Leita í fréttum mbl.is

Borgaralegur vopnaburður

kemur í hugann sem svar eftir endurteknar morðaárásir byssumanna, sérstaklega í Bandaríkjunum og nú síðast í kirkju í Texas.

Þarf ekki að stofna sveitir þjóðavarðliða sem yrðu öryggisverðir almennings en ekki reglulegir hermenn.  Í þessar sveitir yrðu valdir sérstakir menn sem fengju greitt fyrir að bera á sér vopn daglega sem þeir geta gripið til þegar almannafriði væri ógnað.

Einn slíkur í kirkjunni í Texas hefði hugsanlega getað breytt einhverju. Einn slíkur í Útey sömuleiðis. Verður ekki að fara að hugsa um að verja almenning gegn vaxandi ógnum af hryðjuverkamönnum? Hvað með ógnaröldina á Nörrebro? Eða sumstaðar í Svíþjóð?

Það er hugsanlega ekkert auðvelt að fá slíka menn og hæfa til starfa. Þar sem ég þekki til í Orlando ganga margir vopnaðir daglega vegna möguleikans á árás byssumanna á götum úti. Sem betur fer höfum við ekki orðið fyrir slíku hér á Íslandi. En hættan er samt fyrir hendi.

Auðvitað rjúka upp hópar af góðu fólki sem finnast svona hugmyndir ómögulegar.Það verður þá að ræða það hvort lögreglan ein og sér sé nægilega fjölmenn til að vera ein um að vernda borgarana fyrir svona skelfilegum hryðjuverkum? Það má nefna að við erum með hjálparsveitir sem við köllum út þegar á reynir og finnst það æskilegt. Er þetta svo mikið öðruvísi? 

En ég yrði ekki hissa þó að Bandaríkjamenn fari að hugsa eitthvað þessu líkt. Þetta er svo skelfilegt sem skeður þar ítrekað á ólíklegustu stöðum eins og í skólum og kirkjum, að menn geta bara ekki horft á þetta aðgerðalausir.

Mér kæmi ekki á óvart þó að borgaralegur vopnaburður muni fara vaxandi með versnandi óöld finnist ekki önnur úrræði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það sem þarf að gera að banna “gun free zones.” 

Það þarf að vopna þjóðina svo að þjóðin geti varið sig, ekki gera stjórnmálamenn neitt í því að verja hinn almenna borgara.

Hugsum okkur að ef skotvopn væru leifileg í kirkjum, ef aðeins helmingur kirkjugesta hefðu verið vopnaðir þá hefði odæðisverkið í Texas ekki verið eins og það varð.

Menn eins og þessi sorry excuse for á human being leita yfirleitt á staði sem þeir vita að það eru engin vopn til að verja fólkið á, staði eins og kirkjur eða skóla.

Hvenær ættlar fólk að vakna og horfast í augu við veruleikan? Vonandi mjög fljótt.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.11.2017 kl. 00:01

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú akkúrat borgaralegur vopnaburður sem gerir mönnum auðvelt fyrir að vaða um og skjóta fólk niður.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2017 kl. 00:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, drífa í þessu eða hitt þó heldur.  Finna út fjölda þeirra staða þar sem fólk kemur saman og hafa nægilega marga hermenn á hverjum stað. 

Hafa menn reiknað þetta dæmi til enda? Væri ekki ráð að gera það fyrst áður en vaðið er af stað?

Fyrst borgaralegur vopnaburður hefur valdið því sem er að gerast, er það þá virkilega eina ráðið við afleiðingunu að margfalda þennan vopnaburð?

Af hverju þessi feluleikur með orðið hermenn. Vopnaður maður er hermaður þótt hann sé kallaður þjóðvarðliði. 

Ómar Ragnarsson, 6.11.2017 kl. 01:12

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held að Halldór og Jóhann séu raunsæju mennirnir hér á síðunni, ekki Þorsteinn. Ég veit ekki betur en margir eigi byssur hér á Íslandi; er það nokkuð orsök margra morða?

Ómar vill ekki "margfalda" borgaralegan vopnaburð (sem sé olrsök þess sem hefur gerzt), en vill setja hermenn til gæzlu.

Eru mörg dæmi þess að þjóðvarðliðar, lögreglumenn og hermenn í Bandaríkjunum hafi framið fjöldamorð þar? Svarið við spurningunni hefur áhrif á, hvað rétt gæti verið að gera í málinu.

Jón Valur Jensson, 6.11.2017 kl. 02:06

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki gengur það hjá þessum ofbeldisseggjum lengur að treysta á trú sína til hamingjusams lífs.þeir sjá ofsjónum yfir annara trú og æði rennur á þá að eyða því..  Rétt eins og heilalausar veirur sem fjandinn hefur prógrammað,er takmarkið að eyða lífi.Réttur okkar er að verjast þeim og reynið ekki að segja okkur neitt frekar um okkar ráðstöfun. Forheimskan ríður ekki við einteyming,að taka ekki strangara á þeim sem leita uppi vopnlaus trúarsamfélög til að murka úr þeim lífið.Þar sem við vitum þó nokkuð um takmark glóbalista fellur þetta þá ekki vel að stríðsaðferð þeirra að takmarkinu?  

 

Helga Kristjánsdóttir, 6.11.2017 kl. 07:49

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég á nú frekar erfitt með að sjá fyrir mér kirkjugesti með hríðskotabyssuna fyrir framan sig meðan þeir eru að hlýða á messuna. Hvað þá í Krossinum eða fíladelfíu þegar fólk veifar höndunum og þá væntanlega byssunum í leiðinni. Er þetta ekki frekar snöpurleg rök fyrir almenni byssueign?

Jósef Smári Ásmundsson, 6.11.2017 kl. 07:54

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er ekki bara þörf á vopnuðum vörðum hvar sem mannfjöldi kemur saman?

Kolbrún Hilmars, 6.11.2017 kl. 11:10

8 identicon

Rosalega fín hugmynd að hafa alla vopnaða... þið eruð ekki með fullu viti.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.11.2017 kl. 11:21

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jú, Kolbrún. Þar sem að tveir eða fleiri koma saman. Þá er alltaf hætta á að einhver verði skotinn.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.11.2017 kl. 11:52

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óþarfi að hafa þetta í flimtingum, Jósef.  Var í þýskri borg í síðasta mánuði (sem ég heimsæki oft) og sá þar nýung í miðborginni, viðskipta og verslunarhverfinu.  Nokkur gengi af vopnuðum lögreglumönnum, 4-5 saman, eru þar á vappinu núna.  Voru þar ekki áður.  Þjóðverjar vilja greinilega passa uppá sína.

Kolbrún Hilmars, 6.11.2017 kl. 12:38

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Já ég átti svo sem von á því að einhverjir neiti staðreyndum og sa eiginlega fyrir hverjir meyndu fara þar fremstir. En ég er þeirrar skoðunar einsog Jóhann að einskonar almenningverndarar komi til greina þó þeir verði ekki eins og Jósef sér þá fyrir sér.

Canadamenn eiga ekki færri byssur en Kanar. Samt er þeirra þjóðfélag mun lægra í morðum. ÍSlendingar eiga fjölda af byssum. Við förum hinsvegar nokkuð vel með þær af því að við erum siðmenntuð þjóð. En vaxandi innflutningur óþjóða hingað eykur hættuna sem að okkur stafar, menn sjá hvernig sumt af þessu pakki hagar sér, stingandi, myrðandi  og berjandi.

Við erum að flytja inn óþjóðalýð í stórum stíl með opin augun og rekum .hann ekki einu sinni úr landi þegar hann brýtur af sér af því við eru svo góð og umburðarlynd og viljum svo vel.

Ómenntaðir múslímar frá Austurlöndum  og Afríku eru öryggisáhætta vegna þess að þeir eru oft ósiðaðir og játast ekki undir okkar lög eins og til dæmis Pólverjar og aðrir kristnir Indógermanir  sem koma hingað til að vinna. Við gætum sortérað þetta dót frá öðrum innflytjendum en þorum það ekki vegna góðafólksins sem er allstaðar eins og grimmir hundar og gegn allri skynsemi. Heimtar að svartur múslímskur, hinsegin Sómali sé jafngildur og æskilegur innflytjandi  og hver annar Skandínavi.

Halldór Jónsson, 6.11.2017 kl. 13:06

12 identicon

Nú hefur komið í ljós að allavega tveir aðrir voru vopnaðir á staðnum og ekki breytti það því að 26 létust og rúmlega 20 særðust. Er þá lausnin kannski að allir beri hríðskotabyssur á sér?

Snorri (IP-tala skráð) 6.11.2017 kl. 13:50

13 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei, auðvitað á maður ekki að grínast með svona lagað en þetta er nú samt svolítið fáránlegt að ætla lögreglunni að vakta alla staði, allar kirkjur, öll bíóhús, öll tónlistarhús osfv. Þá erum við líka farin að nálgast lögregluríkið, ekki satt? Það er enginn möguleiki að koma í veg fyrir slys eða atburði af þessu tagi. En það má að sjálfsögðu draga úr líkum og þá kemur það helst til greina að herða reglur um vopnaburð og alls ekki leyfa hverjum og einum að eiga vopn eins og tíðkast í bandaríkjunum. En ekki öfugt.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.11.2017 kl. 15:10

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Langar líka að benda á þá staðreynd að margir hér myndu bregðast öðruvísi við ef árásamaðurinn hefði verið múslimi. Þá hefði verið svarið að senda alla múslima úr landi. Kemur það þá ekki til greina að senda alla byssumenn úr landi í bandaríkjunum til að reyna að koma í veg fyrir þetta? Eða er það svolítið annað?

Jósef Smári Ásmundsson, 6.11.2017 kl. 15:15

15 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

*Snorri - enginn í kirkjunni var vopnaður.  Einhver kom að *eftirá* og plaffaði á morðingjann.

Góður nágranni það - hvað væru margir til í að stofna til vopnaðra átaka fyrir sinn heimabæ?

Ásgrímur Hartmannsson, 6.11.2017 kl. 15:20

16 Smámynd: Halldór Jónsson

"Að sögn Freem­an Mart­in, svæðis­stjóra hjá stjórn­völd­um í Texas, greip bæj­ar­búi riff­il sinn og réðst á Kell­ey þegar hann var á út­leið úr kirkj­unni. Kell­ey missti riff­il sinn og flúði af vett­vangi. Nokkru síðar fannst Kell­ey lát­inn í bif­reið sinni. Fjöl­mörg vopn fund­ust í bif­reiðinni. 

Trump seg­ir árás­ina skelfi­lega og verk hins illa. Hann hef­ur fyr­ir­skipað að flaggað verði í hálfa stöng við Hvíta húsið og al­rík­is­bygg­ing­ar í dag."

 

Only a good guy with a gun can stop a bad guy with a gun.

Hvort vilduð þið sem hér mótmæla hugmyndum um vopnaburð vera stödd vopnuð eða óvopnuð við svona skelfilegan atburð ? Sjáið þið aldrei neitt jákvætt eða nauðsynlegt við vopn? 

Halldór Jónsson, 6.11.2017 kl. 15:58

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Byssa er verkfæri. Alveg eins og hnífur, skrúfjárn, eldhúshnífur eða bíll. Það er höndin sem heldur á verkfærinu og hugurinn að baki handarinnar sem er hin seku. Ekki verkfærið eins og Donald Trump segir í dag,

Stacey Þessi naður var alvarlega geðbilaður og hafði verið rekinn úr hernum vegna ofbeldis gagnvart sínum nánustu.  Hann hefði aldrei mátt koma nálægt vopnum ef rétt hefði verið að staðið.

Það er ekki nægilega fylgst með sjúkraskýrslum. Kári ætlaðiað búa til gagnagrunn yfir það eins og annað en allskyns sérvitringar sáu allt ómögulegt við það. Menn með sögu um geðsjúkdóma að baki eða ofbeldi eiga að sæta strangari kröfum en þeir sem ekki eru með slíkt á ferilskrá.

Halldór Jónsson, 6.11.2017 kl. 16:08

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Samkvæmt athugasemd Ómars þá á sennilega að banna bíla og kanski líka hnífa.

Það er vitað mál að þeir sem fara út í voðaverk leita yfirleit til staða sem þeir vita að það eru engin vopn til að stöðva ódæðisverk þeirra.

Ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, það er skotmark þeirra. Það verður ekki nein breiting á þessum hryðjuverkum fyrr en fólk, almenningur, reinir að verja sig sjálfur.

Ég er ekki með leifi til að eiga eða bera skotvopn og kem sennilega ekki til með að gera, en mér mundi liða vel í kirkju, kvikmyndasal eða veitingastað vitandi að um þá bil helmingur fólksins væru vpnaðir skotvopni.

Jósef finst þetta bara skemmtilegt grín, en svona að upplýsa manninn það eru til skotvopn sem fer lítið fyrir innanklæða, sem sagt það eru ekki allir með hríðskotabyssur, sem auðvitað eru ólöglegar í USA.

Það er alltaf sama tuggan hjá vinstra Góða Gáfað Fólkinu, að ráðast á verkfærið, í staðinn fyrir heiglana sem framkvæma ódæðisverðin.

Góður pistill og athugasemdir hjá þér Halldór. Þú ert maður sem þorir að tala gegn Góða Gáfaða Fólkinu og átt heiður skilinn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.11.2017 kl. 17:11

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir þessi orð þín, Jóhann, og góða umræðu hér, einkum í athugasemdum Halldórs.

Jón Valur Jensson, 6.11.2017 kl. 17:51

20 identicon

Trump er með áhugaverðan vinkil á þessu máli.  Að hans mati er þetta fyrst og síðast heilbrigðisvandi og sem slíkur hlýtur lausnin á þessu vera á sviði heilbrigðismála. Þá loksins verður hægt að fá einhverskonar lausn á vandanum.

Hilmar (IP-tala skráð) 6.11.2017 kl. 19:23

21 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sú staðreynd að mjög geðveikur maður átti auðvelt með að sanka að sér mörgum byssum er ekki aðeins athyglisverð, heldur dettur forsetanum hvorki í hug að minnast á þetta og því síður því að hrófla megi við möguleikum byssuframleiðenda til að dæla morðvopnunum í í þjóðfélagið. 

Ómar Ragnarsson, 6.11.2017 kl. 19:34

22 Smámynd: Guðmundur Hrafn Jóhannesson

Ef svo ólíklega vill til að menn vildu byggja umræðuna á staðreyndum lítið á þetta:

http://wapo.st/2yBglVW

http://www.bbc.com/news/world-us-canada-34996604

Guðmundur Hrafn Jóhannesson, 6.11.2017 kl. 19:49

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þó mér sé illa við að viðurkenna það, þá hittir Jósef Smári naglann á höfuðið, um að við séum að nálgast lögregluríkið.

Ég hef alltaf sagt að valið í innflytjendamálum snúist ekki um opin eða lokuð landamæri. Það snýst um lokuð landamæri og lögregluríki.

Með glórulausum innflutningi villimanna frá hættulegustu löndum jarðkúlunnar, er lögregluríkið einfaldlega óhjákvæmilegt.

Theódór Norðkvist, 6.11.2017 kl. 19:57

24 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Halldór.

Mér virðist miðað við Ómar og fleiri, að það sé algerlega nauðsynlegt að banna skrúfjárn, hnífa, skæri, byssur og fleiri morðvopn sem menn hafa um árabil nýtt sem tæki til óhæfuverka sinna.Verst það yrði þá að hætta handflökun í fiskverkunarhúsum og leggja niður saumastofur.........

Þetta eru miklir hugsuðir, en standast ekki akademíska skoðun og aðferðafræði, því miður. Þetta virðast augljósir sleggjudómarar ræsisins með aðalvitni sitt hana Gróu á leiti og geðlækninn hann Leppalúða og sálfræðinginn Grýlu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.11.2017 kl. 19:59

25 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ennþá ruglar Ómar, það er meira og meira að koma fram að þessum aumingja og sorrý excuse for a human being, Texas Ríki neitaði að þessi viðbjóðslegi ræfill sem fer í kirkju til að drepa fólk fengi þennan riffi þegar hann reyndi að kaupa riffilinn.

Hvaða reglur ættli að þessi viðbjóðslegi maður sem sinnaðist við tengda foreldra sína og fór í kirkju til að drepa fólk?

Að myrða er ólöglegt.

Að reina að myrða er ólöglegt.

Sa sem hefur verið dæmdur fyrir heimilisofbeldi má ekki hafa skotvopn.

Að nota skotvopn við að fremja glæp er ólöglegt.

Afbrotamenn far ekki í sakavottorð skoðun til að ná sér í skotvopn.

Ég held að fólk ætti að hugsa og það er auðséð að það eina sem getur gert eitthvað til að sporna við svona viðbjóðslegum morðingjum er að fólk fái að reina að verja sig.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.11.2017 kl. 21:18

26 Smámynd: Halldór Jónsson

Það eru sem sagt byssurnar sem eru aðalatriðið í huga Ómars og Þorsteins. Og þá er væntanlega sjálfsagt að fyllsta jafnréttis sé gætt og allir, hversu vitlausir sem þeir eru , fái að hafa þær löglega? 

Er Trump þá á villigötum að þeirra áliti þegar hann beinir sjónum að vegandanum en ekki vopninu?

Hver krossfesti Krist? Lýðurinn og Rómverjar?

Eða var það krosstréið sem er það seka og verður að banna?

Á að banna kaðla sem voru notaðir í snörur þegar tíðkaðist að hengja fólk löglega?

Banna rafmagn af því það var notað á rafmagnsstólinn?

Mér finnst Trump vera skynsamari en margir aðrir. 

Því miður er ofbeldið og illskan staðreynd sem ég get ekki breytt eða Jóhann flugvirkjameistari.

Má borgarinn ekki gæta að eigin öryggi og fjölskyldu sinnar? á hann bara að vera varnarlaus meðan glæpamenn hafa frjálsar hendur?

Hvað rökfræði gildir hjá góðafólkinu?

Halldór Jónsson, 6.11.2017 kl. 22:51

27 identicon

Er nú Predikareinn farinn að segja brandara, auðvitað með smá hroka sem virðist eiga að sýna okkur vantrúuðu hvað hann er yfirmáta gáfaður og talar gott mál

Í svona 3 mínótur langaði mig að eiga byssu.

Brynjar (IP-tala skráð) 6.11.2017 kl. 23:03

28 Smámynd: Halldór Jónsson

Ásgrímur fer með staðreyndirnar. Aðvífandi maður með riffill og annar borgari stöðvuðu morðingjann.eltu hanná 100 mílna hrað þangað til hann keyrði útaf, þá skaut maðurinn með riffilinn hann. Morðinginn hringdi í pabba sinn og sagði ég hef veri skotinn, líklega hef ég það ekki af. Síðan fannst hann dauður í bílnum, af skotsárum, ekki vitað hvaðan.

Halldór Jónsson, 7.11.2017 kl. 07:28

29 Smámynd: Halldór Jónsson

Þarna var það vopnaður borgari sem stöðvaði manninn. Spurningin er átti bara að tala hann til upp á sjésinn að hann skyti ekki fleiri? Ómar, hvað hefðir þú gert í þessu tilviki? Eða Dr.E, Þorsteinn?

Halldór Jónsson, 7.11.2017 kl. 07:31

30 identicon

Þið skautið fram hjá því að í nánast öllum svona tilvikum þá eru árásarmaðurinn vopnaður árásarrifflum, skotheldum vestum og fl.

Hann klæðist skotheldu vesti vegna þess að hann veit að hann getur lent í mótspyrnu..

Mæli með að þið horfið á myndina Patriots Day (Boston bombing)

Þar endaði málið með margra klst götubardaga milli sérsveitar lögreglu og tveggja hryðjuverkamanna.

Almennur borgari vopnaður skammbyssu hefur lítið í þetta að segja.

Vandamálið er án alls vafa aðgangur manna í slík árásarvopn.

http://www.imdb.com/title/tt4572514/

Snorri (IP-tala skráð) 7.11.2017 kl. 09:44

31 identicon

Þvílíkt rugl sem hér er skrifað.  Hvað næst, berjast gegn eiturlyfjum með eiturlyfjum. 

" Houston we have a problem "  Það leikur íslendingur lausum hala í Houston  " Ennþá ruglar Ómar, það er meira og meira að koma fram að þessum aumingja og sorrý excuse for a human being,".  Hver ert þú Jóhann að kalla Ómare Ragnarsson sorry excuse for a human.  Ómar hefur gert helling fyrir Íslwenska þjóð,.  Hvað hwefur þú gert annað en að vera vitlaus ?

Brynjar (IP-tala skráð) 7.11.2017 kl. 13:44

32 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 Brynjar

Ertu að lýsa einkaskoðunum þínum eða talarðu fyrir hönd fasteignasölunnar Höfða og þeirra sem þar starfa?

Þú færir okkur vopn í hendurnar í þessari umræðu með sorglegri færslu þinni um mig. 

Þá opinberar þú í þessari færslu þinni kl. 13:44 að þú ert líklega einn þeirra sem ekki getur lesið þér gagns og fallið sem slíkur í PISA könnun ef að líkum lætur. Það sannast á því sem þú berð upp á Jóhann, algerlega saklausan af þeim áburði þínum. Vinsamleg ábending: kannski betra að lesa hverja færslu nokkrum sinnum áður en þú ferð að skrifa?  Vona þú skoðir fasteignir betur og metur raunverulegt ástand þeirra áður en þú skrifar sölulýsingu og mælir fyrir þeim við viðskiptavini ykkar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.11.2017 kl. 14:09

33 identicon

Hvað ert þú Pretikari að blanda Fasteignasölunni Höfða inn í dæmið.  Þú sem ekki þorir að koma fram undir nafni.  Þvílíkur aumingi sem þú ert.

Brynjar (IP-tala skráð) 7.11.2017 kl. 14:19

34 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Brynjar

Þú ert með slóð inn á fasteignasöluna í innlegginu þínu um mig. Þú blandaðir henni alveg einn og óstuddur inn í þetta. Ertu nokkuð með vott af Alzheimer, fyrir utan að geta ekki lesið þér til gagns?

Svo fer þér illa að vera svona orðljótur eins og þú hefur verið í þessum þræði um ýmsa.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.11.2017 kl. 14:55

35 identicon

Kristilegur kærleikur streymir frá þér.  Ég er ekki eins góður og þú að fela mig.  Ég ætla þó að lokum að óska þér alls hins besta en læt aðra um að eiga við þig samskipti í framtíðinni.

brynjar (IP-tala skráð) 7.11.2017 kl. 15:10

36 Smámynd: Halldór Jónsson

When a person kills another in the United States, though, he or she generally uses a gun: 60 percent of U.S. homicides occur using a firearm, which is the 26th-highest rate in the world. (In other gun-permeated countries, such as Finland (45.3 guns per 100 people), only about 19 percent of homicides involve a firearm. 

Guns don't always kill people, it seems, but they certainly play a role.

 

Halldór Jónsson, 7.11.2017 kl. 15:36

37 Smámynd: Theódór Norðkvist

Brynjar, Jóhann var að kalla morðingjann aumingja og sorry escuse for a human being, ekki Ómar. Ég skildi ekki hvað hann var að segja, orðalagið var frekar ruglingslegt, en næsta málsgreinin á eftir, bendir til þess að þessari einkunn (og þá mjög réttri) var beint gegn ódæðismanninum.

Jóhann hefur alltaf verið kurteis á blogginu, að ég best veit og ég held að hann myndi aldrei kalla Ómar Ragnarsson illum nöfnum.

Theódór Norðkvist, 7.11.2017 kl. 18:46

38 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt hjá þér Theodor, ég er oft ekki sammála Ómari Ragnarssyni, en ég ber mikla virðingu fyrir Ómari, hann á það sannarlega skilið eftir allt sem hann hefur gert glott fyrir land og þjóð.

Brynjar greið á erfit að muna hvað hann les, ég held að það komi vel fram í fyrstu athugasemd við hvern er átt þegar skrifað er sorrý excuse for á human being. Ómar Ragnarsson var ekki einu sinni kominn inn í umræðuna þegar það er skrifað.

Siðapostullinn Brynjar má hafa þetta eins og honum sýnist, enda er maðurinn ekki mjög málefnalegur og óþarfi að rökræða við hann.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.11.2017 kl. 20:52

39 identicon

Það er ekkert sem stoppar svona atburði í landi þar sem eign skotvopna þykir jafn sjálfsögð og í USA. Hvorki orðagjálfur inni á þesari síðu þaðan af síður kristileg steypa koma í veg fyrir að geðsjúklingar hafi alltof greiðan aðgang að skotvopnum. Til þess eru vopnaframleiðendur alltof voldugt afl í USA til að yfirvöld hefji takmörkun á aðgengi að skotvopnum. 

Maria (IP-tala skráð) 8.11.2017 kl. 12:49

40 Smámynd: Skeggi Skaftason

Halldór segir:

"Hann hefði aldrei mátt koma nálægt vopnum ef rétt hefði verið að staðið."

Já Halldór, þarna sannast að eftirlit og "background check" fyrir byssukaup eru algjörlega ófullnægjandi. Þetta vill NRA-fólk ekki viðurkenna og setur sig á móti hvers kyns frekari takmörkunum á byssukaupum.

(Fyrir utan nú það að slíkar takmarkanir hefur t.d. ekki komið í veg fyrir stórtæka byssusöfnun árásarmannsins í Las Vegas í síðasta mánuði.)

Skeggi Skaftason, 8.11.2017 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3419724

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband