Leita í fréttum mbl.is

Áramótaskaupið

horfði ég á Gamlárskvöld og skildi ekki orð í því. Hreinlega náði því ekki. Hélt að hvellirnir væru að trufla mig svona.Tiltölulega ófullur meira að segja.

Maður hefur verið spurður af hinu og þessu fólki á förnum vegi: Hvernig þótti þér skaupið?  Maður fer hjá sér að hafa ekki neitt gáfulegt að segja.  Ég hef sagt sem er að að ég hafi ekki skilið það líklega vegna ytri aðstæðna. Og fengið vorkunnarbros hjá vinstri mönnum sem hafa spurt. En engir hægri menn hafa spurt mig að þessu.

Svo ég reyndi að horfa á þetta aftur núna. Ég náði fram í miðjan þátt og þá sofnaði ég í stólnum. Ég spilaði kaflana sem ég sá ekki aftur þegar ég vaknaði.  En  hláturinn lét á sér standa og ég er jafn nær. Mér bara stökk hvergi bros. 

Það er sama niðurstaðan, Ég skil þetta ekki. Er ég orðinn klikkaður af elli? Eða pólitískri blindu? Eða almennum lífsleiða? Finnst mér bara ekkert sniðugt lengur? Að sjá málverk af stífum besefa sem maður gæti auðveldlega  öfundast útí? Eða ber brjóst í heitum potti án þess að skilja pointið lengur?

Ég held að þetta hljóti að vera einhver samræmdur Samfylkingar-og VG-húmor með viðkomu á RÚV  sem ég get víst hvort sem er aldrei aldrei skilið. Hlýtur að vera stórfyndið og sniðugt fyrir þá sem skilja þetta. Nema bara að ég, sem gat einu sinni hneggjað geggjað yfir honum Flosa á Gamlárskvöld, get víst ekki lengur skilið svona nýmóðins Áramótaskaup  og þetta virðist því miður ágerast ár frá ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þú hefur rétt fyrir þér; skaupið hitti ekki í mark.

Hvað skildi það hafa kostað þig margar skattkrónur?

Jón Þórhallsson, 4.1.2018 kl. 17:45

2 identicon

 Ég er löngu hætt að nenna að horfa á þetta svokallaða skaup, eins og það hefur verið leiðinlegt síðustu tíu árin. Þess í stað horfi ég alltaf á Sirkusrevíuna í danska sjónvarpinu, sem klikkar aldrei. Þar er það alltaf sami hópurinn, sem semur og leikur atriðin, og flytja þetta fyrir fullum sal áhorfenda, sem hlægja mikið, enda danski húmorinn einstakur. Það er eitthvað annað en misgáfuleg og oftast nær misheppnuð skaup, sem haldið er að hitti í mark, þó að þau geri það ekki. Ég nenni ekki að sitja yfir svoleiðis rugli, og horfi því á danska sjónvarpið á gamlárskvöld.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2018 kl. 17:59

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ert bara búinn að missa húmörinn hugsa ég foot-in-mouth

Þorsteinn Siglaugsson, 4.1.2018 kl. 19:36

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég er löngu hættur að horfa á skaupið, það höfðar trúlega til staðlaðs hóps, og þá get ég gert annað, sem hæfir reynslu og aldri, 83 ára. Það er gott að geta fært sig frá þessu vitundarstigi og yfir í ljósið og litina. Mér hefur oft fundist ýmsar sjónvarps myndir og þættir, reyni að ausa upp drullu, óþverra og hávaða, svo að við sem höfum séð yfirfljótandi af sllskonar efni efni, gefum því gaum.

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 04.01.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 4.1.2018 kl. 19:37

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég er löngu hættur að horfa á skaupið, það höfðar trúlega til staðlaðs hóps, og þá get ég gert annað, sem hæfir reynslu og aldri, 83 ára. Það er gott að geta fært sig frá þessu vitundarstigi og yfir í ljósið og litina. Mér hefur oft fundist ýmsar sjónvarps myndir og þættir, reyni að ausa upp drullu, óþverra og hávaða, svo að við sem höfum séð yfirfljótandi af sllskonar efni, nennum ekki að gefa því gaum.

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 04.01.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 4.1.2018 kl. 22:00

6 identicon

Ha,ha,ha,  ef það er einhver minnsta huggun harmi gegn þá skildi aumur ég varla bofs í því heldur, en ég hef orðið fyrir smá vonbrigðum með sum náin ættmenni sem þóttust hafa gaman af þessu.

En ég segi eins og þú, kannski er það bara ég.  

Hugsanlega ætti maður þó að koma þessu á aðgengilegt form til að sofna við á kvöldin!

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 4.1.2018 kl. 22:16

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við höfum ekki misst humorinn,en eftir u.þ.b.10 ára oftast hrútleiðinleg Skaup,nenni ég ekki að horfa á þau lengur.-Ég hélt að skaup kæmi manni til hlægja;En það var nóg annað að horfa á þetta Gamlárskvöld,hafði svo oft séð menn detta við að stíga á bananahýði.

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2018 kl. 22:42

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Þú svaraðir spurningum þínum eiginlega sjálfur.

Það vantaði glös í þig, og svo er grín kynslóðaskipt.

Endursýning virkar eiginlega aldrei nema eftir þrjú eða fjögur wiskýglös, nema ef um tímalaust grín er að ræða.

Eins og hneggið hans Flosa, skoðunarferð Árna um húsbyggingar hans í Vestmannaeyjum, Skattmann hans Ólafs Ragnars, eða eðalskaup Spaugstofunnar frá 1984 (skrifað eftir minni, þarf ekki að vera rétt ártal).

Það var ekkert vinstri við þetta skaup, ólíkt skaupunum frá 2014 og 2015, maður þurfti einfaldlega að vera fullur til að njóta.

Eða rakur, en þá var það ekki eins fyndið, segja þeir röku.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.1.2018 kl. 22:46

9 identicon

Ég upplifði þessa tippamynd sem kynferðislega áreitni.  Hvaða apaköttur hjá RÚV verður rekinn fyrir það?

Bjarni (IP-tala skráð) 5.1.2018 kl. 20:54

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Gott ef ekki tók sig upp gamalt bros hjá tuðaranum, yfir skaupinu. Fannst ýmislegt bara aldeilis ágætt í því. Ekki rætið, sáralítið pólitískt og heilt yfir bara ágætt, miðað við mörg önnur.

 Spurning um að láta það rúlla í þriðja sinn?

 Veit á eigin skinni að "fattarinn" hægir á sér með aldrinum;-)

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.1.2018 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband