4.11.2017 | 15:21
Endemis kvennakjaftæði
ríður húsum í umræðunni.
Því er haldið að okkur að konur séu einhver fjölfatlaður hópur sem allir séu vondir við. Þeir sem taki þær ekki fram yfir aðra eru fantar og brjóti jafnréttislög og venjur.
Sif Sigmarsdóttir skrifar þessa steypu í Fréttablað dagsins:
" Engum dylst að niðurstaða alþingiskosninganna um síðustu helgi var ósigur fyrir konur. Konum á Alþingi fækkaði úr þrjátíu í tuttugu og fjórar. Hverfandi stólafjöldi í þingsal var þó langt frá því að vera stærsti ósigur kvenna í kosningunum. Hvers vegna var boðað til kosninga? Strax við upphaf kosningabaráttunnar virtust allir búnir að gleyma því. Frambjóðendur flokkanna minntust ekki einu orði á fílinn í stofunni og fjölmiðlar tipluðu á tánum kringum hann eins og léttstígir listdansarar.
Á sama tíma og spilaborg kynferðisafbrotamanna um heim allan hrundi er konur upplýstu um áreiti og ofbeldi sem þær höfðu mátt þola og afhjúpuðu vandamál útbreiddara en nokkurn óraði fyrir undir formerkjum me too, þögðu íslenskir stjórnmálamenn þunnu hljóði. Þeir töluðu um skatta, banka, jarðgöng og virkjanir rétt eins og allt væri með felldu. Ekkert hefði þó getað verið fjær sanni.
Þörf eða ekki þörf?
Eftir kosningarnar kom til tals að stofna nýjan kvennalista. Rætt var við nokkrar forgöngukonur hins upphaflega Kvennalista í Morgunblaðinu um málið. Sitt sýndist hverri. Það er augljóst eftir þessar kosning ar og úr slit þeirra að konur verða að fara að hugsa sér til hreyfings, sagði Sigríður Dúna Kristmunds dóttir. Guðrún Ögmundsdóttir var á öðru máli. Ég sé ekki alveg að það sé þörf fyrir kvenna framboð akkúrat núna. Þegar Kvennalistinn var stofnaður árið 1983 voru þrjár konur á þingi. Nú eru þær tuttugu og fjórar. Okkur hefur óneitanlega orðið ágengt í baráttunni um tölfræðina síðustu áratugi. En tölurnar segja greinilega ekki alla söguna.
Einbeittur brotavilji
Hvers vegna féll ríkisstjórnin? Hvers vegna var verið að kjósa? Jú, það var kosið vegna þess að stjórnvöld mættu fórnarlömbum kynferðisofbeldis sem leituðu til þeirra eftir upplýsingum með valdhroka ef ekki valdníðslu og glórulausri mannvonsku. Í stað þess að veita þeim svör var reynt að þagga niður í þeim. Stærsti ósigur kvenna í kosningunum voru ekki þau sex þingsæti kvenna sem töpuðust. Þótt tölfræðin breytist, þótt konum fjölgi á þingi, þótt konur verði forsætisráðherrar hefur það ekkert að segja ef hugarfarið breytist ekki með.
Stærsti ósigurinn í nýliðnum kosningum var viðhorf framboðanna til kvenna. Af þeim ellefu flokkum sem buðu fram til Alþingis virtist engum finnast ástæða til að gera tilefni kosninganna að kosningamáli. Slíkt hefur varla reynst flokkunum áreynslulaust. Það krefst ansi einbeitts brotavilja að búa svo um hnútana að ofbeldi gegn konum komist ekki á dagskrá kosninga sem: a) eru haldnar einmitt vegna þöggunar og tómlætis gagnvart ofbeldi gegn konum b) eiga sér stað á sama tíma og um alla heimsbyggð á sér stað bylting vegna opinberana á ofbeldi gegn konum.
Mjúku málin eru alvöru málin
Nýr kvennalisti? Ef ekki núna, hvenær þá? Nýr kvennalisti þarf þó ekki að vera eingöngu skipaður konum. Því, eins og nýafstaðnar kosningar sýna, snýst kvennabaráttan ekki aðeins um fjölda kvenna á Alþingi. Hún snýst um hugarfarsbreytingu. Hún snýst um að hætt sé að líta á málefni sem konum finnast brýn sem mjúku málin. Hún snýst um að við hættum að afskrifa heilbrigðismál, skólamál, þróun verðlags og útgjöld heimilisins sem prjál sem stelpurnar á þingi dútla við meðan strákarnir sinna alvöru málum eins og að sprengja upp náttúruperlur og bora jarðgöng mjúku málin eru alvöru málin. Hún snýst um að við hættum að líta niður á kvennastörf og byrjum að borga kennurum, þ.m.t. leikskólakennurum, og hjúkrunarfræðingum laun sem endurspegla virði þeirra og mikilvægi. Hún snýst um að við hættum að líta á ofbeldi gegn konum sem svo mikið feimnismál að það er ekki rætt í kurteislegum stjórnmálarökræðum RÚV.
Kvennabaráttan snýst um að koma í veg fyrir að nokkurn tímann aftur verði konum sýnd viðlíka vanvirðing svívirðilegt skeytingarleysi og þeim var sýnt í alþingiskosningum 2017."
Öll þessi skrif eru bara heimtufrekja um að einhverjir aðrir vinni störfin fyrir konur. Þær nenna því ekki sjálfar. Það er eins og þær líti niður á sjálfar sig og segi að karlmenn verði að gera allt fyrir þær. Hvað endemis bull er þetta í raun og veru?
Sé brotið á konum á að kæra það og sækja hina seku til refsingar. Það á að refsa fyrir allt ofbeldi hvort sem fyrir því verður kona eða karl. Lögin eru ótvíræð í því að mismuna ekki.Karlmenn sem sýna konum yfirgang eru bara bullur sem á að refsa ákveðið. Auk þess eru þeir fífl þar sem flestir vita að fara verður vel að konum til fylgilags.
Konur þurfa að vera ákveðnar fyrir sig en ekki að bíða eftir að aðrir geri allt fyrir þær af riddaramennsku. Sem þær yfirleitt samt virðast ætlast til samkvæmt hinum gömlum hefðum. Láta standa upp fyrir sér og veita þeim forgang í hurðum. En þær eru bara búnar að afsegja allt slíkt sjálfar með feminismanum sem stjórnmálahreyfingu sem er nokkuð samstofna við Islamismann, sem byggist á frekju, ofbeldi og yfirgangi.
Konur eru helmingur mannkyns. Þær geta alveg staðið á sínu eins og Lysistrata. Þær verða bara að vilja sjálfar. Karlmenn þekkja sinn vitjunartíma ef svo ber undir í siðuðum samfélögum. Það þýðir ekkert að benda á arabísk villimannasamfélög sem dæmi um slæma stöðu kvenna. Við hér a Íslandi getum ekkert gert i því og eigum einfaldlega að banna algerlega allan innflutning á slíku hyski og siðvenjum. Allt kjaftæði um slíka fjölmenningu á ekki heima hér á landi.
En þetta endemis og endalausa kvennakjaftæði um kúgun og ofbeldi gerir málstað kvenna ekkert gott.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419721
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Eru konur ekki helmingur kjósenda, eða eru karlhelvítin búin að breta því líka?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 4.11.2017 kl. 21:20
Nei, Halldór Egill, karlarnir á landinu eru eitthvað um 2000 fleiri, konurnar eru því alvöru minnihlutahópur!
En Halldór okkar er góður sem jafnan, siglir ekki inn í níræðisaldurinn fyrir neitt minna en að halda uppi merki heilbrigðrar skynsemi í gegnum allt þetta pínlega kvennafár. En vitaskuld tala herskáir femínistar ekki fyrir munn þorra kvenna, ekki frekar en rauðsokkurnar gerðu áður fyrr.
Jón Valur Jensson, 4.11.2017 kl. 23:53
Rúmar skáldið Kristjánsson er með nýja, athyglisverða grein um "að verja karlmennskuna!" http://undirborginni.blog.is/blog/undirborginni/entry/2205825/
Jón Valur Jensson, 5.11.2017 kl. 09:52
Auðvitað tek ég undir með djarfri ræðu Halldórs hins hugdjarfa, líkt og rökréttum viðbótum nafna hans og Jóns Vals.
Alvöru framúrskarandi konur sem standa körlum síst að baki á mörgum sviðum eru reyndar oftast sammála okkur karlrembunum, líkt og feministarnir kalla okkur gjarna.
Spurningin er einfaldlega: Hafa aukin réttindi og völd kvenna fært einhverju okkar, þ.e.a.s. konum, börnum eða okkur karlpungunum meiri velsæld eða hamingju?
Svarið er eins og blasir allstaðar við: Síður en svo.
Jónatan Karlsson, 5.11.2017 kl. 10:46
Þessi Sif Sigmarsdõttir er eitt mesta fífl íslenskrar fjölmiðlastéttar og af nógu að taka íþeirri stétt
Bjarni (IP-tala skráð) 5.11.2017 kl. 12:35
Að öllu jöfnu er ég jafnréttissinni, vil að kyn komi ekki launum við og karlar og konur eigi jafna möguleika til aðkoma sér á framfæri og til vinnu.
Hins vegar er ég alfarið á móti því að annað kynið sé tekið fram fyrir hitt. Það er ekki jafnrétti. Fullyrðingar eins og að svo halli á annað kynið að því verði að umbuna, standast ekki, allra síst í stjórnmálum. Þar eiga konur alveg jafn góðan möguleika á að koma sér áfram og karlar.
Stjórnmálamenn, kvenmenn jafnt sem karlmenn, á að velja eftir hæfi, ekki kyni!
Og ef út í það er farið, þá hafa konur aldrei verið fleiri á þingi, en einmitt því sem er að fara frá. Ekki er ég að segja að það sé konum að kenna hvernig fór, að þingið hafi ekki getað starfað heilt ár. Ekki tókst þeim þó að bæta starfshætti þingsins!
kveðja
Gunnar Heiðarsson, 5.11.2017 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.