Leita í fréttum mbl.is

Veggjöld

voru baráttumál Jóns Gunnarssonar meðan hann var ráðherra sem varð allt of stutt.

Fullyrða má að almenningur á Íslandi er þessum hugmyndum ekki fráhverfur ef það þýddi tafarlausar umbætur í vegamálum.

Nú stígur  Vilhjálmur Birgisson verkalýðskólfur fram og styður þessar hugmyndir Jóns þó hann forðist auðvitað að nefna hann á nafn. 

Villi segir:

"Ég velti því upp í gær hvort við ættum að kanna alla möguleika á því að flýta möguleikum á því að fá stjórnvöld til að auka umferðaröryggi okkar með því að tvöfalda veginn frá Hvalfjarðargöngum upp að Kollafirði.

 

Ég gerði mér algerlega grein fyrir því að mjög skiptar skoðanir væru á þessu máli og þetta væri eldheitt mál en ég tel hins vegar umræðuna nauðsynlega og þarfa.

 

Ég var bara að velta upp þessari hugmynd í ljósi þess að við misstum ungan mann í fyrradag í blóma lífsins m.a. vegna þess að vegakerfið uppfyllir ekki lágmarksöryggi. Það er gríðarleg umferð um Kjalarnesið og ég get ekki séð að stjórnvöld ætli sér að gera neitt í því að tvöfalda akstursleiðirnar til að auka öryggi okkar sem ökum þarna oft um.

 

Að sjálfsögðu myndi ég vilja að ríkið myndi ráðast strax í þessar framkvæmdir til að auka öryggi vegfarenda og hætt yrði að innheimta vegtolla enda afar ósanngjarnt að þetta séu einu jarðgöngin sem rukkað er í og má alveg velta því fyrir sér hvort slíkt sé brot á jafnræðisreglu.

 

En ef hægt yrði að rukka í 2 til 3 ár til viðbótar og veggjaldið yrði lækkað umtalsvert og líka að þeir sem þurfa að sækja nám eða vinnu daglega myndu fá skattaafslátt eða eitthvað slíkt eins og þekkist t.d. í Noregi þá finnst mér þetta vera hugmynd sem megi ræða og skoða.

 

Eina sem vakir fyrir mér er að koma í veg fyrir alvarleg slys og ótímabær dauðsföll í umferðinni og ef þessi leið myndi bjarga einu mannslífi þá yrði ég glaður en ég ítreka að ég myndi glaður vilja að ríkið myndi ráðast strax í þessa framkvæmd en ég veit að svo verður ekki næstu árin, því miður.

 

Ég skil það bara mjög vel að fólk sé alls ekki tilbúið að sitja undir þessari mismunun lengur, ég bara skil það fullkomlega og virði þá skoðun algerlega. Eina sem ég hef áhyggjur af er að ekkert verði gert í þessum málum og við missum enn fleiri í hræðilegum slysum á þessari leið.

 

Ég vissi vel að þetta er hitamál en ef þessi innheimta í 2 til 3 ár til viðbótar myndi leiða til þess að hægt væri að bjarga mannslífum og fækka slysum með því að ráðast í tvöföldun á þessari leið þá finnst mér persónulega allt í lagi að ræða það með málefnalegum hætti.

 

Langflestir gera það, en ég ítreka það svo sannarlega að ég ber fulla virðingu fyrir skoðunum annarra í þessu máli og skil þeirra sjónarmið fullkomlega enda er ég sammála því að ríkissjóður eigi að tryggja að þjóðvegir landsins séu öryggir. En ég treysti því miður ekki ríkisvaldinu til að gera það eins og sagan sýnir okkur síðustu áratugi eða svo.

 

Ég held að það væri hægt að finna leið þar sem þeir sem stunda nám og vinnu myndu fá góðan skattaafslátt eins og gert er t.d. í Noregi eins og áður sagði og svo væri hægt að lækka gjaldið niður í 120 til 150 krónur ferðina en láta erlendu ferðamennina greiða áfram fullt gjald og nota þessa fjármuni strax í að tvöfalda leiðina um Kjalarnesið.

 

En eins og áður sagði er þessi umræða hjá mér tilkomin vegna þess að ég finn mikið til með móður drengsins sem lést í fyrradag en þetta var einkasonur hennar. Kannski á maður ekki að láta tilfinningar og samkennd hlaupa með sig í „gönur.“

 

Allavega finnst mér þetta vera eitthvað sem hægt sé að ræða málefnalega og virðum skoðanir allra og ég ítreka það að ég skil þá sem eru algerlega á móti þessari hugmynd fullkomlega.

 

Það má t.d. líka spyrja stjórnvöld og vegagerðina að því hvað ríkissjóður hefur sparað mikla fjármuni frá því Hvalfjarðargöng voru tekin í notkun 11. júlí 1998. Er þá ekki að tala um öll mannslífin sem hugsanlega hafa bjargast með þessari bestu umferðarbót Íslandssögunar sem Hvalfjarðagöngin eru, en eins og við öll munum þá voru alvarleg slys og banaslys nánast á hverju ári í Hvalfirðinum.

 

Hugsið ykkur sparnað ríkissjóðs hvað varðar viðhald og umbætur á veginum um Hvalfjörð frá því Hvalfjarðargöngin komu til en kostnaður ríkisins vegna viðhalds á veginum í Hvalfirði hefur eðli málsins samkvæmt dregist gríðarlega saman vegna þess að nánast öll umferð fer í gegnum göngin.

 

Svo má ekki gleyma að Vegagerðin þurfti oft að hlaupa undir bagga með Akraborginni til að hægt væri að halda rekstri hennar áfram á sínum tíma enda sjá Vegagerðin um rekstur Akraborgarinnar. Allt þetta hefur ríkissjóður sparað sér og því má klárlega halda því fram að þessi sparnaður sem ríkissjóður hefur sparað frá komu Hvalfjarðarganga sé jafnvel mun meiri en sá kostnaður sem fylgir því að tvöfalda Vesturlandsveginn um Kjalarnes.

 

En tökum málaefnalega umræðu um öryggismál á vegunum á okkar svæði og veltum öllum möguleikum fyrir okkur því það eru jú mannslífin sem skipta okkur mestu máli".

Þarna kemur þó einn málsmetandi maður og tekur undir þessi sjónarmið Jóns um að þeir borgi sem  noti. Björn Matthíasson lét nýlega þau orð falla að ferðamannaiðnaðurinn nauðgaði innviðum landsins. Ferðamannaumferðin notar og slítur innviðunum fyrir okkur en borgar ekki sinn hlut heldur krefst þess að við innfæddir borgum allt sjálfir og einir.

Veggjöldin eru leið til að ná þessum kostnaðarhluta inn af ferðamannaiðnaðnum og framkvæma það sem við getum ekki núna vegna kostnaðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég legg frekar til að öll þau gjöld sem bifreiðaeigendur greiða til ríkisins renni beint og óbreytt til vegamála.

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.1.2018 kl. 13:50

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Halldór.

Það er varla hægt að segja að nokkur maður stigi í vitið á þessum skyrbletti við Austurvöll.

Vælandi yfir því að það séu ekki til peningar á meðan rafrænu prentvélarnar hafa varla undan. Sammála Hilmari og annað, það þarf að hætta að hanna og athuga alla hluti, mögulega og ómögulega, og gyrða sig í brók til athafna. Þetta síðasta virðist alls ekki skiljast á þessu blessaða skeri enda nýju föt keisarans alsráðandi þessi misserin.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.1.2018 kl. 14:42

3 identicon

Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá má ekki loka augunum fyrir því að eftir nokkur ár mun stór hluti fólksbílaflotans verða knúinn raforku. Þeir sem slíka bíla eiga munu sleppa við öll olíu- og bensíngjöld, hvaða nafni sem þau nefnast.

Væntanlega koma bráðlega rafknúnir strætisvagnar og rútur. En líklega er lengra þar til flutningabílar og trukkar verða rafknúnir. Þeir slíta reyndar vegakerfinu margfalt meira, ef marka má þá staðhæfingu fróðra manna, ef ég skil þá rétt, að við tíföldun öxulþungans, þá muni vegaslitið aukast 10.000 sinnum.

Það verður því ekki hjá því komist að endurskoða gjöld fyrir notkun á vegakerfi landsins.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.1.2018 kl. 17:42

4 identicon

Það má ræða veggjöld þegar meira vantar en það sem bíleigendur borga nú þegar. Meðan svo er ekki þá liggur þörfin á frekari fjármagni ekki í ónógum álögum á bíleigendur. Bíleigendur hafa þegar borgað margfaldar þær vegabætur sem þörf er á.

Nær væri að draga úr rausnalegum bótum til bloggandi gamlingja sem engu skila til þjóðfélagsins og eru engum til gagns. Annað en hægt er að segja um ferðamennina sem skila þúsundum hver á dag í ríkiskassan. Þeir borgi sem noti og gamlingjarnir sjái um sinn rekstrarkostnað sjálfir án ölmusu frá vinnandi fólki, bíleigendum og ferðamönnum.

Gústi (IP-tala skráð) 15.1.2018 kl. 00:49

5 Smámynd: Halldór Jónsson

án ölmusu frá vinnandi fólki, bíleigendum og ferðamönnum. Hvað þá dópistum, styrkþegum og auðnuleysingjum.

Halldór Jónsson, 15.1.2018 kl. 06:32

6 identicon

Hvað er einn bótaþegi að skipta sér af því hvað aðrir bótaþegar fá, ekki koma peningarnir frá honum?

Gústi (IP-tala skráð) 15.1.2018 kl. 08:53

7 identicon

Veggjöld !

Þeir sem eru nú að biðja nýja skatta, veggjöld, vilja viðhalda og jafnvel stækka opinbera báknið í stað þess að minnka það. Þrátt fyrir dýrasta eldsneyti á byggðu bóli og er á Íslandi og sem felst í gríðarlegum álögum á ökutækjaeigendur, Þ.e. fjármagn sem fer í sístækkandi ríkisbáknið . Þeir sem vilja umfangsmeira ríkisbákn þeir vilja nýja skatta, Veggjöld. Það er eins andstætt þjóðarvilja,eins og þjóðin var anstæð skattmanni, Jóni Gunnarssyni, og kannski gagnast Jóni ekki nýr stuðningsmaður verkalýðsforkólfurinn á Akranesi

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 15.1.2018 kl. 10:23

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki rétt að kalla þetta vegagjöld sem auðvitað á ekki að eiga sér stað.

Hvaðan heldur Gusti að peningarnir fyrir bótaþega komi?

MAGA

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.1.2018 kl. 18:18

9 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gústi, bótaþegi, heldur að allir þeir peningar sem hann og

hans líka, þiggja í sínum mánaðargreiðslum,  komi að himmi

ofan.

Sama gera aularnir sem aðhyllast Islam. Þeirra styrkjir og

framfærslur koma frá Allah. 

Allah er ekkert smá mikill þegar hægt er að túlka okkar

velferðarkerfi á þann hátt, að þeir sem þiggja þar bætur,

er ekki lengur á okkar velferðarkerfi, heldu frá ALlah sjálfum.

Meðan svona einfaldanir eiga sér stað í réttlætingu á peniningm

frá hinun opinbera, er þá nema von að allt sé í klessu.

Gústi er með þetta á hreinu. Hans styrkir og hjálp

er ekki í gegnum okkar velferðarkerfi.

Allah er sá sem sér um hans framfærslur.

Ekki við Íslendingar. Ekki okkar velferðarkerfi

Heldur ALLAH.

Þetta veit Gústi, enda væri hann ekki á Íslandi

þegar hægt er að þiggja bætur frá ALLAH

allstaðar þar sem hann ræður ríkjum.

Hvernig væri nú að skella sér þangað Gústi,

þar sem þessi dásemd ræður ríkum.

Fullt af fólki hér á Íslandi sem tilbúið er

að hjálpa þér þangað.

Láttu bara vita og þú losnar við þessi ömurleg heit

að búa á Íslandi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.1.2018 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband