Leita í fréttum mbl.is

Enn á að storka okkur

kjósendum.

RÚV rekur skefjalausan áróður fyrir því að Katrín Jakobsdóttir myndi stjórn með Loga Má og hinum afturhalds-og Evrópusambandsflokkunum.

Þjóðin vill ekki sjá þetta lið sem ekki myndi endast hálfa sauðarlús við stjórn. Fyrir liggur að það stendur einungis á því að tveir miðaldra kallar komi niður á jörðina og meti hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin fýlu út af óskyldum málum. Það er tilbúinn maður í hvert rúm sem þjóðin sættir sig við.

Það sjá allir sem sjá vilja að framboðslisti RÚV til ríkisstjórnar gengur alls ekki upp.

Það er einungis verið að storka heilbrigðri skynsemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt. Segjum tvö. Ég treysti ekki svoleiðis stjórn, jafnvel þótt reynt sé að hafa Framsóknarflokkana tvo með í púkkinu. Ég á líka erfitt með að trúa því, að þeir geti hugsað sér að vera með svona skattpínurum í stjórn, og ég tala nú ekki um, ef Logi færi að heimta nýja stjórnarskrá og ESB-aðild með evruupptöku og öðru því, sem því fylgir. Ég vil ekki sjá þetta. Þegar þeir Sigmundur og Sigurður Ingi eru nú búnir að grafa stríðsaxir sínar og vilja vinna þjóðinni gagn, þá verður það best gert í samfloti við Bjarna og Ingu. Það er sú stjórn, sem ég vil sjá hérna, enda hefði hún ríflegan meirihluta og myndi vinna áfram að því, sem Bjarni og Sigmundur voru truflaðir í á sínum tíma, þegar þeir voru búnir að mynda stjórnina 2013. Ég skil heldur ekki, að þessir syndlausu vinstri menn, sem hafa í félagi við Rúvara, sífellt verið að kasta grjóti í syndum spillta Sigmund, vilji endilega fá hann um borð í stjórnarskútuna. Væri það nú ekki hræsni og öfugmæli? Það fyndist mér. Ég treysti ekki Kötu og Loga til að stjórna nokkru af viti hér á landi og best að halda þeim áfram í stjórnarandstöðunni. Að öðru leyti yrði þetta stjórn villikattanna! Það er ekki hægt að láta Rúv komast upp með það að ráða svona yfir stjórnmálunum í landinu, enda eiga fjölmiðlar ekki að gera það. Það þarf að fara að skera upp herör gagnvart þessum vinstri fjölmiðlum, sérstaklega Rúv og þessum dæmalausa útvarpsstjóra, sem er eins og strúturinn í sandinum og vill ekki kannast við neina vinstri slagsíðu á fréttastofunni eða að það sé neitt að þar innandyra. Burt með þetta apparat, ef það getur ekki haldið sig á mottunni! Og enga vinstri óstjórn og villikattastjórn hér! Það var ekki vilji okkar kjósenda. Það verða þeir Sigmundur og Sigurður Ingi að skilja finnst mér, Bjarni og Inga líka. Vonandi slitnar upp úr þessu í dag, enda veit ég ekki, hvernig þetta vinstra lið getur unnið að stjórnarmyndun án þess að blanda ESB-aðild og nýrri stjórnarskrá inní það mál, eins og það er mikið hjartans mál þeirra, a.m.k. Loga, sem hefur ekki hugann við annað. Það yrði til þess, að Framsókn myndi fara og það væri gott. Við skulum vona það besta og að upp úr slitni í dag, svo að þeir Sigmundur, Sigurður Ingi, Bjarni og Inga fari að tala saman, og einhver þeirra fái stjórnarmyndunarumboðið, enda meira vit í slíkri stjórn. Þeir verða líka að skilja, að þeir fá ekki eilífðartíma til að koma saman starfhæfri stjórn, þegar fjárlög bíða og samningar lausir. Sjáum því, hvað gerist. Vonandi eitthvað gott og farsælla fyrir þjóðina heldur en villikattastjórn, sem nú er verið að reyna að ná saman og enginn vill.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2017 kl. 10:32

2 Smámynd: Réttsýni

Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Miðflokkur eru stjórntækir vegna spillingar og síendurtekinna lyga forystumanna þeirra. Þannig að þá kemur ekkert annað til greina en að hinir flokkarnir myndi stjórn. Óánægja þeirra sem aðhyllast spillinguna og samþykkja lygarnar breytir þar engu um.

Réttsýni, 2.11.2017 kl. 11:01

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Kata er alsekki illa gefin en er bara á braut Steingríms eins og fyrir er lagt af flokkseyendunum.

Logar eru hættulegir og rétta að varast.     

Hrólfur Þ Hraundal, 2.11.2017 kl. 14:59

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Katrín VG hefur nú fengið umboð forseta til stjórnarmyndunar.  Málefnalega eru flokkarnir sem hún hefur í sigtinu út og suður.  Ef henni tekst að berja þá saman í ríkisstjórn þá mætti kalla það kraftaverk. 

Kolbrún Hilmars, 2.11.2017 kl. 16:50

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ekki kemurðu auga á rökvilluna í þessum orðum" Þjóðin vill ekki sjá þetta lið....." Rökvillan felst náttúrulega í því að ef þessir flokkar ná saman og mynda meirihlutastjórn þá hlýtur helmingur þjóðarinnar að hafa kosið þá.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.11.2017 kl. 19:48

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei það munar u.þ.b.2000,atkv.sem hægri flokkar hafa umfram vinstri og það ber að virða.-- 

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2017 kl. 20:38

7 Smámynd: Elle_

Comment 2, næst fyrir neðan Guðbjörgu Snót, mælir að mínum dómi með falsflokkum á glapstigum og sí-ljúgandi stjórnmálamönnum. 

Elle_, 2.11.2017 kl. 21:37

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Og hvernig í ósköpunum færðu það út Helga að framsókn,Vg, samfylking og píratar séu með 2000 ATKV. færri atkvæði en hinir flokkarnir ef þeir hafa samanlagt 32 þingmenn á móti 31 ?

Jósef Smári Ásmundsson, 2.11.2017 kl. 22:27

9 identicon

Skatta Kata vill jafnréttismál og loftslagsmál verði í öndvegi á komandi árum.                                                 Þá vitum við forgangröðunina hjá vinstristjórninni á komandi árum, sem sagt,það sem var sagt í kostningabráttunni var ein alsherjar haugalýgi hjá VG, samanber skjaldborgina um heimilin. Og Svandís Svarsdóttir gaf mengunarkvóta íslendinga, þegar hún sat í stjórn Jóhönnu og Steingríms J, og nú styttist í að íslendingar þurfi að kaupa sér mengunarkvóta, vegna  kolakynts Kísilvera á Bakka og Helguvík, sem koma til með að brenna ca. 130 þúsund tonnum af kolum á ári, sem VG, Svandís og Kata samþykktu á sínum tíma. Annars verða íslendingar að borga miljarða í sektir á næstu árum.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.11.2017 kl. 23:28

10 identicon

Jósef, hún fær það ekki út, þetta eru staðreyndir, vegna mismunar á vægi atkvæða eftir landshlutum.

Það er nú grátbroslegt hjá Rettsýni að saka þessa 2 flokka um spillingu og lygar þegar hinir flokkarnir eru í alveg sama pakka, þeir bara fá frið fyrir fjölmiðlum, samfylking á t.d. einn panamagutta, Kata litla var viðriðin mesta kostningasvik og lygi sem hefur nokkurtíman komið fram (ESB vegferðin, icesave vegferðin, bankaklúðrið, skjaldborgin um fjármálafyrirtækin) etc etc.

Spilling kemur fram á marga vegu og eru þessir "spillingarlausu" flokkar sem þú talar um engu skárri en þeir sem þú sakar um spillingu. Eini munurinn er hvar fjölðmilar liggja og á hvern þeir ráðast, eitthvað sem hefur ætti ekki að fara framhjá neinum hvernig þeir hafa verið notaðir sem pólitísk tæki.

Halldór (IP-tala skráð) 3.11.2017 kl. 11:01

11 Smámynd: Elle_

Guðbjörg Snót, villikettirnir eru ekki skammarorð eins og mér virðist allof margir nota það. Svokallaðir villikettir voru þeir menn og konur sem stóðu gegn kúgun Jóhönnu og co, þeir sem Jóhanna gat ekki smalað eins og sauðfé til slátrunar. Það voru þeir sem endanlega fóru úr þeirri stjórn og ættu að vera stoltir.

Elle_, 3.11.2017 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband