Leita í fréttum mbl.is

Fáránleg ákvörðun

"Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur verið í sendur í leyfi frá störfum á Landspítalanum. Ákvörðun um það var tekin í gær eftir að sérfræðinganefnd birti niðurstöður sínar á úttekt á Plastbarkamálinu svonefnda. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala hefur slík ákvörðun ekki verið tekin hvað varðar Óskar Einarsson, en hann var einnig viðriðinn Plastbarkamálið.
 

„Það staðfestist að Landspítali ákvað að Tómas Guðbjartsson yrði í leyfi frá störfum um sinn í ljósi heildarhagsmuna. Slík ákvörðun hefur ekki verið tekin hvað Óskar Einarsson varðar,“ segir í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. 

Niðurstaða nefndarinnar var sú að íslenskir læknar og vísindamenn hafi brotið lög og dregið plastbarkaþegann, Andemariam Beyene, í fjölmiðla til að auglýsa aðgerðina. Þeir beri þó ekki ábyrgð á því að Beyene gekkst undir aðgerðina. Hér má lesa ítarlega úttekt á niðurstöðum skýrslunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru niðurstöður og ábendingar nefndarinnar teknar mjög alvarlega og Landspítalinn mun bregðast við þeim.

„Þegar hefur verið ákveðið að vísa málinu til siðfræðinefndar spítalans, taka upp samskipti við vísindasiðanefnd varðandi ábendingar skýrslunnar, m.a. um mun á gagna- og sjúklingarannsóknum sem og að taka afstöðu til tillögu skýrslunnar um bætur til ekkju sjúklingsins. Að öðru leyti mun spítalinn taka sér tíma til að rýna skýrsluna gaumgæfilega og bregðast við frekari ábendingum og málum sem upp kunna að koma í þeirri rýni,“ segir í svari Landspítalans við fyrirspurnum fréttastofu."

Þessi þekkti snillingur og lífsbjargari fjölda fólks er sakfelldur fyrir eitthvað siðfræðibull ofan úr Háskóla upp úr fólki sem ber ekkert skynbragð á læknavísindi eða tilgang þeirra. Hann er að bjarga mannslífum. 

Það er ljóst að Tómas var að grípa til örþrifaráða til að reyna að bjarga dauðvona sjúklingi sínum. Hann ver ekki að vinna að persónulegum hagsmunum sínum heldur að uppfylla Hippokratesareið sinn. Vitað er að læknar hafa stundum þurft að grípa til óvenjulegra aðgerða og notkunar á óprófuðum aðferðum. Hvað gerði ekki Pasteur þegar hann sprautaði hundaæðisskýklum í barnið sem var annars dauðvona? Var ekki Tómas að reyna hið ómögulega sem síðasta úrræði.

Að ráðast svona á virtan lækni sem er að reyna að bjarga lífi manns er ósæmilegt og til skammar. Vonandi borgar einhver ekki fyrir þetta með lífinu sínu?

Þetta er fáránleg ákvörðun.

 

 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þér, þessi maður átti stutt ólifað þegar að þessir læknar tóku það að sér að REINA, að lengja líf hans.

það er nagandi ólykt af þessu og megn peninga lykt. Mitt álit.

hafsteinn Reykjalin (IP-tala skráð) 7.11.2017 kl. 17:30

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eflaust var Tómas að hugsa um sjúkling sinn, en allir sem hafa staðið í því flókna ferli sem leyfi frá Persónuvernd og Vísindasiðanefndum vita að jafnvel söfnun þvagsýna hvað þá heldur tilraunaskurðaðgerðir kalla á slík leyfi. Hann hefði átt að ganga úr skugga um að slík leyfi lægju fyrir. Þó svo Pasteur hafi tekið sér bessaleyfi á sínum tíma, þá er litið alvarlegum augum á það nú til dags að menn viki frá siðareglum og lagaboðum. 

Ragnhildur Kolka, 7.11.2017 kl. 18:36

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Landlæknir hefði átt að koma að þessu máli miklu fyrr í ferlinum þar sem að um er að ræða aðgerð sem að hefur ekki verið framkvæmd áður og ekki komin nein reynsla á svona mál:

Ábyrgð Landlæknis hlýtur að vera mikil; varðandi það hvort að hann meti lækna hæfa til starfa eða ekki.

Starfandi Landlæknir hefði í raun átt að skera úr um það hvort að það ætti að leyfa svona aðgerð eða ekki.

Hann hefði átt á segja við þennan sjúkling:

Þú hefur hérna 2 valmöguleika:

1.Að gangsast undir þessa plastbakra-aðgerð og það eru kannski innan við 10% líkur á þvi að aðgerðin heppnist.

2.Þú munt deyja af þessu meini sjálfkrafa innan árs án aðgerðar.

Jón Þórhallsson, 8.11.2017 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3419725

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband