við að muna að það sem við köllum mengun, er áburður fyrir græna gróðurinn, og jafnvel laga lífverurnar sig að skólpinu, ef það er stöðugt.
Ýmis efni eru óæskileg, sumstaðar.
Gas kemur upp um sprungur í hafsbotninum, og þar skapast lífveru heimur, sem lifir á gasinu.
Það er ekki gáfulegt að skíta í bælið sitt.
Egilsstaðir, 22.10.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 22.10.2017 kl. 23:08
Þorsteinn ráðherra (ennþá) Víglundsson gerðist svo djarfur í gær að fullyrða* (með meintan reikningshaus Benedikt Jóhannesson við sama borð!) "að fjögurra manna fjölskylda með 20 milljón króna húsnæðismál [les: lán] gæti sparað sér á bilinu 150-170 þúsund krónur á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi."
Þvílíkar ýkjur!
Ég skulda tæpl. 10,27 millj. Íbúðalánasjóðs-lán með 5% vöxtum, verðtryggt (án verðbóta eru eftirstöðvar nafnverðsins 8.448.221 kr.). Þar var mánaðarleg afborgun vaxta 35.265 kr. 1. okt. sl., afborgun verðbóta 3.306 kr. og verðbætur vegna vaxta 7.597 kr., samtals 46.268 kr. Miðað við það myndi sambærilegt 20 millj. kr. lán kosta 89.900 kr. í vexti og verðbætur á mánuði, en Þorsteinn fer langt í að tvöfalda þá tölu! Svo getur hann ekki lofað neinu fólki lánum með 0% vöxtum** og samt án verðtryggingar. Greinilega skrökvar hann langtum meira en tvöfalt maðurinn.
Ætli hann geri þetta daglega og í fleiri ræðum sínum og greinum? En allt á þetta að þjóna þeim áróðri "Viðreisnar", að það sé "krónan" sem kosti okkur þessar upplognu fjárhæðir, og sá málflutningur á svo að hjálpa til að narra þjóðina inn í valdfrekt Evrópusambandið þar sem við hefðum ekki lengur sjálfsákvörðunarrétt yfir okkar eigin málum, en lög ESB fengju allan forgang og yrðu æðst ráðandi !
Þetta er, svo að ég endi þetta með ályktun, raunalegt dæmi um örvæntingarfullan lygaáróður Viðreisnar fyrir þessar kosningar.
* http://www.visir.is/g/2017171029730/bjoda-kjosendum-ad-reikna-ut-hvad-kronan-kostar-tha
** 0% vextir í sumum ESB-löndum koma ekki til af góðu: verið er að reyna að láta atvinnulífið hjarna við, ólíkt uppganginum sem verið hefur hér á landi á síðustu árum.
Jón Valur Jensson, 23.10.2017 kl. 03:35
Hveenig í ósköpunum stendur á því að mbl.is slengir því á forsíðu sína, án þess að sannreyna, að meðalsparnaður hérlendra fjölskyldna sé 150.000.- á mánuði, ef við göngum í ESB.?
Er allur metnaður blaðamanna horfinn? Starfa eintóm fífl á mbl.is?
Halldór Egill Guðnason, 23.10.2017 kl. 04:56
Svo sleppir Þorsteinn alltaf þeirri staðreynd að hann er að tala um erlent lán, lán í evrum sem margir fóru nú illa út úr í hruninu. Hann sleppir að vara fólk við því hvað ef gengisfall verður. Hver verður afborgunin þá?
Allt þetta tal evruspekinganna og ESB sinnanna er byggt á þeim sandi að þú verður að vera búinn að skipta öllu í evruna. Og hvaða gengi er þá nota?
Þetta er því miður ekki raunhæft tal hjá þeim í Viðreisn, þetta er ekki framkvæmanlegt á raunhæfan hátt eins og er og þetta tal þeirra er bara villandi. Það þyrfti svo margt að breytast ef ætti að skipta öllu yfir að ég sé ekki að það sé framkvæmanlegt. Enda hver vill fá hér evrópusambands atvinnuleysi frekar en það sem við höfum í dag?
Og dæmið þitt Jón Valur flettir ofan af málflutningi Þorsteins og sýnir að hann fer ekki með rétt mál
Halldór Jónsson, 23.10.2017 kl. 07:30
Verðtrygging eða vextir þurfa ekkert að breytast þó tekin verði upp evra. Verðtrygging er leyfð í evrulöndum, þó engum detti til hugar að taka hana þar upp vegna húsnæðislána. Vextir evrulanda eru mismunandi, eftir því hvernig gengur með hagkerfi hvers þeirra fyrir sig. Ástæða þess að vextir flestra þessara ríkja eru nánast við núllið og sumstaðar undir því núna, er að í þessum ríkjum er lítill sem enginn hagvöxtur, sumum þeirra samdráttur.
Það er því algert bull að halda því fram að innganga í ESB og upptaka evru muni einhverju breyta hér á landi, varðandi lán fyrir húsakaupum.
Varðandi pistil þinn Halldór, um að afnám verðtryggingar á húsnæðislán muni gera sparnað útlægan, þá ættir þú að skoða reiknivélar bankanna. Annars vegar getur þú reiknað hvað bankinn innheimtir af 20 milljóna verðtryggðu húsnæðisláni til 40 ára og hins vegar hvað bankinn er tilbúin að greiða þér mikið fyrir að geyma 20 milljónir á verðtryggðum reikningi í jafn langan tíma. Þar kemur skýrt fram að verðtrygging innlána er allt önnur en verðtrygging útlána. Reyndar gætir þú einnig látið þessa reiknivél reikna út fyrir þig hvað bankinn myndi borga þér mikið fyrir að geyma fyrir þig þessa sömu upphæð í jafn langan tíma, á óverðtryggðum reikningi. Niðurstaðan er nokkuð merkileg!
Það er varla til öruggari fjárfesting en í íbúðarhúsnæði og tryggara veð vandfundið. Af þeirri ástæðu eru lán til kaupa slíks húsnæðis yfirleitt með mun lægri vöxtum en önnur lán, nema hér á Íslandi. Verðtrygging slíkra lána þekkist ekki, nema hér á landi og hvergi á byggðu bóli þekkist verðtrygging lána með himinháum vöxtum, nema á Íslandi! Jafnvel okurlán Mafíunnar blikna í samanburðinum!
Gunnar Heiðarsson, 23.10.2017 kl. 08:18
Auk þú leti mína Gunnar og hver er niðurstaðan?
Ég var ekki að halda því fram að sparnaður yrðu útlægur ef verðtrygging færi af. ég er að biðja um að fólk geit lagt inn á verðtryggða skammtíma reikninga bara til þess að vernda höfuðstóla.Fólk á að geta valið um verðtryggð og óvertryggð lán. Galliner 3.5 % krafa lóifeyrissjóðanna sem heldur þessu svona háu. Lífeyrssjóðir ættu að lána út verðtryggt en með kannski 1 % vöxtum en ekki 3.5% plús 1.5 % eins og er,
Það sem ég er að segja að pólitíkin er föst í því að reikna allt út frá að allt sé tekið að láni, allir grenja um lækkun vaxta en enginn hugsar um aumingja sparandann sem á að sæta eignaupptöku, geta ekki geymt peninginn sinn.
Halldór Jónsson, 23.10.2017 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.