Leita í fréttum mbl.is

Verkfall flugvirkja

er mjög til umræðu á Útvarpi Sögu að mér heyrðist í dag.

Arnþrúður Karlsdóttir minnti á hversu frábær stétt íslenskir flugvirkjar eru. Þeim væri áreiðanlega talsvert að þakka hversu vel hefur gengið að reka okkar flugstarfsemi. Engin slys vegna mannlegra mistaka eða bilana sem má rekja til viðhaldsskorts. Það er einn þáttur málsins. Þessu megum við ekki gleyma.

Hinn þáttur snýr að þeirri sorg sem verkföll eru og hvernig þau bitna mest á óviðkomandi. Þau taka af fólki rétt til að vinna og neyða það í tjón og tekjumissi.

Einn skynsamur innhringjandi benti á að samkvæmt íslenskum leikreglum getur minnihluti félagsmanna stéttarfélags samþykkt að fara í verkfall.

Nú er verkfall svo alvarlegt mál með víðtækum afleiðingum að spurning er hvort boðlegt sé annað en að meirihluti félagsmanna verði að láta afstöðu sína til verkfallsboðunar í ljósi? Eru okkar leikreglur nægilega skýrar þannig að allir geti verið sáttir við aðgerðina?

Verður þetta þjóðfélag ekki að koma sér saman um leikreglur sem mönnum finnast vera sanngjarnar og réttlátar? Eru núverandi reglur í samræmi við það sem fólk er reiðubúið að finnast vera sanngjarnar?

Svo er þáttur Kjararáðs sem þarf óneitanlega að athuga. Getur það verið gott veganesti að opinberir starfsmenn eins og Alþingismenn taki sér 47 % kauphækkun og það afturvirkt þegar flugvirkjar setja fram kröfu um 20 % kauphækkun? "Hvað er sannleikur?" spurði eitt sinn maður í vanda.

Það er sorglegt að horfa upp á það að menn geti ekki sameinast um að finna skynsamlega lausn á vandamálum sem verða leyst fyrr eða síðar fyrr en að allir hafa tapað og hugsanlega óafturkræft ef verkfall verður langt og hart.

Verkföll flugvirkja sem önnur slík eru slík mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er lýðræðislergur réttur fólks í verkalýðsfélagi að ákveða að láta aðra í félaginu ráða málum. 

Ómar Ragnarsson, 18.12.2017 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband