27.10.2017 | 23:51
Sirkúsinn á RÚV
var í boði fréttamanna þess í kvöld. Fáránleg framganga Þóru Arnórsdóttur sem talaði út í eitt og greip fram í fyrir gestunum um sín áhugamál og hvað gestirnir sem stóðu þægir við borðin sín hefðu um spurningar hennar að segja gekk fram af manni. Á tíma voru gestirnir farnir að spyrja hana Þóru hvað henni fyndist um þetta eða hitt!
Algerlega er fáránlegt að leyfa gestunum að tala á jafnréttisgrundvelli hvað tímalengd varðar. Til hvers þarf maður að hlusta á (Ofur)Björtu nota jafn mikinn tíma til að tala og stjórnmálamenn sem eru á leiðinni á þing eru að tala um alvörumálefni? Hver nennir að hlusta á hana sem er út úr stjórnmálum að eilífu- Amen og flokkur hennar dauður - Tot gewesen sein- eins og við hefðum sagt í þýskunni í 3. bekk. Eða þá steypu sem hún var að bjóða uppá í orðskrúðinu. Hún blaðraði sífellt fram í fyrir Sigmundi Davíð og Bjarna sem öfugt við hana vita alveg hvað þeir eru að tala um. Mér finnst að hún myndi vera mun betri í að moka undan hestunum á Torfastöðum heldur en að tala um pólitík við alvöru stjórnmálamenn.
Helgi Hrafn gat ekki tekið neinn vitrænan þátt í umræðunum þar sem hann virtist ekki vita neitt um það hvað verið var að ræða. Þess í stað þvældi hann um stjórnarskrá og eitthvað stjórnlagaþing sem myndi öllu breyta. Gott ef ekki hvað Sjálfstæðisflokkurinn væri óstjórntækur líka. Hinir gestirnir stóðu með vorkunnarsvip á meðan hann plokkaði í skegg sitt og talaði um gersamlega óskyld mál þeim sem á dagskrá eru í komandi kosningum.
Logi Már talaði margt um réttlæti og jöfnuð með allskyns orðasamböndum sem erfitt var að tengja við eitthvað annað. Spyrja mætti Snorra Óskarsson kennara á Akureyri hvernig hann upplifði þetta yfirlýsta réttlæti og umburðarlyndi Loga Más sem telur sig þess umkominn að segja þjóðinni til í siðferðislegum efnum.
Inga Sæland táraðist yfir kjörum þeirra verst settu sem vissulega hafa það skítt og búa í tjöldum meðan aðrir óskyldir hafa það mun betra. En ekki komst mikið annað fram frá henni blessaðri né flokknum hennar sem líklega kemst ekki á þing sem betur fer og fækkar þá um einn óþarfan smáflokkinn. Því miður eru horfur á að Viðreisn komist á þing sem betur hefði ekki verið fyrir land og þjóð.
Þrír gestir voru hófstilltir í orðum og greinilega vissu eitthvað um hvað þeir væru að segja. En þeir komust illa að fyrir ofstopa Þóru Arnórsdóttur sem blaðraði í síbylju og greip fram í fyrir gestunum þar sem hún hefur að eigin áliti greinilega mikið að segja í stjórnmálabaráttunni. Bjarni Benediktsson var stilltur mjög í framsögn og kom sínu máli til skila í fæstum orðum af öllum þátttakendum. Enda beindust spurningar hinna gestanna flestar að honum. Sem hann leysti úr stillilega svo ekki var þráspurt. Sigmundur Davíð var líka ákveðinn og hófstilltur og stillti sig þó að Björt gjammaði linnulaust fram í fyrir honum. Það er huggun harmi gegn að þurfa ekki að horfa upp á hana eftir morgundaginn.
Katrín Jakobsdóttir gerði sitt besta til að bera til baka að skattar á almenning myndu hækka eftir kjördag fengi hún ráðið. En mistókst gersamlega að sannfæra nokkurn um að svo yrði ekki. Bjarni Benediktsson sagði ákveðið að skattar myndu lækka fengi Sjálfstæðisflokkurinn styrk til þess. Hinir sögðu ekkert um hvað þeir myndu gera eftir kosningar nema að Logi og Þorgerður ætla bæði í Evrópusambandið ef þess er nokkur kostur. Bjarni lofaði þeim andstöðu Sjálfstæðisflokksins við allar slíkar hugmyndir ef slíkt kæmi fram á Alþingi.
Þetta fyrirkomulag á þessum umræðuþætti RÚV um kosningamál er gersamlega út í Hróa. Það er hvergi í hlutfalli við það bakland sem stjórnmálaforingjarnir hafa, hvað þá það stjórnmálavit sem að baki þeim býr. Og svo verður að velja stjórnendur í þannig þætti sem hafa til að bera lágmarksþekkingu og þá kurteisi sem gera verður kröfu um að þeir hafi sé tilgangurinn að fá útskýringar fyrir almenning hjá gestunum á því fyrir hvað þeir standi í stjórnmálum. En ekki að þeim sé upp á lagt að svara spurningum fréttamanna af þeirra áhugasviðum sem kunna að vera efst á baugi inni á RÚV.
Þessi þáttur var í mínum augum ömurlegur sem skilaði mér næsta engu um málefni kosninganna nema frá áminnstum þremur aðilum, Bjarna Benediktssyni, Sigmundi Davíð og Katrínu Jakobsdóttur. Þau þrjú komu einhverju til skila sem hin fimm gerðu ekki.
Hitt liðið hefði betur mátt vera heima hjá sér að skaðlausu frekar en í þessum Sirkús.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sástu þáttinn, sem á eftir fylgdi, með Skelli Skrækróma og bullinu, sem þar reið röftum?
Halldór Egill Guðnason, 28.10.2017 kl. 00:17
"Réttið upp hönd, sem vilja vinna með Katrínu" slátraði þættinum, í kvöld. Þóra á að snúa sér að Útsvarinu aftur.
Ömurleg frammistaða, punktur.
Halldór Egill Guðnason, 28.10.2017 kl. 00:40
Ekki í fyrsta sinn Nafni minn að sunnan sm við eru svipaðrar skoðunar. Nei, ég var búinn á því eftir þetta og slökkti og sá ekki "Skelli" enda hef ég yfirleitt ekki nennt að horfa á það lið sem hann smalar saman til sín.
Halldór Jónsson, 28.10.2017 kl. 09:00
Björt varð sér til skammar með gjamminu. Og ekki skánaði það þegar hún tók að blístra eins og götustelpa þegar Þorgerður hafði orðið eftir að Sigmundur lauk máli sínu.
Einhvern tíma var orðið björt þýtt bright á ensku.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.10.2017 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.