Leita í fréttum mbl.is

Prófkjör á Seltjarnarnesi

er það sem konungur bloggaranna Páll Vilhjálmsson vekur athygli á í dag:

Páll segir:

"Fimm af sjö efstu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi eru konur. Rúmlega 700 greiddu atkvæði en flokkurinn fékk rúmlega 1100 atkvæði í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Á Seltjarnarnesi kýs fólk það sem virkar. Sjálfstæðisflokkurinn virkar svo langt aftur í tímann sem elstu menn muna. Þess vegna er prófkjör flokksins forkosning meirihluta.

Undir handleiðslu Ásgerðar Halldórsdóttur skorar Nesið hvað hæst bæjarfélaga í mælingu á ánægju íbúa með þjónustuna sem þeir fá. Kyn Ásgerðar skiptir þar engu máli. Þess vegna er fyrirsögnin á þessari færslu út í hött, aðeins sett þar til að minna á að konur eiga ekki erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum."

Í Kópavogi gátum enn ekki leyft kjósendum að velja frambjóðendur vegna tímaskorts var sagt. Niðurstaðan var að hafa bara svo til óbreyttan lista. Í Reykjavík má fólk velja forystumanninn en hina ætlar flokksapparatið að velja.

Voru konur að vinna að framgangi kvenna í stjórnmálum með því að láta teyma sig í uppstillingar?

Prófkjörið á Seltjarnarnesi bendir ekki til þess að svo þurfi að vera.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ættli kynjakvótinn verði notaður á Nesinu, annar hver frambjóðandi verði karlmaður?

Eða virkar kynjakvótinn bara ef það eru fleirri karlmenn í efstu sætunum, er þetta jafnræði í nafni Sjálfstæðisflokksins?

Spyr sá sem ekki veit.

MAGA

Með kveðju frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.1.2018 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband