Leita í fréttum mbl.is

Hækkum þröskuldinn inn á Alþingi

Þarf ekki að hækka þröskuldinn í 7.94% greiddra atkvæða.Þá er enginn þingflokkur minni en 5 þingmenn. Hlusta ekki á rausið um að þá séu svo margir kjósendur án þingmanna. Þeim sömu er það bara mátulegt fyrir að sóa atkvæðinu á vonlaus framboð sem allar skoðanakannanir geta sagt þeim fyrirfram

4 flokkar eru yfirdrifið á Alþingi, Allt umfram það er til bölvunar. Þá koma svona týpur eins og Þór Saari og Þráinn Bertelsson sem komast aldrei ekki neitt fyrir sérvisku sinni af því að þeir geta ekki unnið sem teymi. Svo gáfaðir einstaklingar að engir aðrir komast að. Það vantar ekki séní á Alþingi heldur vinnuhesta. En heldur ekki menn sem halda að þeir séu það eins og Jimmy Carter og Steingrím Jóhann sem fá litlu áorkað af því að þeir skilja ekki alveg hvað þeir eru að gera.Of fáir menn með of mikil völd eru hættulegir.

Stjórnmálaflokkur þarf að vera yfir krítískri stærð til að geta myndað starfhæfa deild, vera flokkur og skipulagsleg heild en ekki sérviskupúki eða bara fjárplógstæki óprúttinna reyfara sem eru bara á eftir aurnum fyrir sig en gefa skít í skyldurnar.

Þess vegna verður að fækka flokkunum á Alþingi. Þeir sem sóa atkvæðum sínum á vonlaus smáframboð verða bara að sitja uppi með það að eiga ekki þingmenn. Aðeins stjórnmálaflokkar en ekki upphlaups fáprósentsflokkar komist inn á þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Mikið er ég sammála þér í dag 

Kristmann Magnússon, 29.11.2017 kl. 00:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æi, strákar mínir, þetta gengur ekki!

Til hvers eru lýðræðislegar kosningar ef þær eiga ekki að virða lýðræði?

Jón Valur Jensson, 29.11.2017 kl. 04:31

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Valur

Sú stjórn sem verið er að mynda núna væri líka að myndast við þessar aðstæður. Þetta er lýðræði ekki síðra en í Bretlandi eða bíðar sem vi teljum lýuðræðisríki. Lýðræði með filter.

Halldór Jónsson, 29.11.2017 kl. 04:54

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sammála Halldóri.

Ekkert er ömulegra en andhverfa lýðræðisins, þegar minnihluta tekst að kúga meirihluta.

Í nútíma þjóðfélagi hefur hver og einn möguleika á að koma sínum skoðunum á framfæri, án þess að gefa viðkomansi færi á að komast í þá stöðu að taka Alþingi í gíslingu.

En betur má ef duga skal. 

Benedikt V. Warén, 29.11.2017 kl. 08:52

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Núverandi þröskuldur er sá hæsti í Evrópu og 8 prósent þröskuldur yrði sá hæsti í heimi. 

En auðvitað vegur það þungt hjá innvígðum Sjöllum að atkvæði "undanvillinganna" í Viðreisn hefðu öll "fallið dauð niður" og flokkurinn sá sömuleiðis. 

8 prósent þröskuldur gæti þýtt að allt að 30% greiddra atkvæða yrðu óntýt, næstum eins og mör og öll atkcæði í Reykjavík. 

Og mörg dæmi eru um það að þingflokkar með örfáum þingmönnum hafi myndast á Alþingi þegar þingflokkar hafa klofnað þar, sjá nánar bloggpistil minn í morgun. 

Ómar Ragnarsson, 29.11.2017 kl. 17:36

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Í trausum flokkum skeður það  ekki. Og það gerir bara ekkert til þó að 30 % atkvæða falli dauð Niegel Farage fékk varla þingmann útá einhver 20 % atkvæða í Bretlandi. Þannig er nú kerfið í einmenningskjördæmunum.

Halldór Jónsson, 29.11.2017 kl. 20:35

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ekkert í lífinu er baráttulaust.  Til þess að verða lögfræðingur eða læknir þarfa að klífa marga þröskulda.  iðnaðarmenn þurfa að ljúka sínum áfangum, til að teljast hæfir.  Bílstjórar þurfa að  þreyta próf til að þeim sé hleypt undir stýri. Flugmenn þurfa að standast bóklegt próf, hæfnismat og strangar heilbrigðiskröfur. 

Ekkert af þessu þurfa þingmenn að standast.

Því er lágmark að gerðar séu gerðar ríkar kröfur til þeirra sem eru að fara með fé almennings og setja lög.  Heilbrigð skynsemi segir manni það, ef þú getur ekki sannfært 7-8 prósent þjóðarinnar um þitt ágæti og þíns flokks, - ertu fallinn.

Kosninga í boði örflokka kostar sitt, nú síðast milli 200-300 milljónir.  Þá er ekki auraleysið í ríkissjóði.  Sveiattan!

Benedikt V. Warén, 29.11.2017 kl. 21:36

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Held einnig að þjóðverjar hefðu verið glaðir, að vera með svipaðan þröskuld hjá sér, eins og hér er rætt um.

Stjórnarkreppa í boði miskilins lýðræðis.

Lýðræði er það þegar meirihlutinn ræður för, en ekki þegar minnihlutinn í krafti málþófs og þvermóðsku, kúgar meirhlutann.

Benedikt V. Warén, 29.11.2017 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 41
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 3419911

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband